Ég er ekkert á móti álverum, en ég er á þeirri skoðun að það sé heimska að einblína bara á álver til að skapa peninga í landinu. Ef álverð fellur þá erum við í djúpum skít.
Við erum komin með ágætan flota af álverum, nú er kominn tími til að byggja eitthvað annað.
PS. Það er ekki svo mikil orka á Íslandi. Chernobyl orkuverið var með 4 kjarnakljúfa sem hver um sig framleiddi 1000 megawött af raforku. Búrfellsvirkjun er að mig minnir 160 megawött. Allt þras um að það verði að nýta "alla þessa náttúruvænu orku" er bara bull, þessi orka er bara dropi í hafið miðað við það magn sem aðrar þjóðir heims eru að framleiða.