84 bíllin var þokkalega sprækur þó ekki hafi verið nema gömul 302 vél úr 69 Mustang, með aðeins volgum ás og 4 hólfa tor. Virkaði ótrúlega vel með AOD skiptingunni. Og mikið fjandi var ljúft að keyra hann.
Sá rauði er náttúrulega ekki nálægt því eins sprækur, enda bara með 3,8 lítra vél. Já og blessaðar heddpakningarnar. Það var mitt fyrsta verk eftir að við eignuðumst hann að rífa heddin af og senda þau í Þ. Jónson-Vélaland minnir mig. Kostaði slatta en vel þess virði. Þetta eru einir ljúfustu amerísku bílar sem ég hef keyrt og hef samt komið nærri þó nokkrum í gegnum tíðina.