Fólk var ennþá að borga sig inná sýninguna kl.16:00 og var maður þá ekki að keira út fyrr en um 16:30 til 17:00.
Hóprúnturinn var greinilega ekki mjög skipulagður, eitthverjir létu sig hverfa strax en svo söfnuðust um 10 til 12 bílar á plani Húsgagnarhallarinnar sem svo héllt hópinn mjög vel eftir Sæbrautinni, yfir Lækjargötu og yfir á nýja "N1" planið rétt hjá BSÍ. Svo leit maður yfir á hafnarbakkan en þar var enginn til að byrja með, en eitthverjir létu svo sjá sig þar einnig.
En ég vill þakka Kvartmíluklúbbnum fyrir vel heppnaða sýningu þrátt fyrir smá byrjunarörðuleika varðandi auglýsingar, en allt hafðist þetta fyrir rest.
Ég þakka fyrir mig
Stefán Örn Stefánsson