R-396 er Malibu ´70 Ekki chevelle eins og margir halda. Kom úr sölunemdinni, en fljótlega upp á Skaga. Var rauður/svartur vínilltoppur,307 og powerglide, var hér í nokkur ár 2 eigendur.
Var seldur suður, var málaður (Kalli??) svartur með gulllituðum SS röndum.
Kom aftur á Skagann er bróðir minn keypti hann, 307 var orðinn þreitt svo það var farið í vélar skifti, og í fór 454 vel heit,en þá varð glætinn til vandræða þó nýuppgerður væri. Aftur var skift umm vél fyrir valinu varð 350, þá hélt glætinn og það var hægt að rúnta allt kvöldið á tanknum.
Senna var bílinn seldur suður og sprautaður þar einlitur rauður.
Meira seinna ef menn vilja.
Gussi Akranesi