Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Thunderbird

(1/9) > >>

Ronni:
Jæja nú langar mig að forvitnast aðeins. Hvað vitið þið um margar Thunderbird bíla hér á klakanum? Allar árgerðir.

firebird400:
Vá minningar maður

Pabbi flutti inn fyrsta Turbo Thunderbirdinn á sínum tíma og það var sko flottasti bíllinn í bænum lengi vel.

Og mamma skildi ekkert í því afhverju bíllinn var stundum svona skrítinn (var spólandi í flestum beygjum  :lol: )

Damage:
á Páll ekki einn rauðann ?
svo er einn í hfj oft með supercharged grafið í afturstuðarann
einn gamall hérna í hverfinu hjá mér 65 módel ca

Páll Sigurjónsson:
Góðan Dag
Ég er einn af þeim heppnu sem eiga svona bíl . Þetta eru vanmettnustu bílar sem hafa verið framleiddir . Þeir sem eiga eða hafa átt eða jafnvel bara setið í þeim vita hvaða Græjur þetta eru . Að v6 bíll upp á 1750 kg sé að fara á 14,07 sek míluna er ekki slæmt . Þessi bílar eru með öllum lúxus sem hægt er að hugsa sé . Það eru ekki margir birdar hérna ca 20-30 stk og bara partur af þeim er SC sem er super coupe . Að sjálfsögðu eru gallar á öllu og ekki allt fullkomið og veikleikinn á þessum bílum eru heddin sem gera það að hann bombar heddpakkningun í 110þus mílum og það er pain in the ass að skipta um þetta og kostar buns af peningum en þegar það er búið og það er skipt um frostlög reglulega þá má keyra mjög lengi og hafa mjög gaman af .

just a good car

Halli B:
Það stendur einn blár alltaf inná Strætógeymslusvæðinu í Borgartúni og búin að vera þaðr lengi

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version