Author Topic: Vantar upplýsingar um Yamaha  (Read 3807 times)

Offline Viggi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Vantar upplýsingar um Yamaha
« on: March 25, 2007, 17:46:01 »
Sælir,

nú er komið að því að ég er að fara að kaupa mitt fyrsta hjól og eru allar líkur á því að það verði Yamaha XJ 600 árgerð 1986-92.

Það sem mig langaði að vita er hvernig reynsla manna er á þessum hjólum og ef hún er slæm þá hvaða hjól gæti verið skemmtilegri kostur.

Ég vil sitja tiltölulega uppréttur á hjólinu og vélin á að vera ca 600-750 og ég er lang hrifnastur af naked racer hjólum. Ég kem til með að kaupa hjólið í Danmörku.

Öll ráð eru vel þegin, Kveðja Viggi
Pure bred, bottle fed, small block Ford

Offline Bjori

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 46
    • View Profile
Fínt
« Reply #1 on: March 28, 2007, 15:02:31 »
Ég er alveg sammála þessu með " Naked bike " Var að kaupa mér Kawasaki ER 500, sem er að vísu nýtt úr kassanum  :D

Offline Ragnar93

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 596
    • View Profile
Vantar upplýsingar um Yamaha
« Reply #2 on: March 28, 2007, 15:38:16 »
http://yamaha.is/  er ekki einhvað um yamaha þarna en samt veitt ekki hef ekkert skoðað þessa síðu
Ragnar Björn Jónasson

Mercedes Benz C220 CDI 1998
Mercedes Benz 190E 1990
Mercedes Benz 190E 1988

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Vantar upplýsingar um Yamaha
« Reply #3 on: March 28, 2007, 19:45:19 »
persónulega myndi ég ekki kaupa xj600, sér í lagi þessar árgerðir,,
þetta voru hálfgerðar druslur,,

ef þú næðir þér í xj900 ertu kominn í allt annan klassa,, mjög góð ferðahjól (hef átt báðar tegundir), 900 hjólið er með skafti, ótrúlega sterk hjól og þægileg.. og mér finnst ólíklegt að verðmunurinn sé svo mikill.

en.. að kaupa hjól í DK?  varla til að flytja það til íslands?
Atli Már Jóhannsson

Offline Viggi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Naked racer
« Reply #4 on: March 29, 2007, 13:27:40 »
Sælir.

Nei ætlunin er ekki að flytja hjólið til Íslands frá DK heldur er ég að fara í þriggja ára nám í DK og ætla að eiga hjól á meðan.

Málið er að ég þekki hjól og allt þeim tengt ekki vel og langaði að vita hvaða hjól hentaði vel sem byrjendahjól fyrir mig.

Eins og ég sagði þá er ég hrifnastur af þessum naked racer hjólum og er að horfa á hjól á bilinu 600-750 kannski alveg uppí 1000 en hjólið verður að vera áreiðanlegt og skemmtilegt ferðahjól þar sem ég kem til með að koma á því heim á sumrin og þarf því að vera sæmilegt að sitja á því í marga tíma í einu.

Hverjar eru ykkar skoðanir á því hvaða hjól henti best?

Kveðja Vignir
Pure bred, bottle fed, small block Ford

Offline Kiddihaf

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
Vantar upplýsingar um Yamaha
« Reply #5 on: April 09, 2007, 21:43:09 »
Ef þú ert að fara í nám til Danmerkur þá myndi ég ekki kaupa mér hjól þar.

Ég var í námi þarna og keypti mér hjól í Þýskalandi, gamalt Kawasaki RX 1000. Ég borgaði eitthvað um 130-140þús fyrir hjólið í Þýskalandi en þurfti að borga hátt í 400þús í tolla og gjöld af hjólinu. En málið var að af því að ég er Íslendingur í námi þá gat ég fengið að greiða tollinn á 8 árum með lágum eða engum vöxtum, man ekki alveg hvernig það var. Og ef ég flytti úr landi þá myndi tollurinn falla niður. Málið endaði reyndar þannig að ég klessukeyrði hjólið og tryggingarnar borgðuð allan tollinn svo ég þurfti ekki að hugsa meira um það mál.

Það er bara gaman að fara til Hamborgar eins og ég gerði og keyra hjólið heim til Danmerkur.

Offline dufan

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 17
    • View Profile
Vantar upplýsingar um Yamaha
« Reply #6 on: July 27, 2007, 20:08:46 »
Þetta er sjálfsagt allt í lagi til að byrja með en það eru mörg hjól í sama flokki sem vert er að skoða líka.
Bmw 540i E-39  6 gang
CBR 929 RR