Svo ég viti til eru eftirfarandi bílar svipaðir þessum til:
Eitt stykki Fiat 500(eins og þessi á myndini) appelsínugulur í eigu Ómars Ragnarssonar.
Einn hvítur Fiat 600d u.þ.b. 1965 árg. stendur oft á Freyjugötuni í Reykjavík.
Einn Fiat 600 í keflavík sem ég þekki ekkert frekar.
Af gerðini Zastava eru að mér vitanlega til fimm bílar.
Einn er úti á nesi, uppgerður skrúfu fyrir skrúfu og mjög fallegur, appelsínubrúnn.
Einn Ljósblár er í Hátúninu.
Einn Rauður inn í Álfheimum.
Síðan eru tveir sem eru í óskiptu dánabúi norður í Varmahlíð.
Þessir bílar eru allir í nothæfu standi og flestir á númerum, en um bílskúrsrottur af þessum gerðum þekki ég ekki, en hef áhuga á að frétta af slíkum ef einhver veit um slíkt.

Fiat 600d

Zastava 750