Sweet,
Þetta er sko framtak í lagi.
EDIT .
2. Avgas 100/130: Þessa útgáfu er hægt að nota á suma ökutækjamótora. Ekki samt á
bíla með pústsensor og hvarfakút þar sem hann gæti stíflast sökum mikils blý innihalds sem
er fjögur grömm á gallonið. Þetta bensín er grænt á litinn og er orðið erfitt að finna. Er 100
octan.
Þegar bensín er skilgreint með tveim Oktan tölur þá er verið að tala um Lean og Rich gildi, þ.e bensínið við t.d Lamda 1.1 hagar sér eins og 100okt bensín, bensínið við Rich gildi eða t.d Lamda 0.85 þá hagar það sér eins og 130okt bensín,
Það er meiriháttar mál að láta 130okt bensín á venjulega bílvél með óbreyttri kveikju, það þarf að flýta kveikjunni einungis vegna þess að bensínið er þeim mun seinna að brenna, og því er hámarks brennslu þrýstingurinn of seinn í snúninsviðinu, segjum að vélin geti náð max átaki þegar sveifarásinn er kominn 15gráður eftir TDC, enn með hægari bruna þá verður aðal þrýstingurinn seinni og því minnkar átakið á sveifarásinn og bílinn verður kraftminni fyrir vikið,
Mér skilst að Gunni Gírlausi hafi lent í þessu með AVGAS síðasta sumar?