Author Topic: BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007  (Read 3172 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
« on: April 16, 2007, 23:26:17 »
Í tilefni af því að sumarið er senn að ganga í garð ætlar Krúser menn að starta sumrinu
og rúnta í fyrsta skipti nk. fimmtudag, Sumardaginn fyrsta eða þann 19. Apríl.



Dagskráinn er eftirfarandi:

Milli kl. 15:00 og 18:00 ætlar klúbburinn að hittast við hamborgarastaðinn Eika Feita við Barðastaði 1-5 sem er í hjarta Grafarvogs. Þar verða á boðstólnum gljáfægðar glæsikerrur sem spenntar hafa beðið eftir sumrinu eftir langa dvöl í skúrnum í vetur.

Hljómsveit verður á staðnum og hægt verður að skella í sig sveittum borgurum og ísköldu CocaCola við gljáfægða bílana.

Fyrir þá sem ekki vita hvar Eiki Feiti er til húsa þá er hann rétt norðan við Korpúlfsstaði eða í Staðarhverfinu þar.




KL. 18:00 VERÐUR STOPPAÐ VIÐ TANGARHÖFÐA 8-12 ÞAR SEM BÍLASÝNINGIN BÍLADELLA 2007 FER FRAM


Síðan verður haldið að Bíldshöfða 18 og verður það sýndur nýinnfluttur bíll af gerðinni,
Plymouth Barracuda árgerð 1972 að Bíldshöfða 18.




Fljótlega upp úr 21:00 verður síðan farinn fyrsti rúntur sumarsins áleiðis í miðbæ Reykjavíkur.

Að sjálfsögðu vonum við eftir að sjá sem flesta, en hafa skal í huga að Kvartmíluklúbburinn verður með sína sýningu sama dag og fram yfir helgi, og hvetjum við sem flesta að kíkja þangað, en í senn þá er um að gera að skipuleggja sig nk. fimmtudag og nota tímann til hins ýtrasta!


ÞÓ BER AÐ MINNA Á AÐ DAGSKRÁ GÆTI BREYST VERÐI VEÐUR LÉLEGT!

Með kveðju um gott sumar.
Krúser! 8)
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline 72 MACH 1

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 434
    • View Profile
BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
« Reply #1 on: April 17, 2007, 00:37:36 »
Nú er um að gera að mæta á Bíladellu 2007 hjá Kvartmíluklúbbnum og líta við hjá Kruser á Bíldshöfða 18.
Gleðilegt sumar.

Kveðja,
Eggert Kristjánsson.

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
« Reply #2 on: April 17, 2007, 01:43:09 »
ég mæti, ef það er okei

Subaru Impreza GF8 '98

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
« Reply #3 on: April 17, 2007, 09:08:01 »
Sumardagurinn fyrsti  :P

1 Hópkeyrsla Snigla kl:13:00 frá Esso/N1 á ártúnshöfða
2 Krúserar kl:15:00 í Gravarvogi
3 Kvartmíluklúbburinn með bílasýningu

Öll flottustu hjólin og bílarnir að ógleymdu allt skemtilegasta fólkið samankomið  

Ég elska sumardaginn fyrsta  :lol:  :lol:  :lol:
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline einarak

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.221
    • View Profile
BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
« Reply #4 on: April 17, 2007, 10:30:17 »
Quote from: "Marteinn"
ég mæti, ef það er okei



klikkaður?
Einar Kristjánsson

Offline Birkir R. Guðjónsson

  • In the pit
  • **
  • Posts: 75
    • View Profile
BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
« Reply #5 on: April 17, 2007, 18:54:08 »
Töff númer :D VE :D
Kv. Birkir R Guðjónsson
2004 Mini Cooper S
13.7 @ 100mph - 1600cc

birkir.gudjonsson@gmail.com

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
« Reply #6 on: April 17, 2007, 21:12:46 »
sorry :/
Subaru Impreza GF8 '98

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
BREYTING! Krúser á Bíladellu 2007
« Reply #7 on: April 18, 2007, 19:19:03 »
Matti alltaf velkomin!! 8)

KL. 18:00 VERÐUR STOPPAÐ VIÐ TANGARHÖFÐA 8-12 ÞAR SEM BÍLASÝNINGIN BÍLADELLA 2007 FER FRAM
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is