Author Topic: 225ci 6 cyl vélin í ´81 dodge power ram  (Read 2877 times)

Offline tommi3520

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 157
    • View Profile
225ci 6 cyl vélin í ´81 dodge power ram
« on: February 15, 2007, 02:18:17 »
Þessi mótor er í pallbíl sem ég er líklega að fara festa kaup á en það er 1,8 tonna djöfull (að eigin þyngd)

oft kallaður slant-6 (mótorinn)

Hafðiði einhverja reynslu eða vitneskju um þennan mótor og hvernig hann er að virka með 727 sjálfskiptingu og NP 205 (orginal uppsetning)

hp tölurnar eru nú ekki háar tæplega 100 hö en það segir nú ekki alltaf allt, hef lesið að togið detti sterkt inn á lágum snúning sem er jákvætt fyrir jeppa..

Ég reynslukeyrði honum um daginn og vélin gengur mjög vel,skipting er góð líka og ég mun nú reyna preppa mótorinn svolítið upp, en það er alltaf spurning hvort það sé þess virði. Er ekki mikið af mengunar mekkanisma sem er að draga powerið svolítið niður?

Er þetta mikill eyðsluhákur? Ég vil nú ekki sjá mjög háar tölur sko

Ég reikna með að fara með bílinn í ástandsskoðun, láta kíkja á fjöðrun að aftan, stýrisenda og svona kíkja aðeins undir hann og skoða, með hvaða verkstæði mæliði með fyrir svona gamlan amerískan andskota?

Þess má geta að body-ið er mjög vel farið enda slapp bíllinn mestmegnis við salt á götunum, var á oftast bara á beit einhversstaðar uppí sveit en samt í notkun, veit ekki alveg hvað hann er keyrður vegna góðrar hönnunar mílnamælisins, en hann hringar eftir 100.000 mílur, glæislegt það, (stendur 9000 mílur núna) læt þjöppumælann í ástandsskoðuninni..

Ástæðan fyrir þvi að ég fer með hann í svona skoðun er að ég er nú ekki mjög sjóaður maður í svona drasli, ekki einu sinni orðin tvítugur. Líta menn almennt hornauga á svona "ástandsskoðanir" eða hvað, ég er nú með ákveðnar hugmyndir um hvað ég vil fá svarað sko þannig það mun ekki þýða að senda mig inná kaffistofu og setja í gang og segja mér síðan að hann virki.....

En endilega, hvað segja menn?
Tómas Karl Bernhardsson

Offline Ramcharger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.485
    • View Profile
225ci 6 cyl vélin í ´81 dodge power ram
« Reply #1 on: February 15, 2007, 07:21:11 »
Þetta eru níðsterkir skrattar og þarft ekki að hafa
áhyggjur ef það er ekki búið að aka meira.
Fyrir mitt leiti þá myndi ég setja í hann 318.
Hún eyðir ands.... ekki neinu og togar fínt.
Átti sjálfur Ram "74 með 318
og 4ja gíra trukkakassa og virkaði fínt.
Andrés Guðmundsson

Nova "70 R.I.P
Celica "72 R.I.P
Ramcharger "74 R.I.P
Olds Delta Royal "78 R.I.P

Offline tommi3520

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 157
    • View Profile
225ci 6 cyl vélin í ´81 dodge power ram
« Reply #2 on: February 15, 2007, 15:33:27 »
Quote from: "Ramcharger"
Þetta eru níðsterkir skrattar og þarft ekki að hafa
áhyggjur ef það er ekki búið að aka meira.
Fyrir mitt leiti þá myndi ég setja í hann 318.
Hún eyðir ands.... ekki neinu og togar fínt.
Átti sjálfur Ram "74 með 318
og 4ja gíra trukkakassa og virkaði fínt.


Ég hef einmitt verið að skoða 318 líka, en á spjallborðum erlendis eru menn ekkert allt of ánægðir með eyðsluna og ég hef verið að sjá frekar háar eyðslutölur

En hún ætti svosem að passa ofan í og við skiptinguna og svona, það er náttúrulega hentugt...
Tómas Karl Bernhardsson

Offline moparforever

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
225ci 6 cyl vélin í ´81 dodge power ram
« Reply #3 on: February 15, 2007, 23:11:57 »
það er líka hægt að fá daihatshu cuore 4x4 87 þeir eru helvíti nettir á eyðslunnu
Gunnþór Ingólfsson S:824-4484

Dodge Coronet 500 1967 383 SELDUR
Dodge Dart Swinger 1970 slant-six Dáinn
Harley V-ROD 2003
it´s MOPAR or no car so it´s no car

Offline sindrib

  • In the pit
  • **
  • Posts: 87
    • View Profile
225ci 6 cyl vélin í ´81 dodge power ram
« Reply #4 on: February 27, 2007, 14:42:33 »
Quote from: "moparforever"
það er líka hægt að fá daihatshu cuore 4x4 87 þeir eru helvíti nettir á eyðslunnu


það er nú orðið soldið erfitt að finna þá, þeir eru nátturlega orðnir 20 ára gamlir, annars er ég með 318 í Ram vaninum minum, sem er reyndar 97 árg, en hann er alveg finn í eyðslu, hann var að eyða slatta fyrst en svo skipti ég út kveikju kerfinu, fyrir MSD og setti lika K&N síu í hann, og billinn er er að eyða svipað og subaru legacy núna, bara sweet
Range Rover 4,0 1998 (til sölu)
Dodge Stratus R/T 2002 (seldur)
Audi A6 4,2 quattro 1999( seldur