Plymouth sá er notaður var í myndinni Djöflaeyjan Y-59 er Fury 1959 árg, annar tveggja sem verið hafa hér, hinn var J-150 blár/hvítur, en í Stephen King myndinni Christine frá 1983 er notaður 1958 Fury, 5303 framleiddir, upphaflegt verð $3067, en upphaflega er Fury 1957 & 1958 2d ht drapplitur ( ljós brúnn ), eins og sést í myndinni er aðeins til einn 1958 Fury litur. 1959 voru framleiddir Fury og Sport Fury, sem var aðeins í drapplit, en Fury var í öllum litum og gerðunum 2d og 4d ht og sedan. Í mars 2004 fór annar tveggja Fury bíla, sem til eru úr myndinni "Christine" á $167.400 á uppboði Jackson-Barrett Palm Beach
http://www.cars-on-line.com/barrett-palm04.html Einn orginal 1958 Fury var til á Suðurnesjum 350 cub 315 hö vél og 2 x 4 hólfa blöndungar með 3 þrepa TorqueFlite-skiptingu 7.7 sek 0-100 km. Þennan Fury áttu m.a. Gunnar Häsler Lyngbraut 3 Garði sími 422-7280, einng átti Vilhjálmur trésmiður Garði frændi Gunnars bílinn. Keflavíkur 58 Fury-inn var eitt helsta spyrnutæki landins um árabil, og þegar muscle-cars komu fram á Íslandi um 1968-9, þá var sett 440 cub 375 hö vél í 58 Fury-inn úr Bláum/hv 1967 Plymouth Belvedere II GTX, sem fór síðan í sölunefndina með 6 cyl vél, en er núna með 426 Hemi og Íslandsmetshafi standard bíla (óbreyttra) í kvartmílu 12.54 sek, eig Gunnar Gunnarsson (sjá mynd
http://paranoid.is-a-geek.com/Mopar/Mopar%20009.jpg ) Á sama uppboði fór '67 GTX 426 Hemi á $84.240
http://www.cars-on-line.com/barrett-palm04.html 1958 fury-inn sást síðast mjög heillegur 1975-80 vélarlaus við Síld & Fisk við Reykjanesbraut Hafn. Sumar sögur segja hann urðaðan þar við húsið.
Hér er slóð á síður klúbbs, sem er um þessa Fury bíla.
http://clubs.hemmings.com/frameset.cfm?club=goldenfin Plymouth Belvedere Sport Coupe 1958 2d ht, 36.043 framleiddir, upphaflegt verð $2.457 er til í Kef, eig. Gunnar Sveinbjörnssonar Vatnsnesvegi 23 Kef sími 421-5845 og hefur alla tíð verið á Íslandi, en er nú langt kominn í uppgerð undir rauðu/hvítu lakki. Allt Fury kittið er til á hann. Þessi bíll er nákvæmlega eins sá bíl, sem myndaður var í Christine.
Síðast breytt af Jón G þann Þri Maí 25, 2004 11:22 pm, breytt 6 sinnum samtals