Author Topic: Spurningar til Hálfdáns..  (Read 3347 times)

Offline 65tempest

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Spurningar til Hálfdáns..
« on: February 25, 2007, 22:59:25 »
Hverjar eru ástæðurnar á bak við það að stækka vélar í SE flokk og minnka í MC???

Er einhver Ford félaginn búinn að kaupa stórt kit inn í BBF?

Er það ekki rétt hjá mér að þú komst með þá tillögu fyrir nokkrum árum um að stækka vélar í MC þ.e.a.s. að leyfa stroker kit? Á að stækka þær svo aftur eftir 3 ár :roll:
 
Af hverju er verið að breyta flokkum sem eru búnir að vera í fínu lagi í langan tíma, það væri gaman að fá ástæðurnar upp á borðið.

Það er verið að setja met í þessum flokkum en það er sennilega til einskis ef að þessu er breytt aftur og aftur :!:

Hvað svo með peningahliðina hjá mönnum?


Kveðja
Rúdólf
Rúdólf Jóhannsson (892-7929) #34

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Svör frá mér................
« Reply #1 on: February 26, 2007, 02:22:24 »
Sælir félagar. :)

Sæll Rúdólf.

Já spurningar um regluhugmyndir ég endurtek hugmyndir.

1. Hverjar voru ástæðurnar fyrir því að minka vélarnar í SE/flokki á          sínum tíma?
Er ekki bara verið að leiðrétta mistök?
Hef heyrt um nokkur kit og vélar sem eiga að vera komin til landsins eða á leiðinni (nei ekkert Ford því miður  :cry: ), plús að nokkrir "crate" mótorar komast ekki í flokkinn þó svo að þeir ættu heima þar.
Ég tek spurningarnar um MC/flokk saman í eina.

2. Nei enginn "Ford félaginn" er búinn að kaupa sér stroker, allavega ekki svo að ég viti. :idea:

3. Eru ekki stroker kit leyfð í MC/flokki og hafa verið það frá upphafi?
Já og ég kom ekki með þá hugmynd. :!:

4. Varðandi að breyta MC flokknum og að hann sé í fínu lagi.
Bíddu erum við að tala um sama flokkin það mátti telja keppendur í MC á fingrum annarar handar bæði í fyrra og 2005.  Ef það er í fínu lagi þá er alveg eins gáfulegt að hætta með alla flokka og steypa öllu saman í einn "bracket" flokk og keyra hann á 1/8. :!:  :roll:

Eitt af því sem ég heyrði menn vera að tala um í fyrra og 2005 var einmitt um vélastærðir og hvað þær væru komnar út í öfgar í MC/flokki.
Þannig að þetta er bara tillaga og gott að fá umræðu um hana.
Bara verst að það var ekki fyrr þar sem núna er ekki hægt að breyta henni. :idea:

Hvað varðar metin þá erum við hér á fróni ekki einir á báti, þetta virðist vera að gerast í flest öllum löndum þar sem er keyrt á flokkum sem starta á jöfnu og eru kallaðir "Götubílaflokkar" af einhverjum toga.

Hvað varðar peningahliðina hjá mönnum þá verða þeir að gera það upp við sjálfa sig.
Það er ekki eins dýrt að tjúna td Chevy eins og Pontiac. :wink:
En svona í alvöru, eftir að hafa skoðað vélakaflann í MC nokkur ár aftur í tímann þá eru það helst heddin sem hafa breyst.
Síðan er það annað sem verður að skoða og það er að ég er líka með tilllögur um flokk sem ég kalla MS/flokk og það má kannski segja að hann sé hin hliðin á MC/flokki.
Ef menn skoða þessa tvo flokka í sameiningu þá er þetta kannski ekki svo alvitlaus pakki.
En eins og ég sagði þá eru þetta tilllögur sem menn þurfa að lesa og ákveða hvort þeir styðja eða ekki.
Svo er það náttúrulega spurningin, má koma með breytingatillögur á aðalfundi. :?:
Það ætti að vera leyft. :idea:  :!:

Heilbrigð umræða er af hinu góða. 8)
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline Gummari

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 861
  • UNICORN
    • View Profile
Spurningar til Hálfdáns..
« Reply #2 on: February 26, 2007, 06:10:36 »
ein ástæðan fyrir lítilli þáttöku í MC gæti líka verið sú að menn fá ekki trygginga viðauka því flestir eru með fornbílatryggingu og þar með bara farið á rúntinn þetta veit ég að er að gerast með marga, stóð þetta til bóta eða verður næsta sumar eins?
69 Mustang Mach1
70 Pontiac Firebird              
77 VW Bjalla chop top                              

Toyota Auris Ökukennslubíll hjá frúnni
ÖKULIND s.8979969 tilboð fyrir KK

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Spurningar til Hálfdáns..
« Reply #3 on: February 26, 2007, 14:49:03 »
Hvað það varðar þá má nefna það að menn geta sett fornbílana á almennar tryggingar yfir sumarið og fengið tryggingar viðaukann á þá þannig.

Þetta kostar lítið sem ekkert meira en að vera á fornbílatryggingum allt árið og þau tryggingarfélög sem við höfum talað við hafa ekkert sett út á að menn geri þetta.

En það má gjarnan breikka bilið á milli MC og SE að mínu mati, hvor áttin sem farin er í því skiptir kannski ekki svo miklu máli.
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Gummari

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 861
  • UNICORN
    • View Profile
Spurningar til Hálfdáns..
« Reply #4 on: February 26, 2007, 18:23:36 »
sjová er ekki til í þetta  :cry:
69 Mustang Mach1
70 Pontiac Firebird              
77 VW Bjalla chop top                              

Toyota Auris Ökukennslubíll hjá frúnni
ÖKULIND s.8979969 tilboð fyrir KK

Offline 65tempest

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Spurningar til Hálfdáns..
« Reply #5 on: February 26, 2007, 20:24:58 »
Piltar það er ekki verið að tala um viðauka i þessum  pósti  :oops:
Jæja Hálfdán það er semsagt ástæðan fyrir þessum breytingum í SE,         að það eru einhver kit á leiðini til landsins  :shock:

Legg það til að félagsmenn KK samþykki ekki þessar breytingar

Kær kveðja,
Rúdólf
Rúdólf Jóhannsson (892-7929) #34

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Kit eða ekki kit
« Reply #6 on: February 26, 2007, 21:19:05 »
Sælir félagar. :)

Sæll Rúdólf.

Hvað koma kit þessu við :?:
Það mætti halda að fólk væri á móti framförum, og væri alltaf í bakkgír. :P

Nei svona í alvöru það eru allaf einhverjar sögur í gangi hvað er rétt, ekki veit ég það.
En ef eitthvað er rétt, er þá ekki ágætt að vera viðbúinn og leyfa framfarir.

Eins og hann Agnar Áskels sagði hér ofar í þræðinum þræðinum:
Quote
En það má gjarnan breikka bilið á milli MC og SE að mínu mati, hvor áttin sem farin er í því skiptir kannski ekki svo miklu máli.


Þetta finnst mér einmitt vera á leiðinni að gerast, og ég vona að þessar breytingar sem ég er að stinga upp á geri eitthvað í þá áttina að breikka þetta bil.
Það til að mynda að leyfa að létta bílana gefur mönnum ódýrari leið til að nýta orku sem að vélarnar hafa og minkar í leiðinni bilið milli stórra og lítilla véla.

Ég ætla ekki að fara að segja fóki hvað það á að gera og hvað ekki, ég ætla bara að biðja menn að lesa þetta og skoða hvað er vit í bæði fyrir keppendur áhorfendur og klúbbinn.

Hvað voru annars margir keppendur sem skráðu sig í SE/flokk í fyrra  :?:
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Spurningar til Hálfdáns..
« Reply #7 on: February 27, 2007, 19:52:02 »
Hvað er að því að slípa þetta dót til annars lagið ?Er ekki allt í lagi að hlutirnir séu ekki alltaf eins það er nú ekki eins og þetta sé einhverjar multi breyttingar á þessu 8).Þó finnst mér persónulega að það eigi að vera hámark á vélarstærð s.s 540 eða eitthvað svoleiðis.Þó má auðvitað finna að öllu og allt getur verið ómugulegt nema að mönnum detti það í hug sjálfum.Það er eitt sem þessi ágæti félagskapur okkar mætti fara að læra er að stökkva ekki alltaf um nef sér ef eitthvað nýtt kemur upp og opna glitinn og skoða hlutina af jákvæðni og ekki enda lausri eiginn hagsmuna semi eins og alltaf er í þessu sporti. :D Með bestu Kveðju Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.