Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur

Breytingatillögur í MC flokk

<< < (2/5) > >>

Nóni:
Það er búið að breyta því að það má hafa rafgeyminn inn í ökumannsrýminu samkvæmt öryggisreglum.

Kv. Nóni

1966 Charger:
Nú sýnist mér sumir hafa tekið 180 gráðu beygju (sem er bannað í kvartmílu).

    Í öllum geirum kappaksturs (IHRA, NHRA, NMCA, NASCAR, F.A.S.T o.s. frv.) er er ein höfuðhugsunin á bakvið flokkareglur að jafna keppni, gera hana meira spennandi og laða að keppendur, áhorfendur eða kostendur.  

     Í ofangreindum MC reglum er ástæða til að ætla að keppendum fækki enn frekar en verið hefur vegna þess að þróunin í flokknum undanfarin ár er í þá átt að bílar undir 11.99 verða normið.  Þeir munu hætta sem ætla ekki setja veltigrind, fimm punkta belti og keppnisstóla í bíla sína til að elta þá betri í þessum flokki undir 11.99.  Ofangreindar MC reglur leyfa drag radial dekk en hönnun þeirra er í það örri þróun að gæðabilið á milli þeirra og slikkanna minnkar stöðugt.  SE og MS (verði hann notaður) eru ágætir valkostir fyrir keppendur MC bíla sem komnir eru undir 12. sek.

Sumir sem vilja ekki sjá veltigrind/keppnisstóla/5 punkta belti pakkann væru þó til í að keppa í heads up flokki.  Það væri því skynsamlegt að KK ætti á lager reglur fyrir street entry plain radial tires only heads-up flokk, þegar MC flokkurinn (í þeirri mynd sem hann er hér að ofan) hefur runnið sitt skeið.  

Sumir þeir keppendur sem núna eru komnir í sub. 10 sek e.t. voru í byrjun keppnisferils síns sinni að dóla á 14, 15 eða 16 sek. á sínum tryllitækjum.  Slíkar ferðir kveiktu áhugann á að fara hraðar og hraðar og nýliðun varð meðal keppenda.  Með ofangreindum reglum eru líkurnar á nýliðun í MC litlar því að það er lítill hvati, eða ánægja, fyrir þann sem er á 14-16 sek. tæki að stilla upp á jöfnu við sub. 12 sekúntna bíla.

Reynið ekki að halda því fram að tryllitækjaeigendur vilji ekki koma og keppa af því að vegurinn að brautinni er slæmur eða að þeir vilja bara bóna.  Á DVD diski sem KK gaf út um vel heppnaðan Tryllitækjadag má sjá marga eigendur venjulegra tryllitækja spyrna  hver við annan.  Það hlýtur að vera verkefni KK að reyna að laða þetta fólk, sem sýndi þarna smá áhuga, til keppni.  En þeir koma örugglega ekki ef að keppinautar þeirra verða allir á sub 12 sek. bílum.
Og komið ekki með þetta bull að drag radial dekk séu götudekk og lögleg á götu hér.  DOT merking dugar ekki hér og framleiðendur þeirra hafa aldrei haldið fram að þau séu venjuleg götudekk.

Ragnar

PS:  Hvaða reglur gilda í MC ef að ofangreindar reglur verða EKKI samþykktar?

Racer:
fá flokk sem er að fara á milli 12.9-20.9

Meira svona skemmtun frekar en að fá stig s.s. stigalaus flokkur sem allir vinna í og enginn fær verðlaun

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Sæll Ragnar.

Humm já þetta er bara held ég meira en 180° eða þannig.
En svona til að gera langa sögu stutta þá talaði ég við marga og fékk marga pósta eftir að hinar hugmyndirnar birtust.
Þannig að ég sá að það þurfti en meiri spádóma og breytingar ef það ætti að verða einn flokkur fyrir þessa MC bíla þannig að allir væru nokkuð sáttir.
Og þar á meðal er náttúrulega efst á listanum dekkin, og svo púsatið sem margir vilja að verði 3" í stað 2,5" sem það er núna og hefur verið frá upphafi.

Það um hvaða reglur muni gilda í MC ef þessar að ofan verði ekki samþykktar, nú er ég reyndar að koma með svolítið sérstakt þar sem ofangreyndar reglur eru núgildandi reglur samkvæmt lögum klúbbsins. :!:
Þannig að þarf í raun og veru ekki að greiða um þær atkvæði. :!:

Hinns vegar er búið að hræra svo mikið í reglunum og meðal annars stjórnin búin að skipta sér af án þess að aðalfundarsamþykkt sé fyrir því sem hún hefur breytt, að það þarf í eitt skipti fyrir öll að taka af öll tvímæli um hvernig og hvaða reglur séu í MC.
Ef hinns vegar aðalfundur kemst að því að ekki þurfi að greiða atkvæði um reglurnar, þá standa þessar reglur og það sama gerist ef þeim er hafnað.
Það eina sem er sett þarna inn í er ákvæðið um að rafgeymir megi vera í farþega/ökumanns rými.
Þetta er nýtt í aðal/öryggisreglum, þar sem SFI er ný búið að samþykkja festingar og box/kassa fyrir rafgeyma með þessa staðsettningu.

Mér þykir leiðinlegast að það virðist aldrei geta komist af stað umræða um reglur fyrr en "nokkrum dögum" fyrir aðalfund.
Og er það kannski því að kenna að við erum ekki með fasta dagsettningu aðalfundar (innan vissra tímamarka) og ekki er auglýst fyrirfram um skilafrest á reglubreytingatillögum.
Þannig að þessi frestun kom sér vel að mínu mati, þannig að ég og fleiri fengum dýrmætann tíma til að laga og breyta okkar hugmyndum.
Ekki veitti af :!:

Ég hef að sjálfsögðu sjálfur vissar skoðanir á því hvernig mér finnst að MC/flokkurinn ætti að vera, en ég held að til þess að fá frið með hann ættum við að leyfa honum að haldast óbreyttum, og búa til nýann flokk sem er kanski meira svona fyrir "stock Muscle Cars"? :?:  :?:
Svo mætti líka skoða þær reglur sem eru til og athuga hvort við sjáum ekki einhverja möguleika þar. :idea:  :!:

cv 327:
Sæll Hálfdán.

Svo sannarlega ætlaði ég að koma á aðalfundinn, og greiða tillögunum sem þú drógst til baka, atkvæði mitt.  :cry:

Síðastliðið laugardagskvöld er ég hér á spjallinu og verð var við að eitthvað er verið að setja inn. Jú það er verið að auglýsa aðalfund og tilllögur að breitingum í flokkum, hvað uþb. 19 mín. fyrir miðnætti.

Þetta miðnætti byrjar að telja tvær vikur til aðalfundarins og menn hafa 19 mín. til að skoða tillögurnar (þar sem breitingar voru ekki skýrðar með grænletruðum texta) og tjá sig um þær.

Þarna tek ég eftir að þínar tillögur eru afturkallaðar og ég get þá ekki lengur kosið um þær. Ég sendi inn póst og spyr um hvaða breitingar séu á núgildandi MC reglum, þú svarar, ENGAR.

Svo kl 01,07 svarar Nóni og segir hvaða breytingar hafi verið gerðar og ég skoða og sé að það er búið að grænletra þær í reglunum.
Nú spyr ég. Kom þessi breyting (grænletraða) eftir miðnætti?? (hún var ekki grænletruð fyrst). ??????

Finnst þér svona vinnubrögð ásættanleg (í ljósi þess að í sðasta pósti talar þú um að umræaður fari ekki í gang nema nokkrum dögum fyrir aðalfund (þarna bjóðið þið uppá 19mín))???? :?

Ég er bara að draga fram staðreyndir og svona lýsa undrrun minni á þessum vinnubrögðum. Ekki taka þessu illa. :)

Ég er ekki að biðja um einhvern flokk fyrir minn bíl, er að hugsa um þá sem eru með lítið breytta bíla og sjá ekki flokk fyrir sig.

Ég er með Olds Omega 73 sem verður með 455 útboraða í ,060 = 468 og í hvaða flokk get ég farið með hann?

Allir vinir? :D  :D

Kv Gunnar

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version