Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Mustang 67' Blæjubíll
mustang67:
Þessi rauði er alveg 100% sá sem ég er að tala um. Ég myndi gera hvað sem er til að fá að kaupa hann, jafnvel þó þetta sé ekki blæjubíll, hægt er að líta framhjá því. Takk fyrir skjót svör by the way.
En eins og ég sagði ég gæfi hægri hönd mína fyrir þennann bíl, ef einhver þekkir eigandann þá þætti mér vænt um að fá að vita hvernig væri hægt að hafa samband við hann, þessi blái er einnig algert augnayndi alveg sammála því.
Með krosslagða fingur að hann sé til sölu
Þakka, Atli.
mustang67:
Get einnig staðfest það að ef að ég myndi fá þennan bíl þá væri hann ekki bara að fara inn í bílskúr til að ryðga þar. Ó nei. Eigandinn getur verið viss um að það verði séð vel um hann :)
Meðal annars vitið þið hvaða árgerð sá rauði er ? & einhvað rámar mig í að hann hafi verið sjálfskiptur. Vitið þið líka hvort þetta sé einn af þessum mustöngum með verulega lítið pláss í aftursætunum ? Bara pæla :)
Olli:
hehe... já það er gaman að sjá að menn/drengir eru áhugasamir að fá sér Ford, og ekki skemmir fyrir að að það sé Mustang.
En tja, sem eigandi af einu svona, þá get ég staðfest það að aftursætin eru varla nema fyrir krakka, ákaflega erfitt fyrir fullvaxinn mann að sitja þar, og tala nú ekki um ef að það sitja fullvaxnir menn líka framí... hins vegar er alveg ljómandi pláss fyrir þá sem sitja framí.
Þessi bíll er sennilega sjálfskiptur, þó svo að ég hengi mig nú ekki upp á það....
en eitthvað finnst mér ég nú lesa á milli línanna hjá þér að þú hafir ekki komið mikið nálægt þessum bíl til að skoða....
.... ef þú hefur áhuga á að skoða samskonar bíl (http://www.bilavefur.net/album/albums/uploads/mustang_64_66/normal_1966_mustang_R289.jpg), svona rétt til að átta þig á hvað um ræðir... þá er þér velkomið að bjalla og fá að skoða bílinn hjá mér, þá færðu þokkalega sýn á svona bíla...... svona allavega þanngað til að þú hefur uppá eigandanum eða finnur þér annan bíl t.d. á netinu...
Og þá bendi ég þér á að pæla líka í þeim kosti að flytja inn bíl, það þarf nefnilega ekki að vera neitt dýrara... þar sem vaskurinn af svona bílum er lægri en ella sökum þess að þeir eru orðnir 40ára gamlir og eldri...
En ef einhverjar spurningar eru, eða þá að þú vilt skoða samskonar bíl (sem er þó ekki til sölu) ... þá er þér velkomið að bjalla í mig hvenær sem er.
S: 863-5926 --- Olli
66MUSTANG:
Ég er eigandinn af þessum bíl og þessi 68 var á mínum vegum þarna líka. En hann er ekki til sölu ég bý erlendis og fór með Mustanginn þangað þar sem ég eyði ekki miklum tima hér á landi en vonandi verður hann flottari næst þegar hann kemur á klakann. En Atli það er frábært að þú hafir áhuga á Mustang en held að þú verðir að finna annan. Ef þú vilt meiri upplísingar þá sendu mér bara e-mail eða 8493525 verð á landinu í 2 vikur kv.Bjarni
Gunnar M Ólafsson:
Það eru auglýstir 2 Mustang til sölu hér:
http://spjall.kruser.is/viewtopic.php?t=174
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version