Kvartmílan > Aðstoð

smá aðstoð við sleða?

(1/4) > >>

kusikusi:
Ég er með gamlan artic cat cheetah sem fer
í gang og allt flott með það en þegar ég tek
afstað þá vinnur hann bara upp snúning en
rétt haggast af stað, og þá er ég kominn með bensíngjöfina
í botn. Og ef það er smá álag t.d. ef ég fer framan á hann og
held við hann og ýti á bensínið þá vinnur hann bara upp í
mikinn snúning en fer ekkert og endar með að drepa bara á sér..

Getur einhver haft glóru hvað þetta er?
Ef reimin í kúplingunni er PÍNU litið of lítil getur það
orsakað þetta?

Öll komment og hjálp vel þegin

Gulag:
hljómar eins og kúplingsvesen..
of stutt reim getur hugsanlega orsakað þetta já,
geturðu ekki bara fylgst með kúplingunni þegar þú gefur inn? færist hún eitthvað?

Dart 68:
Settu sleðann upp á búkka að aftan þannig að beltið sé frjálst. Opnaðu húddið, settu í gang og horfðu á kúplingarnar þegar þú gefur í. Gamall sleði er oftast ávísun á það að kúplingarnar séu hressilega skítugar eða bilaðar.  Ath hvort að þær virki eðilega með sleðann á búkka, ef ekki (já og hvort heldur sem er) þá skaltu taka þær báðar af og hreysa vel. Svo gætu gormarnir verið orðnir of slakir líka.

Tékk itt át

kusikusi:
já ég prufaði líka að lyfta búkkanum og gefa allt í botn.

Þegar beltið hékk uppi þá gaf ég allt í botn og þá virkaði kúplinginn
eðlilega að mér sýndist. Tryssurnar stækkuðu og minkuðu einsog þær eiga að gera.

En þegar ég læt sleðann niður og ætla að spæna af stað byrjar vesenið..

kusikusi:
Engar hugmyndir?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version