Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

páska harkan

(1/6) > >>

firebird400:
Jæja þá er maður kominn í nokkra daga frí og um að gera að nota það vel.

Svona var bíllinn þegar ég byrjaði í kvöld




Og endaði svona  :)






Ég er að skipta loftkælingunni út fyrir hefðbundna miðstöð og varð að rífa svona mikið til að ná gamla jukkinu í burtu.

Svo er ég að taka allann framhjólabúnaðinn í gegn.
Er búinn að láta pólýhúða allar stífur og tilheyrandi.
Komnar nýjar pólýfóðringar í allt.
Náði í nýju feitu ballanstöngina í gær ásamt fóðringum
Þarna á seinni myndunum er ég byrjaður að preppa grindina fyrir sprautun.
Ég er líka búinn að skipta um allar boddýfestingar.

Og svo er von á vélardótinu um miðjan mánuðinn og þá get ég byrjað að græja hann.

Og svo er reyndar fullt af öðru sem ég er að gera en nenni ekki að lista það allt upp núna. :)

Svo er bara að vera duglegur í skúrnum og duglegur að vinna líka svo að maður hafi efni á að spóla þessu einhvað í sumar  :lol:

Kristján Skjóldal:
þetta er barrrra flotur bill  :shock: gangi þér vel og flott framtak :wink:

burgundy:
Þetta er SJÚKUR bíll :shock:

cv 327:
Mjög fallegur og góð umhirða. Er 400 vél?
Kv.Gunnar

firebird400:
Takk takk

Orginal 400 vélin er bara undir sæng í góðu yfirlæti og bíður elli minnar  :lol:

En núna ætla ég að smíða pínulítið strókaða 455 með álheddun og öðru fínu dóti  :D

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version