Sælir félagar.
Bara svona til að koma með smá upplýsingar.
Svipuð keppni og var nú um helgina var haldin að mig mynnir 1993-5 í Smáranum í Kópavogi.
Það er þar sem Smáralind og það hverfi er núna.
Mig mynnir að það hafi verið ræst á götunni ofan við Smáralindina stutt frá EGO stöðinni.
Þessi staðsettning var valin af því að þarna var búið að leggja götur, en það var ekki byrjað að byggja nein hús, engir grunnar eða neitt bara slétt og malbikaðar götur.
Já og svo var það mikið atriði að þarna voru ekki girðingar og/eða ljósastaurar.

.
Öryggisatriðin fyrir bíla voru til dæmis: veltibúr, 4/5punkta öryggisbelti, og háir stólar/körfustólar.
Það voru bæði bílar og mótorhjól í þessari keppni og sá sem vann var Karl Gunnlaugsson (KTM) á Enduro hjóli
Ég man nú ekki lengur hvort að LÍA hélt þessa keppni sem sýningu eða hvort BÍKR var skrifað fyrir keppninni, en það gildir einu.
Það var alla vega LÍA sem sá um að öll öryggisatriði væru í lagi og þeir sendu á staðinn leiðinlegasta og smámunasamasta skoðunarmann sem þeir höfðu

, það er undirritaðann

.
En allavega þessi keppni gekk vel þó svo að úrslitin yrðu óvænt.
Málið er þess vegna að þessi keppni þarna á varnarsvæðinu er ekki sú fyrsta sem LÍA er með puttana í, þó svo að flestir starfsmenn þarna séu nýir af nálinni þá hefði Ólafur Kr átt að geta matað þá af sinni miklu reynslu.
Já og með undanfara þá skiptir engu máli hvort að hægt eða hratt sé ekið í braut, hjálmur er skylda.

Og að endingu vona ég að svona keppnir verði haldnar á fleiri stöðum og oftar til að svara þeirri þörf sem er fyrir svona lagað.
Við vonum bara að KK og fleiri verði fljótir að koma upp sínum brautum.
