Author Topic: 3000GT '95 til sölu  (Read 2812 times)

Offline andrifreyr

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 6
    • View Profile
3000GT '95 til sölu
« on: March 20, 2007, 16:39:17 »
Til sölu frábært eintak af Mitsubishi 3000GT árgerð 95. Perluhvítur að lit, með topplúgu. Ekinn aðeins 50 þús. mílur. Er á nýjum 19" felgum og low profile dekkjum. Það er búið að lækka hann og setja í hann nýja boraða bremsudiska. Í bílnum eru 2x300 W framhátalar, 2x450 W afturhátalar ásamt 2+2 tweeterar. Það er búið að setja allt þetta í hann og gera alla vinnu en það sem fylgir með er ekkert smáræði. Nýtt spoiler kit allan hringinn, geislaspilari, 2 sjónvörp, 2 magnarar ásamt 2 keilum, PS2, þjófavörn, myndavél, ábreiða sérhönnuð fyrir bílinn ásamt ýmiskonar smádóti. Fjarstýring fylgir öllum græjum. Eins og áður segir er búið að vinna alla vinnu við bílinn, ss. sérsmíðað bassabox, búið að taka út fyrir sjónvarpið í mælaborði og búið að festa hitt upp við topplúguna, allar snúrur er búið að leggja ásamt því að búið er tjörumotta allan bílinn fyrir betra hljóð  :D

Fyrir þá sem til þekkja er þetta gamli bíllinn hans Jónasar hjá audio.is og sá hann um allar græjubreytingar. Planið var að setja bílinn í sprautun núna í vor og klára hann en hann þarf að seljast núna vegna utanlandsfarar  :|

Virkilega gott tækifæri fyrir þann sem langar til að eignast einn flottasta 3000GT landsins. Upplýsingar í síma 864-9636.

P.S setti inn myndir af svipuðum bíl með svipað kit hér að neðan.
Kveðja, Andri.