Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Mustang 67' Blæjubíll

(1/8) > >>

mustang67:
Daginn.
Ég bý í Kópavogi og nokkrum götum fyrir ofan mig er sjoppa sem heitir Hvammsval, söluturn hlíðarvegi, vídjó rex og nonnabúð held ég haha. hefur heitið mörgum nöfnum, beint á móti býr/bjó maður. Sem á gullfallegan rauðann mustang með svartri blæju (sem er fantasíu bíllinn minn, myndi taka hann yfir hvaða bíl sem er). Veit einhver hver eigandi bílsins er og hvort hann hafi einhvern áhuga á að selja hann ? Elska þann sem finnur þetta út fyrir mig..  :roll: Til að vera nákvæmnari er þessi bíll frá árunum 1965-1969 alveg pottþétt.. Öruggur á því og ef mér skjátlast ekki er hann 65'.

Með von um svar. Atli

PS. Hann hefur staðið þarna síðan ég man eftir mér í kópavogi en er nýlega farinn. Veit einhver hvert hann fór?

Leon:
Hann er ekki með blæju, hann er með svartan vinil topp.

Er þetta ekki hann??

mustang67:
ó. við smápattarnir þorðum nú aldrei að fara uppað honum en mér fannst þetta vera blæjubíll í fjarska.. jújú, veistu hvar hann er niðurkominn?

Olli:
Þetta er mikið rétt hjá Leon.. hann er með svartan víniltopp og ef ég man rétt þá er hann með grindina á skottinu og dökkar rúður... stóð lengi við Hlíðarveg 28.
Þetta er sennilega bíllinn.....


Þar stóð líka lengi vel þessi bíll.   68 módel... nánast að hruni kominn.



Man ekki hvað eigandinn af bílnum heitir, held það sé sá sami og átti 68bílinn... en á sínum tíma þegar að ég var að reyna að hafa uppá eiganda  þess bláa, þá komst ég eitthvað áleiðis með því að tala við konuna sem býr í þessu húsi og heitir  Rósalind......... rámar nú samt eitthvað í að maðurinn heiti Guðmundur... en minnið er farið að bregast manni á þessum síðustu og verstu tímum.... :D
worth the try.....

held að ég sé ekki að skjóta mikið út í loftið.. en þið sem vitið betur leiðréttið mig þá bara.....  :D

Og að sjálfsögðu er myndunum stolið af kænsku og kurteisi af www.bilavefur.net   ... takktakk Maggi minn, jor ðe greitest.... :p

Olli:
hva... voða delay á þessu hjá mér.... Leon bara búínn að bæta inn mynd í millitíðinni :D

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version