Kvartmílan > Mótorhjól
Gallar frá KOS - Góðir / Vondir?
kjh:
Hvernig hafa þessir jakkar / buxur frá KOS verið að reynast?
Þeir eru bæði með Goritex jakka + buxur frá JTS
og Leður:
Terminator->
og svo
T200->
Ég er ekki alveg klár á því hvernig buxur koma með.
Finnst þetta vera á góðu verði hjá þeim, er þetta góður búnaður?
Eða hefur fólk eitthvað slæmt um þetta að segja?
fenix:
Löggan notar JTS gallana. Sérlitaða náttlega.
Á einn leðurgalla frá þeim og ég er mjög ánægður með hann.
R 69:
Ég á leður jakka frá þeim og er mjög sáttur við hann.
PHH:
Ef ég man rétt, þá var einhvertíma skrifað inn í gallana frá kós að þeir væru ekki öryggisfatnaður...
En skoðaðu hvort að það eru einhverjar hlífar inni í þessu(þó svo að leður komi í veg fyrir hrufl, þá eru það hlífarnar sem koma í veg fyrir að þú brotnir...), og hvort það er CE merking, það er jú búið að lögleiða "viðurkenndan" öryggisfatnað.
Annars er Bílabúð Benna, Púkinn og MótorMax búðir sem ég færi fyrr í en Kós
Hera:
Ég veit um eina sem datt í leðri frá kós á lítilli sem engri ferð og er mjög ósátt við að gallin rifnaði og mikið af saumunum gaf sig. :(
Veit samt um goritex galla sem fékk að velta sér oftar en einu sinni og tvisvar upp úr malbikinu á góðri ferð í eitt skiptið og virkaði fínnt :lol:
Svo hvað er að virka og hvað ekki.... það má segja að jú það sem er CE merkt ætti að virka, en það er oftast þannig að hlífarnar eru CE merktar en ekki gallin sjálfur svo skoðaðu saumana vel þegar þú velur þér galla
Smá athugasemd varðandi lögleiðingu öryggisfatnaðar þá er það ekki rétt :wink:
Það er búið að lögleiða lámarks hlífðarfatnað á mótorhjólunum það er stór munur á hlífðarfatnaði og öryggisfatnaði.
Það á svo eftir að koma í ljós hvernig samgönguráðuneytið (nefnd þar) mun svo útfæra reglugerðina um hlífðarfatnaðin, en hún er ekki tilbúin.
Það getur svo vel verið að þeir setji okkur strangari skilyrði en að fatnaður sé framleiddur til notkunnar á mótorhjóli við verðum bara að vona að þeir taki tillit til þess að það eru fleiri merkingar en CE sem þarf að huga að [-o<
Veit að fatnaðurinn sem krossara strákarnir eru að nota eru margir með DOT merkingar
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version