Kvartmílan > Mótorhjól

Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?

<< < (2/4) > >>

kjh:
Ég sé á http://www.jtsbikerclothing.com að það eru CE merkingar á þessum vörum, reyndar segir "CE protection in shoulders and elbows and protection in back".

Spurning hvað það þýðir nákvæmlega, væri gaman að sjá hvaða merkingar eru á öðrum búnaði.

Leðurjakkinn heitir J200:
http://www.jtsbikerclothing.com/cgi-bin/products.pl?cat=1&prod=22

Buxurnar sem koma með leðurjakkanum heita 644:
http://www.jtsbikerclothing.com/cgi-bin/products.pl?cat=3&prod=6

Goritex jakkinn heitir Tony:
http://www.jtsbikerclothing.com/cgi-bin/products.pl?cat=5&prod=80

Og þær sem koma með Goritex heita 676:
http://www.jtsbikerclothing.com/cgi-bin/products.pl?cat=7&prod=100

Þetta er á 45.000 kall hjá þeim (þ.e. Jakki + buxur)

Hera:
þetta orðalag er mjög algengt og segir þér að það séu CE merktar hlífar í gallanum en segir ekki að gallin / saumar séu prófaðir.

Mæli með að þú skoðir það sem þér finnst henta þér, það skiptir mestu að þú sért sáttur :wink:
bara passa að skoða saumana frágangin á þeim, og hvort þeir snúi rétt miðað við vind, regn og fall það er svooooo leiðinlegt að verða blautur

Annars er ástæðan fyrir því að ég versla mér ekki galla á netinu akkúrat sú að ég get ekki skoðað frágangin almennilega.
svo er bara hægt að skella sér til útlanda kaupa allt draslið á helmings verði og fá ferðina í kaupbæti    :excited:

kjh:
Ég er búinn að skoða gallana, þeir fást í KOS, Laugavegi.  Ég veit hinsvegar ekkert um saumaskap, hvað þá heldur hvort þeir snúi rétt miðað við hitt og þetta :)

PHH:

--- Quote from: "Hera" ---
Smá athugasemd varðandi lögleiðingu öryggisfatnaðar þá er það ekki rétt  :wink:

Það er búið að lögleiða lámarks hlífðarfatnað á mótorhjólunum það er stór munur á hlífðarfatnaði og öryggisfatnaði.
Það á svo eftir að koma í ljós hvernig samgönguráðuneytið (nefnd þar) mun svo útfæra reglugerðina um hlífðarfatnaðin, en hún er ekki tilbúin.

--- End quote ---


Eftirfarandi breytingar verða á 72. gr. laganna:
a.
Við 1. mgr. bætast tveir nýir málsliðir sem orðast svo: Þá skal hver sá sem er á bifhjóli nota viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað ætlaðan til slíkra nota. Sama er um þann sem er á hliðarvagni, eftirvagni eða tengitæki bifhjóls.
b.
2. mgr. orðast svo:
     Ökumaður á bifhjóli eða torfærutæki skal sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti hlífðarhjálm. Þá skal ökumaður á bifhjóli sjá um að farþegi yngri en 15 ára noti viðurkenndan lágmarkshlífðarfatnað.


Þetta eru lögin, hvort sem þér líkar betur aða verr...

Hera:
jamm akkúrat hlífðarfatnaður  :wink: hver sér svo um hvað sé skilgreint sem viðurkendur.... samgönguráðuneytið setur um það reglugerð sem er ekki tilbúin

Já og ég er með stærra T.....  :^o
Við erum greinilega að tala um sama hlutin :lol:

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version