Þessi Nova var á Skagaströnd fyrir einum 25 árum og sá
sem átti hana þar gerði hana svona.
Þegar hann eignaðist hana þá var hún með
350 og beinuð en settar voru flækjur á hana
rétt eftir komuna og var víst ekið
svoleiðis í smá tíma með allt opið
Svo var einu sinni að það var tekinn
rúntur en lögginn á staðnum vildi eitthvað
hafa afskifti af því, en eigandinn var ekki
alveg á því.
Ekið var áleiðis til Blönduósar með Suburban
á hælunum en það dró fljótlega í sundur
þó subbinn væri kominn vel á annað hundraðið.
Endanum fór viftureimin í Novunni og endaði
þá þessi kappakstur.