Author Topic: Randall 200 watta stæða og Fender Fm 212R  (Read 1493 times)

Offline burgundy

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 318
    • View Profile
Randall 200 watta stæða og Fender Fm 212R
« on: February 28, 2007, 22:24:51 »
Er með Randall RH 200 G2 og Crate gs 412ss box til sölu hausinn er sirka hálfs árs gamall og eiginlega ekkert notaður því ég keypti hann í svona stundarbrjálæði þegar ég var að byrja í hljómsveit og mig langaði svo mikið í einhvern huge magnara og svo er ég með svo lítið herbergi og þessi er eiginlega alltof öflugur. Boxið keypti ég notað. hausinn er 200 rms wött og boxið er með fjórum 12 tommu keilum 2 x 4 ohm. Verð: skjótið á mig. Ég er alveg til í að selja þetta í sitthvoru lagi...

svo er ég líka með fender fm 212r sem er vel með farinn og hefur verið notaður í æfingar hjá bílsskúrsbandi. ég er búinn að týna footswitchinu þannig að það fylgir ekki með. Annars er þessi magnari fínn sem byrjenda magnari og góður í smá gigg og bara við æfingar heima. distortion rásin er alveg mjög ágæt og clean rásin er BARA sweet. Endilega skjótið á mig tilboðum Msnið mitt er thorvardur@hotmail.com. Ástæðan fyrir sölu er að ég er að rýma fyrir nýjum magnara
Þorvarður Ólafsson