Sælir félagar.
Það sem ég skrifaði hér að ofan átti langt í frá að setja ofaní við Krúser eða neinn annan klúbb.
Það er bara eitt sem ég hef verið að ræða um í mörg ár og það er hversu hugmyndasnauð við erum
Kvartmíluklúbburinn byrjaði með hópakstra og sýningar 1975, eða strax á sínu stofnári.
Fornbílaklúbburinn byrjaði með þessa skoðunardaga fyrir fjölda mörgum árum síðan.
Þessir tveir klúbbar hafa síðan þróast í sitt hvora áttina.
Fornbílaklúbburinn er að fara meira út í sögu bílsins, ég ætti kannski að segja bíla á Íslandi og þeirra bíla sem fluttir hafa verið til landsins.
Kvartmíluklúbburinn hefur hinns vegar færst nær keppnishaldi (enda stofnaður með það í huga) og sýningum, en reynir samt ennþá að halda í þessa Musclecar menningu sem klúbburinn er byggður á.
Svo er KK að þróast og er að taka inn yngri Muscle Car bíla og alla yngri bíla sem eiga fullt erindi á brautina.
Svo má ekki gleyma þætti klúbbsins í að reyna að takmarka hraðakstur á götunum sem hefur verið markmið frá upphafi.
Og ekki má gleyma brautinni í Kapelluhrauni sem er enn í dag stóvirki sem aðrir klúbbar hafa ekki getað leikið eftir án styrkja frá hinu opinbera.
Krúsers er síðan ný stofnaður klúbbur (hef reyndar ekki séð stofnfund auglýstann)
Ólíkt KK og FBÍ hefur Krúsers ekki kjörna stjórn á aðalfundi (mér vitanlega, endilega leiðréttið mig ef þetta er rangt).
Það ætti samt ekki að koma í veg fyrir það að nýr klúbbur hefði eitthvað nýtt fram að færa!
Það er reyndar það sem ég hef verið að bíða eftir hjá þeim.
Já og reyndar öllum klúbbunum.
Krakkar það er komin ný öld, reynum að gera eitthvað nýtt og ferskt.