Author Topic: Ökugerði  (Read 3086 times)

Offline Vilhjalmur Vilhjalmsson

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 4
    • View Profile
Ökugerði
« on: May 02, 2007, 19:53:26 »
Sælir Spjallverjar vildi bara skella inn fréttatilkynningu sem fer frá okkur á morgun:

Fréttatilkynning
Stjórn byggðastofnunar ákvað á fundi sínum 27 apríl síðastliðin að lána allt að 200 milljónum til uppbyggingar á fyrsta áfanga Iceland Motopark svæðisins í Reykjanesbæ.
Um er að ræða langtímafjármögnun á þessum fyrsta áfanga verkefnisins og gert er ráð fyrir að svæðið verði fullbyggt í lok ársins samtals um 7 hektarar.
Í þessum fyrsta áfanga motoparksins verður meðal annars byggð Go-kart braut á heimsmælikvarða ásamt þjónustubyggingu sem hýsir m.a. kennslustofur, aðstöðu fyrir ökukennara, veitingasölu ofl.  Hönnun brautarinnar hefur nú þegar hlotið samþykki CIK-FIA, alþjóðasambands akstursíþrótta.
Ökugerði með tilheyrandi brautum til þjálfunar aksturs við mismunandi aðstæður í samræmi við reglugerð sem tekur gildi frá og með 1. janúar 2008 og kveður á um að allir sem taka ökupróf verði að hafa hlotið viðhlýtandi kennslu í ökugerði..
Að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar framkvæmdarstjóra Iceland motopark er þetta mikilvægur áfangi í langtímafjármögnun þessa hluta svæðisins og kemur til með að hafa mjög jákvæð áhrif á heildarverkefnið, einnig er þetta mikil viðurkenning á verkefninu og hvernig það hefur verið unnið. Byggðastofnun hefur með þessu skrefi skapað grunn að sköpun umtalsverða starfa í Reykjanesbæ, en gert er ráð fyrir að innan Iceland motopark verði allt að 300 ný störf þegar heildar uppbyggingu svæðisins er lokið.

Kv,
Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson

Offline duke nukem

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 166
  • Halldór Viðar Jakobsson
    • View Profile
Ökugerði
« Reply #1 on: May 02, 2007, 20:50:19 »
bravó :D

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Ökugerði
« Reply #2 on: May 02, 2007, 21:18:33 »
Villi eg er að seta saman gokartinn verður brautin tilbúin í juni  :?:   8-[  [-o<
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Ökugerði
« Reply #3 on: May 02, 2007, 21:37:18 »
Til hamingju með þetta  :D
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Ökugerði
« Reply #4 on: May 02, 2007, 23:44:15 »
flott er...

en 300 störf?  :roll:
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Ökugerði
« Reply #5 on: May 03, 2007, 20:56:16 »
til hamingju svo er mér lofað starfi ef ég flyt á suðurnes?
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline CAM71

  • In the pit
  • **
  • Posts: 52
    • View Profile
Ökugerði
« Reply #6 on: May 04, 2007, 23:19:45 »
Var ekki kynnt í fyrra að það væru erlendir aðilar á bak við þetta dæmi? Eru þetta þegar á botninn er hvolft aðilar sem ætla að mjólka kerfið....?

Offline Ingsie

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 104
    • View Profile
Ökugerði
« Reply #7 on: May 05, 2007, 14:51:11 »
Frábært  \:D/
Inga Björg