Author Topic: newton metrar  (Read 9391 times)

Offline Öddi

  • In the pit
  • **
  • Posts: 88
    • View Profile
newton metrar
« on: March 10, 2007, 19:58:39 »
Hvernig umreikna ég þetta yfir í NM (74.0 ft. lbs. @ 7000 rpm)
og hvernig haldið þið að þetta hjól sé að skila sér það er skráð 115Hö og þetta í togi 74.0 ft. lbs. @ 7000 rpm

Kær kveðja Öddi

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
newton metrar
« Reply #1 on: March 10, 2007, 20:19:48 »
100.3306 nm eru slétt 74.00 ft. lbs
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
newton metrar
« Reply #2 on: March 10, 2007, 20:29:47 »
Og það er rétt um 99 hp við þennan snúning þannig að þetta hjól er ekki að snúast mikið........
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline Öddi

  • In the pit
  • **
  • Posts: 88
    • View Profile
newton metrar
« Reply #3 on: March 10, 2007, 20:37:23 »
Takk fyrir góð og fljót svör
Nei það er rétt hjá þér það er ekki að snúast mikið þetta er nefnilega hippi
enn er þetta ekki svona sæmileg vinnsla miðað við V2 1130cc hippa

Offline Kiddihaf

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
newton metrar
« Reply #4 on: April 09, 2007, 21:59:57 »
Þú finnur það út með því að keyra hjólið kallinn.

Offline Kiddihaf

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
newton metrar
« Reply #5 on: April 09, 2007, 23:28:26 »
En af hverju ertu að spá í togið? Það er gott að hafa tog í traktorum en skiptir engu máli fyrir mótorhjól. Nema jú það er best að hafa sem minnst tog í mótorhjóli.

Offline Öddi

  • In the pit
  • **
  • Posts: 88
    • View Profile
newton metrar
« Reply #6 on: April 10, 2007, 00:02:42 »
Ég hef nú alltaf litið svo á að það er ekki slæmt að hafa smá tog í hippanum til að vega upp á móti lítilli hestaflatölu :wink:
Það er bara eitthvað við það að rúnta í 5 gír á 30 kmh og geta gefið í og finna togið sem hippinn er að gefa þér :twisted:    
Þetta er ekki hægt á þeim plastgræjum sem ég hef verið að keyra.
Endilega ef ég fer með rangt mál þá má í öllum bænum leiðrétta mig.

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
newton metrar
« Reply #7 on: April 10, 2007, 00:39:57 »
Quote from: "Kiddihaf"
En af hverju ertu að spá í togið? Það er gott að hafa tog í traktorum en skiptir engu máli fyrir mótorhjól. Nema jú það er best að hafa sem minnst tog í mótorhjóli.


 :shock:  án togs eru engin hestöfl  :wink:  því hestöfl eru margfeldi af togi (lb-ft) og snúning vélar (rpm) deilt með 5252  8)
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline Kiddihaf

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
newton metrar
« Reply #8 on: April 10, 2007, 00:57:23 »
Já þetta er nú reyndar mikið útbreiddur misskilningur að það sé togið sem ýtir hjólinu áfram þegar gefið er inn. Það er aflið þ.e. hestöflin sem ýta hjólinu áfram á öllum snúningsskalanum hvað sem toginu líður. Togið vinnur raunar gegn hestöflunum þegar gefið er inn. Ástæðan er sú að tog er ekki kraftur heldur orka. Togið er hreyfiorkan sem býr í mótornum þegar hann snýst. Ef mótor hefur mikið tog þ.e. hann safnar í sig mikilli hreyfiorku þegar hann fer á snúning þá er hann jafnframt lengur að vinna sig á upp á snúning miðað við mótor með sama hestaflafjölda en minna tog. Þess vegna er það verra að hafa mótor með mikið tog ef maður er að sækjast eftir hröðu upptaki því togið vinnur gegn upptakinu.  Mótorar með lágan snúningshraða missa hlutfallslega minna afl á lágum snúningi en mótorar með háan snúningshraða og vinna því vel á lágum snúningi .

Hátt tog vinnur gegn hraðabreytingu og hentar því vel í t.d. þungavinnuvélar þar sem það vinnur með mótornum gegn hægingu mótorsins og jafnar þannig álagið á mótorinn.

Offline Kiddihaf

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
newton metrar
« Reply #9 on: April 10, 2007, 01:02:47 »
Quote from: "Unnar Már Magnússon"
Quote from: "Kiddihaf"
En af hverju ertu að spá í togið? Það er gott að hafa tog í traktorum en skiptir engu máli fyrir mótorhjól. Nema jú það er best að hafa sem minnst tog í mótorhjóli.


 :shock:  án togs eru engin hestöfl  :wink:  því hestöfl eru margfeldi af togi (lb-ft) og snúning vélar (rpm) deilt með 5252  8)


Þetta er akkúrat öfugt hjá þér.

Tog Nm (Newtonmetrar) er marfeldi krafts N (Newton) og vegalengdar m (metrar)

Nm er mælieining orku en N er mælieining krafts sem er grunneining hestafla.

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
newton metrar
« Reply #10 on: April 10, 2007, 23:43:19 »
:shock:  Gerum þetta einfalt!!! :shock:

Reiknaðu út fyrir mig og aðra hvað mótor sem er 0 tog (Nm) við 2000 rpm, 0 tog (Nm) við 5.000 rpm og 0 tog (Nm)við 12.000 rpm skilar mörgum hestöflum við þessi tilgreindu snúningssvið?  :twisted:  :twisted:  :twisted:

Ég miðaði reyndar formúluna við Lbs-ft en þar sem að þú notaðir Nm mátt þú reikna út frá þeim  :roll:



Og fræddu mig á því hvernig þetta er öfugt  :roll:
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
newton metrar
« Reply #11 on: April 10, 2007, 23:55:08 »
Quote from: "Kiddihaf"
Já þetta er nú reyndar mikið útbreiddur misskilningur að það sé togið sem ýtir hjólinu áfram þegar gefið er inn. Það er aflið þ.e. hestöflin sem ýta hjólinu áfram á öllum snúningsskalanum hvað sem toginu líður. Togið vinnur raunar gegn hestöflunum þegar gefið er inn. Ástæðan er sú að tog er ekki kraftur heldur orka. Togið er hreyfiorkan sem býr í mótornum þegar hann snýst. Ef mótor hefur mikið tog þ.e. hann safnar í sig mikilli hreyfiorku þegar hann fer á snúning þá er hann jafnframt lengur að vinna sig á upp á snúning miðað við mótor með sama hestaflafjölda en minna tog. Þess vegna er það verra að hafa mótor með mikið tog ef maður er að sækjast eftir hröðu upptaki því togið vinnur gegn upptakinu.  Mótorar með lágan snúningshraða missa hlutfallslega minna afl á lágum snúningi en mótorar með háan snúningshraða og vinna því vel á lágum snúningi .

Hátt tog vinnur gegn hraðabreytingu og hentar því vel í t.d. þungavinnuvélar þar sem það vinnur með mótornum gegn hægingu mótorsins og jafnar þannig álagið á mótorinn.


Tog er gott, ég held að þú sért að rugla þessu öllu saman.  Tog er ekki samnefnari fyrir þungan snúningsmassa sem er eitthvað sem er sóst eftir í þungavinnuvélum (mikill snúningsmassi og lágur snúningur)

Hátt tog vinnur ekki gegn hraðabreytingum, mikill snúningsmassi gerir það.

Þú veist að það er hægt að minka snúningsmassa og auka samt tog og þar sem að þetta helst allt í hendur þá aukast hestöflin einnig á þeim snúning sem að togið eykst á og þess vegna hlýtur tog að vera gott, ekki rétt :idea:
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline Kiddihaf

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
newton metrar
« Reply #12 on: April 11, 2007, 06:42:57 »
Það er bara eðlisfræðilega ekki hægt að hafa núll tog þegar mótorinn snýst, hvaða snúningshraða sem þú talar um.

Ég skal svara þér betur seinna og útskýra fyrir þér muninn á togi og hp.

Hint: tog er mælt í Nm sem er mælieining orku en ekki krafts..

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
newton metrar
« Reply #13 on: April 11, 2007, 11:00:02 »
Quote from: "Kiddihaf"
Það er bara eðlisfræðilega ekki hægt að hafa núll tog þegar mótorinn snýst, hvaða snúningshraða sem þú talar um.


Ok! góð undankomuleið 8)

Reiknaðu þessi dæmi þá,

1 dæmi:   2 Nm við 2.000 rpm, 4 Nm við 5.000 rpm og svo 2 Nm við 12.000 rpm

2 dæmi:   3 Nm við 2.000 rpm, 5 Nm við 5.000 rpm og svo 3 Nm við 12.000 rpm

Útskýrðu svo hver áhrif togs (Nm) hefur á hestöfl 8)

Quote from: "Kiddihaf"
Ég skal svara þér betur seinna og útskýra fyrir þér muninn á togi og hp.


Endilega, mig langar alltaf að læra eitthvað nýtt  8)

Quote from: "Kiddihaf"
Hint: tog er mælt í Nm sem er mælieining orku en ekki krafts..


Endilega útskýrðu þína skilgreiningu á hvað orka er og svo hvað kraftur er.
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
newton metrar
« Reply #14 on: April 11, 2007, 12:40:23 »
jæja og hvor ykkar er með stærra t---- :lol:  :roll:  :lol:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline Unnar Már Magnússon

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 148
    • View Profile
newton metrar
« Reply #15 on: April 11, 2007, 15:04:16 »
Tog (torque) er gott,
Mikið tog er betra,
Eftir því sem togið er meira á hærri snúning, þeim mun betra því þá er hægt að nýta sér gírhlutföllin betur.

Eftir því sem að togsvið vélarinnar nær hærra upp á snúningssvið vélarinnar, skilar hún fleiri hestöflum  :D
Unnar Már Magnússon
9.73@150 ZX-12R stock wheelbase N/A
9.37@150 CBR1000RR extended wheelbase N/A

Offline Einzi[Smur]

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 42
    • View Profile
newton metrar
« Reply #16 on: April 11, 2007, 17:28:04 »
Quote from: "Kristján Skjóldal"
jæja og hvor ykkar er með stærra t---- :lol:  :roll:  :lol:


Þetta er nú ekki t....keppni.  Það svíður í augun að lesa þessi innlegg Kiddahaf.  Einhverjir hafa verið iðnir við að skrópa í eðlisfræðitímana í denn. Þetta nægir örugglega til þessa að Newton gamli snúi sér við í gröfinni.  

Einzi
Einzi

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
newton metrar
« Reply #17 on: April 11, 2007, 17:47:17 »
Hér er spurning fyrir ykkur reiknimeistarana sem mig hefur alltaf langað til að vita. Hraði ljóss er 300.000 km/s en hver er hraði myrkurs?
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
newton metrar
« Reply #18 on: April 11, 2007, 18:13:11 »
Quote from: "Kiddihaf"
Togið vinnur raunar gegn hestöflunum þegar gefið er inn. Ástæðan er sú að tog er ekki kraftur heldur orka. Togið er hreyfiorkan sem býr í mótornum þegar hann snýst. Ef mótor hefur mikið tog þ.e. hann safnar í sig mikilli hreyfiorku þegar hann fer á snúning þá er hann jafnframt lengur að vinna sig á upp á snúning miðað við mótor með sama hestaflafjölda en minna tog. Þess vegna er það verra að hafa mótor með mikið tog ef maður er að sækjast eftir hröðu upptaki því togið vinnur gegn upptakinu.  Mótorar með lágan snúningshraða missa hlutfallslega minna afl á lágum snúningi en mótorar með háan snúningshraða og vinna því vel á lágum snúningi .

Hátt tog vinnur gegn hraðabreytingu og hentar því vel í t.d. þungavinnuvélar þar sem það vinnur með mótornum gegn hægingu mótorsins og jafnar þannig álagið á mótorinn.


WOW, ertu ekki að grínast??

Lengur að snúast með minna tog enn sömu hestöfl,

semsagt,

1. 300lbs@3000rpm  600hö@7500rpm
2. 400lbs@3000rpm  600hö@7500rpm,

Samkvæmt þér þá er vél 2 seinni á snúning???
Ef svo er þarftu að læra að lesa og skilja

því að eins og stærfræði hefur kennt okkur þá er vél 1. með minni hestöfl í 3000rpm heldur enn hin, og það er akkúrat undirstaðann að þessu öllu,
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
newton metrar
« Reply #19 on: April 11, 2007, 18:15:22 »
Quote from: "Nonni_Z28"
Hér er spurning fyrir ykkur reiknimeistarana sem mig hefur alltaf langað til að vita. Hraði ljóss er 300.000 km/s en hver er hraði myrkurs?


Sami,
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |