Nú er ég að fara að hefjast handa við að scanna enn fleiri myndir inn á
www.bilavefur.net og fékk ég nokkuð af myndum lánaðar hjá góðum aðilum.
Meðal annars eru myndir af ´71 Camaro Z-28 sem Ingó fyrrum formaður KK, flutti inn um ´88 (ef mér skjátlast ekki) og hefur ekki sést í mörg ár og fáir vita hvar er. Hann keppti í kavartmílu í nokkur ár og einnig í sandspyrnu, fékk m.a. vélina sem var í heimasætu Árna Kópss. En bíllinn er í góðum höndum í dag og kominn í skjól!
