Sælir félagar.
Sæll Rúdólf.
Já spurningar um regluhugmyndir ég endurtek hugmyndir.
1. Hverjar voru ástæðurnar fyrir því að minka vélarnar í SE/flokki á sínum tíma?
Er ekki bara verið að leiðrétta mistök?
Hef heyrt um nokkur kit og vélar sem eiga að vera komin til landsins eða á leiðinni (nei ekkert Ford því miður
), plús að nokkrir "crate" mótorar komast ekki í flokkinn þó svo að þeir ættu heima þar.
Ég tek spurningarnar um MC/flokk saman í eina.
2. Nei enginn "Ford félaginn" er búinn að kaupa sér stroker, allavega ekki svo að ég viti.
3. Eru ekki stroker kit leyfð í MC/flokki og hafa verið það frá upphafi?
Já og ég kom ekki með þá hugmynd.
4. Varðandi að breyta MC flokknum og að hann sé í fínu lagi.
Bíddu erum við að tala um sama flokkin það mátti telja keppendur í MC á fingrum annarar handar bæði í fyrra og 2005. Ef það er í fínu lagi þá er alveg eins gáfulegt að hætta með alla flokka og steypa öllu saman í einn "bracket" flokk og keyra hann á 1/8.
Eitt af því sem ég heyrði menn vera að tala um í fyrra og 2005 var einmitt um vélastærðir og hvað þær væru komnar út í öfgar í MC/flokki.
Þannig að þetta er bara tillaga og gott að fá umræðu um hana.
Bara verst að það var ekki fyrr þar sem núna er ekki hægt að breyta henni.
Hvað varðar metin þá erum við hér á fróni ekki einir á báti, þetta virðist vera að gerast í flest öllum löndum þar sem er keyrt á flokkum sem starta á jöfnu og eru kallaðir "Götubílaflokkar" af einhverjum toga.
Hvað varðar peningahliðina hjá mönnum þá verða þeir að gera það upp við sjálfa sig.
Það er ekki eins dýrt að tjúna td Chevy eins og Pontiac.
En svona í alvöru, eftir að hafa skoðað vélakaflann í MC nokkur ár aftur í tímann þá eru það helst heddin sem hafa breyst.
Síðan er það annað sem verður að skoða og það er að ég er líka með tilllögur um flokk sem ég kalla MS/flokk og það má kannski segja að hann sé hin hliðin á MC/flokki.
Ef menn skoða þessa tvo flokka í sameiningu þá er þetta kannski ekki svo alvitlaus pakki.
En eins og ég sagði þá eru þetta tilllögur sem menn þurfa að lesa og ákveða hvort þeir styðja eða ekki.
Svo er það náttúrulega spurningin, má koma með breytingatillögur á aðalfundi.
Það ætti að vera leyft.
Heilbrigð umræða er af hinu góða.