Author Topic: Færa girðinguna  (Read 8077 times)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Færa girðinguna
« on: March 28, 2007, 16:07:19 »
Mig langar að leggja til að vírnetsgirðingin, á þeim kafla þar sem hún liggur meðfram startinu, verði færð fyrir fyrstu keppni.  Það er allt of stutt bil á milli áhorfenda og bíla á þessum kafla.  Ég hef nefnt þetta við nokkra í bransanum og allir eru sammála þessu, en það vantar aksjónina.
Átökin í upptökunni geta leitt til brotinna öxla (sem geta orsakað að bílarnir breyta skyndilega um stefnu út af brautinni) eða að það brotnar/springur eitthvað og þeytist af gífurlegu afli og hraða út frá keppnistækjunum. Ég hef séð hvorttveggja gerast (Ford sem keyrði nærri niður jólatréð og draglið sem kom fljúgandi á öðru hundraðinu undan bíl) á keppnum erlendis og tel ástæðulaust að auka líkurnar á að fólk slasist hér heima ef svo fer, með því að hafa girðinguna þar sem hún er núna.  Þar fyrir utan hefur mannfjöldasöfnunin við girðinguna gert það að verkum að þeir sem vilja kúra uppi í áhorfendabrekkunni sjá bara rassgöt. Ég skal koma í bæinn og hjálpa til að færa vírinn ef skynsemin fær að ráða.  Svo fagna ég því, ef satt er, að leggja eigi fé í að lengja bremsukaflann í sumar.

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Færa girðinguna
« Reply #1 on: March 28, 2007, 20:14:36 »
Klúbbur er bara summa félagsmanna sinna  :wink:

Ef þetta er einhvað sem þú ásamt hópi annara eru búnir að sjá að þurfti að gera þá væri geggjað ef þið væruð til í að taka þetta að ykkur, taka saman hvað þyrfti af efni og þess háttar og þá mundum við smala saman góðum hópi og rumpa þessu af, en við yrðum alltaf að byrja með lágmarks mannskap sem þykir þetta þarft verk  :D

Að fá mannskap til að vinna sjálfboðavinnu er erfiðara en allt, ég er alveg búinn að sjá það.

Í von um að verða brátt í vöskum hóp, vinnandi að lagfæringum við brautarstæðið  :smt041

Kv Agnar
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Færa girðinguna
« Reply #2 on: March 28, 2007, 20:37:43 »
Sammála 66 charger


ég get hjálpað
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Færa girðinguna
« Reply #3 on: March 29, 2007, 17:24:31 »
Quote from: "BadBoy Racing"
Sammála 66 charger


ég get hjálpað



Maðurinn heitir Ragnar :D

kveðja, Nóni með allt á hreinu.
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Færa girðinguna
« Reply #4 on: March 29, 2007, 18:01:03 »
Sælir,

Væri ekki nóg að setja Borða frá girðingu og í súlurnar undir stjórnstöð til beggja enda á meðan keppni stendur?
Ég var bara að hugsa um aðgengi bíla að stjórnstöðinni þegar það er verið að bera dót í stjórnstöð.

Ég er EKKI að skíta þetta neitt út bara smá hugmynd!

Frikki.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Færa girðinguna
« Reply #5 on: March 29, 2007, 19:53:45 »
Well... eins og ég sagði ég er til í að renna í bæinn og hjálpa til við að breyta þessu, en útfærsla breytingarinnar ætti nú að koma frá stjórninni ef vilji er til.

Frikki, þín hugmynd er ekki algalin, en gulir borðar einir sér hafa þó aldrei dugað vel á Íslandi sem crowd control. Ef þetta yrði reynt þarf líka að fá tvo skuggalega náunga með svanga hunda til að halda aftur af fólki.

Vinnan/kostnaður við að breyta þessu er smáræði miðað við að það gæti orðið game over fyrir KK ef slys verður við núverandi aðstæður.

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Færa girðinguna
« Reply #6 on: March 29, 2007, 21:34:17 »
Dúndur góð hugmynd Ragnar, ég hef reynt að benda á þetta síðan girðingin var sett upp, mér var bent á að tala við hendina (talk to the hand). En þetta þarf að gera, það er ekkert öðruvísi, ég skal með ánægju mæta og hjálpa til.
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Færa girðinguna
« Reply #7 on: March 29, 2007, 22:43:47 »
Það er einnig annað sem mér finnst vera slysagildra, það er að hafa ræsirinn þarna á miðri brautinni algerlega óvarinn þegar þeir bílar/tæki sem taka burnout fram yfir ráslínu koma  framhjá.

Spurning um að ræsirinn færi sig af brautinni á meðan eða jafnvel að nota bara ræsingu úr stjórnstöð.
 :!:
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
Færa girðinguna
« Reply #8 on: March 29, 2007, 23:21:59 »
neiii marr ADDI verður að vera þarna.. það er ekkert betra en að sjá þennan snilling standa þarna klukkutimum saman í sömu stellinguni á meðan vindurinn leikur sé i gegnum bartana
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Færa girðinguna
« Reply #9 on: March 29, 2007, 23:28:30 »
:lol:  Ég átti við bara fyrir OF bílana,hinir meiga ekki fara yfir ráslínu nema kannski GF,man það ekki.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Færa girðinguna
« Reply #10 on: March 30, 2007, 00:19:53 »
Ég spurði nú um þetta með ræsinn fyrir 2 árum en Hálfdán tjáði mér það að hlutverk ræsis væri meira en það að ýta á takka.
Ræsirinn hefur það hlutverk að sjá hvort bíll fari nokkuð yfir miðjulínu og einnig að hleypa mönnum ekki af stað ef hann sér eitthvað augljóst vandamál með bílana (bensínleki, ökumaður ekki í belti, etc) ef ég man þetta rétt.
Ég er samt alveg sammála því að þetta er ekki besti staður til að standa á þegar bílarnir eru að taka rolling burnout.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Krissi Haflida

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.144
    • View Profile
Færa girðinguna
« Reply #11 on: March 30, 2007, 11:01:16 »
Quote from: "baldur"
Ég spurði nú um þetta með ræsinn fyrir 2 árum en Hálfdán tjáði mér það að hlutverk ræsis væri meira en það að ýta á takka.
Ræsirinn hefur það hlutverk að sjá hvort bíll fari nokkuð yfir miðjulínu og einnig að hleypa mönnum ekki af stað ef hann sér eitthvað augljóst vandamál með bílana (bensínleki, ökumaður ekki í belti, etc) ef ég man þetta rétt.
Ég er samt alveg sammála því að þetta er ekki besti staður til að standa á þegar bílarnir eru að taka rolling burnout.


Það þarf þá að kenna þeim að fylgjast með, ég man nú eftir þegar Helgi átti 68 camaroin sem skjóldal á núna og hann var ræstur á stað þegar það var búið að bull sjóða á honum og stór pollur undir honum, bíllin beint í pollin og auðvita og í bullandi spól þetta hefði getað endað með ósköpum en sem betur fer endaði þetta vel
Kristján Hafliðason

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Færa girðinguna
« Reply #12 on: March 30, 2007, 17:20:54 »
Quote from: "Krissi Haflida"
Quote from: "baldur"
Ég spurði nú um þetta með ræsinn fyrir 2 árum en Hálfdán tjáði mér það að hlutverk ræsis væri meira en það að ýta á takka.
Ræsirinn hefur það hlutverk að sjá hvort bíll fari nokkuð yfir miðjulínu og einnig að hleypa mönnum ekki af stað ef hann sér eitthvað augljóst vandamál með bílana (bensínleki, ökumaður ekki í belti, etc) ef ég man þetta rétt.
Ég er samt alveg sammála því að þetta er ekki besti staður til að standa á þegar bílarnir eru að taka rolling burnout.


Það þarf þá að kenna þeim að fylgjast með, ég man nú eftir þegar Helgi átti 68 camaroin sem skjóldal á núna og hann var ræstur á stað þegar það var búið að bull sjóða á honum og stór pollur undir honum, bíllin beint í pollin og auðvita og í bullandi spól þetta hefði getað endað með ósköpum en sem betur fer endaði þetta vel





Mönnum getur nú alltaf yfirsést!


Það hafa menn komið til okkar og skrifað hér á netið um að færa þurfi girðinguna sem er sennilega hið þarfasta mál. Við í stjórninni ræddum þetta mál á fundi á miðvikudagskvöldið og tókum þessu fagnandi. Okkur sýnist að nú sé komið í gott lið til að framkvæma og getum við  þá sagt að framkvæmdaleyfi sé hér með veitt. Sá böggull fylgir hins vegar skammrifi að það er skilyrði að ljúka verkinu fyrir fyrstu keppni, ekki er leyfilegt að rífa niður girðinguna og hlaupa svo í burt frá hálfnuðu verki :lol:


Þakka ykkur fyrir þessa framtakssemi kæru félagar, þetta er mikils metið.

Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Færa girðinguna
« Reply #13 on: March 31, 2007, 00:18:38 »
mér var tjáð að Ræsirinn var nokkurn veginn brautastjóri :D

Hann sér um að stöðva menn og reka þá ofan í pitt ef eitthvað er að og hann sér um hvenær næstu bílar mega fara af stað í burnout og hann á brautina :D

spurning hvort Hálfdán leiðréttir mig ekki og umorðar mín orð :D
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Ræsir!
« Reply #14 on: March 31, 2007, 21:26:38 »
Sælir félagar. :)

Svo við byrjum á því sem þessi þráður er um og það er þessi fræga girðing.
 :!: Hún er allt of nálægt brautinni :!:
Burt séð frá því hvaða tæki eru að keyra þarna þá eru áhorfendur of nálægt.
Þar sem við erum komnir með tæki eins og "Top Alcohol" bíla, þá ættu áhorfendur að vera 10metra frá braut :!:

Hvað varðar hlutverk ræsis, þá er hann eins og sagt er hér að ofan í raun og veru síðasti "öryggisventillinn" áður en lagt er af stað í spyrnu.
Hann er líka eini brautardómarinn í spyrnukeppni og þar af leiðandi er ekki hægt að kæra hans úrskurði.
Það er líka hans verk og hans aðstoðarmanna að tímasetja "burnout" og sjá til þess að reglum um ræsingar sé fylgt eftir.
Þar á meðal að þegar annað tæki er búið að stilla sér upp bæði í "pre stage" og "stage", sé EKKI verið að bíða eftir hinu tækinu sem sýnilega er ekki tilbúið í ferð þar sem það er ekki búið að kveikja "pre stage" ljósið.
Ræsirinn má ekki vera fyrirsjánlegur þannig að hægt sé að "læra á hann".
Og hann verður að sjálsögðu að sjá um að brautin sé örugg áður en hann ræsir af stað í ferð. :!:
Ræsir er ekki brautarstjóri og tekur við skipunum frá keppnisstjóra að því marki að þær hindri ekki störf hans sem brautardómara né hafi áhrif á þau.
Ef ræsir, brautarstjóri og keppnisstjóri vinna vel saman í keppni ætti allt að ganga snurðulaust fyrir sig og keppnin að ganga vel.

Þá eiga ræsir og aðstoðarmenn hans að fylgjast með hvort að leki af einhverju tægi sé úr þeim tækjum sem eru að fara í ferð.
Ef svo er má ekki ræsa viðkomandi tæki og dæma þá ferð tapaða fyrir það tæki sem lekur vökva á brautina.

Það er farið að taka mjög hart á þessu hjá NHRA/IHRA, bæði vegna þeirrar hættu sem svona lagað skapar og líka vegna þeirra tafa sem hljótast af því að þurfa að þrífa upp til að mynda olíu, sem getur tekið upp undir klukkustund :!:


Á flestum brautum í dag er farið að búa til litla "eyju" með vegriði sem verndar ræsi og aðstoðarmenn hans.
Við æattum að vera fyrir löngu búnir að gera eitthvað í þessum málum hér heima :!:

Sjá reglubreytingu um "olíuleka" hjá NHRA:

http://www.nhra.com/content/general.asp?articleid=17519


Oil Down Penalties: Add new section as follows:

Professional Categories:

Top Fuel, Funny Car, Pro Stock, Pro Stock Motorcycle


Each professional team is allowed one (1) oil down violation prior to any penalty.  Violations are assessed after the first allowed oil down in the following manner:


Violation Number
 Penalty
 
1
 $500 fine regardless of whether qualifying or eliminations;

Loss of 10 points if during eliminations
 
2-5
 Fine increases in $500 increments; Loss of 10 points for each infraction during eliminations
 
6
 $5,000 fine regardless of whether qualifying or eliminations;

Loss of 10 points if during eliminations
 
After 6*
 Fine increases in $1,000 increments;

Loss of 10 points for each infraction during eliminations
 



(*) NHRA will review (with the team) their season performance.  As a result of that review, further action may be taken as determined by NHRA, varying from probation to a requirement to test or a denial to participate at future NHRA POWERade Drag Racing Series national events.


Multiple Violations at Same Event

If professional competitors violate the oil down policy multiple times at the same event, the resulting violations will result in double the posted fines plus loss of 15 points if during eliminations.  Three (3) or more violations during the same event will result in double the posted fine plus loss of 20 points if during eliminations.


Additional Earned Credits

Professional teams will earn an additional one (1) credit after 25 consecutive oil-free runs at NHRA POWERade Drag Racing Series national events.   Those credits earned will not be rolled-over from one season to the next.  


Fine Revenue

Revenue derived from oil down violations will be utilized by NHRA to purchase equipment and/or supplies in an attempt to improve oil down clean-up time and efficiency.


Oil Down Penalties

Professional Categories:

Top Fuel, Funny Car, Pro Stock, Pro Stock Motorcycle

NHRA POWERade Countdown to the Championship

In 2007, NHRA launched the sports first-ever playoff-style format to determine the NHRA POWERade World Champion in each of the four professional categories.  Given that, the NHRA POWERade Countdown to the Championship oil down policy is as follows:


Countdown Finalists

The Top Eight teams, beginning with the start of the NHRA POWERade Countdown to the Championship at the Mac Tools U.S. Nationals, will have their oil down credits re-adjusted to one (1) credit.   The same policy, as implemented in the regular season, will apply.


The Top Four teams, entering the ACDelco Las Vegas NHRA Nationals, will have their oil down credits re-adjusted to one (1) credit.  The same policy, as implemented in the regular season, will apply.

Oil Down Penalties

Sportsman Categories:

Top Alcohol Dragster, Top Alcohol Funny Car, Competition Eliminator, Super Stock, Stock, Super Comp, Super Gas, Super Street


Each sportsman team starts each event with zero (0) oil down penalties. Violations are assessed in the following manner:


Violation Number
 Penalty
 
1
 $250 fine;

Loss of 5 points
 
2
 Additional $500 fine;

Loss of additional 10 points
 
3
 Disqualification from event;

Loss of additional 15 points
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Færa girðinguna
« Reply #15 on: March 31, 2007, 23:20:22 »
Góð lesning frá þér Hálfdán.

Ég veit fyrir víst að þeir nota 7 sek. regluna í USA hvað varðar Pre-Stage/Stage, þ.e.a.s þegar annað tækið er Fully Staged hefur hitt tækið 7 sek. til að Full Stage-a sig líka.

Eina undantekningin í þessu er sú þegar annað tækið drífur sig í Full Stage áður en hitt er nálægt því að verða Pre-Staged.

EKM
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Allir afslappaðir.
« Reply #16 on: April 01, 2007, 10:32:22 »
Hæ.
    Eru ekki allir búnir að taka lyfin sín.    7 sek er nú svolítið stress......
      Mikið af sportara brautunum eru enn með 15 sek og halda sig við það..
  En ræsir hefur sín völd og dæmir hvort þetta er af því menn eru að tefja viljandi eða hvort eitthvað bögg er eða menn bara að vanda sig...

     En hver er reglan þegar báðir eru búnir að stilla sér upp og standa með allt í botni á transbreikinu (líftími á converter/skiftingu er ca 15-25 sek)
  En ástkærir stjórnstöðvarstrumpar eru að leita að Góða tímanum hans Steina frænda síðan í tímatökunum um morguninn.................Grrrrrrrrr..

     Hver er þá sek fjöldinn ????????????????????????????  Haaaa,,,,,, svaraðu þviíí.???

     Sem betur fer hef ég ekki lent í þessari stöðu (að hanga á ráslínu meðan tölvu/stjórnstöðvargúrúar eru að ........What ever they do)   Því bara hvað ég hef orðið reiður á hliðarlínunni (fyrir hönd keppenda (ég þessi geðpríðis maður))  Er einsgott að maður er ekki með Browninginn í skottinu, maður væri vís með að ná í hann og taka löpp eða tvær undan stjórnstöðinni.......     Neeeee segi bara svona.

 Kveðja
  Valur Vífilss..... fyrrum keppönd
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Aaaaalltaf sammála.
« Reply #17 on: April 01, 2007, 10:40:41 »
hæ.

     Mikið er ég sammála félaga Ragnari um staðsetningun á girðingunni.
  Þó ekki væri nema til að bæta sýn áhorfenda...  Því þegar girðingin er svona nálægt sjá þeir sem eru uppvið girðinguna,,, en hinir sem eru fyrir aftan og uppí hól sjá lítið fyrr en tækin eru komin útundir 1/8 því þegar ekki eru hnakkar þeirra fremstu,  Þá tekur við vegriðrið.... sem er efni í annann og betri spjallþráð...

   Valur Vífilss.  uppí hól að hlusta á keppnina.....
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Færa girðinguna
« Reply #18 on: April 01, 2007, 11:06:59 »
Valur þú þarft kannski að fara að taka lyfin þín, Stjórnstöðvarstrumpar og Browninginn úr skottinu, ert ekki í lagi eða  :roll:

Sú regla var tekin upp hjá okkur í fyrra að eftir sirka 20 sec skildi vera ræst svo ekki fer mikið fyrir stressinu í okkur.

Svo hlítur þú, heilhugsandi maðurinn að átta þig á því að útsýni og yfirsýn þeirra sem eru í turninum er mun betra en þeirra sem standa á hliðarlínunni, já eða annars staðar á svæðinu, og fyrir vikið er afar líklegt að það séu aðrar ástæður fyrir því að ekki hafi verið ræst í því tilfelli sem þú talar um.

Ég get hins vegar fullyrt að það hefur ekki komið fyrir að við í stjórnstöð höfum verið einhvað að gaufa gramsandi í einhverjum tímum á með allt grillar á ráslínunni, svo þú getur sleppt bullinu,
og ef þú ert einhvað gramur þá er þetta ekki staðurinn til að röfla og skammast til þess eins að létta á þér.

Virðingarfyllst

Agnar
Agnar Áskelsson
6969468

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Iðrunarfullur.....
« Reply #19 on: April 01, 2007, 11:43:21 »
Bæ.


     Afsakið,,,,  innilega,,,,    Ég hefði átt að geta sagt mér það sjálfur að..

    .spjallrásir eru ekki rétti staðurinn til að ræða hluti (góða eða slæma)
    .girðingin hlýtur að vera á góðum stað fyrst það er svona gott útsýni úr stjórnstöðinni.
    .stjórnstöðvarsrympur hafa haft góða ástæðu fyrir því að ekki var gefið grænt ljós á ræsingu.  
     .Keppendur hafa bara gott af því að bíða á startlínunni.
     .það er þeirra vandamál að stjórnstöð er ekki tilbúin.
    . ég þarf að koma með nokkra afsökunarpósta  í viðbót fyrir strumpa sem ekki hafa verið uppá braut.
     .T.d þú (firebrat 400) gætir ekki skilið að það var líka verið að svara næsta pósti á undan
      .láta líða allavega 2 mánuði á milli heimsókna á þennann gáfumannavef
       . ekki væru allir á sömu lyfjum og ég.

 Valur Vífilss. tíu fjórir
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.