Author Topic: Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.  (Read 10385 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« on: February 24, 2007, 23:49:59 »
Hér að neðan verða settar tillögur að reglubreytingum sem samþykkja þarf eða hafna á aðalfundi.

Tillaga frá Jóni Gunnari Kristinssyni og Gunnari Sigurðssyni, græna letrið táknar það sem bætt hefur verið við og rauða letrið það sem tekið er burtu.


GT flokkur.


GT flokkur


Flokkslýsing:

GT eða Gran Turismo, er flokkur fólksbíla sem smíðaðir eru eftir 1980.Með 4, 6 og 8 strokka vélum með eða án forþjöppu, með drif á einum ás eða öllum fjórum hjólum. GT eða Gran Turismo, er flokkur fólksbíla sem smíðaðir eru eftir 1980. Með 4, 5, 6, 8, 10 og 12 strokka  með einum aflauka eða án, með drif á einum ás eða öllum fjórum hjólum. Einnig fyrir bíla með Wankel vél. Allir bílar verða að vera á númerum, löglegir til götuaksturs með rétta skoðun. Undantekningar á þessu má lesa í reglum hér að neðan. Ræst skal á jöfnu með "full tree"Merking:GT/númer.

Vél:
Aðeins má nota vélar sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota vélar úr 4 gen Camaro í 4 gen Camaro)
Verður að vera samskonar blokk og kom í bílnum upprunaleg frá verksmiðju
. Setja má forþjöppur á bíla sem ekki koma original með forþjöppur. Ekki má auka slagrúmtak vélar óuppreiknað frá því sem gefið er upp original í viðkomandi bíl frá verksmiðju.
Setja má forþjöppur á vélar sem ekki voru með forþjöppu original.

Blokk:
Aðeins má nota blokk sem voru í boði í því boddíi sem nota á. (T.d. má aðeins nota blokk úr 4 gen Camaro í 4 gen Camaro)
Vélarblokk skal vera sömu tegundar og viðkomandi bíll kom með frá verksmiðju. Ekki má breyta blokk á nokkurn hátt nema til að fá betra olíuflæði.
Aðeins venjuleg slitútborun er leyfð á vélarblokk.

Sveifarás:
Frjálst val er á sveifarásum. Auka má slaglengd sveifaráss á vélum með engan aflauka.
Aðeins upprunalegir eða eins og upprunalegir sveifarásar leyfðir. Þó er leyfilegt að nota hvaða efni í sveifarás sem er.
Ekki má auka slaglengd sveifaráss. Aðeins slitrennsla á sveifarás leyfð.

Hedd:
Frjálst val er á heddum. Öll vinnsla á heddum er leyfð, svo framarlega að hún breyti ekki útliti þeirra.
Frjálst val er á ventlum, ventlagormum, rockerörmum osf…..
Leyfilegt er að stækka og vinna ventla að vild.

Ventlalok:
Allar gerðir og tegundir ventlaloka leyfðar.

Kambás:
Frjálst val er á kambásum.

Undirlyftur:
Frjálst val.

Tímagír:
Frjáls val á tímagírum, beltum, reimum, keðjum, osf…..

Stimpilstangir:
Frjálst val er á stimpilstöngum.
Frjálst val er á stimpilstöngum, svo framarlega að þær breyti ekki hlutföllum í mótor frá original, eða breyti slaglengd eða þjöppu.
Stimplar:
Frjálst val er á stimplum.
Setja má hvaða gerð af stimplum í mótorinn í hvaða slitútborun sem er, svo lengi sem þeir breyta ekki þjöppu frá uppgefinni þjöppu frá verksmiðju. Nota má hvaða stimpla sem er.
Stimpilhringir:
Allar gerðir og tegundir stimpilhringja leyfðar.

Olíudæla:
Nota má olíudælu sem dælir auknu magni og/eða þrýsting.
"Dry sump" olíudælur eru bannaðar nema að viðkomandi bíll hafi verið fáanlegur með slíkri dælu frá verksmiðju.

Olíukerfi:
"Dry sump" olíukerfi bönnuð nema að viðkomandi bíll hafi verið fáanlegur með því frá verksmiðju.
Að öðru leiti er frjálst að nota hvaða olíu kerfi sem er frá hvaða framleiðanda sem er.
Einnig má vinna og slípa olíugöng í blokkum, heddum, osf…. Til að fá sem besta endingu vélar.

Tölvur:
Allar original tölvur sem tengdar eru: vél, innspýtingu, kveikju,osf…. Skulu virka.Breytingar, endurforritun og ísetning á tölvukubbum er leyfð. Eftirmarkaðs tölvukubbar og/eða örflögur leyfðar. Eftirmarkaðsinnspýtingartölvur leyfðar.
Trissur.
Skipta má um driftrissur sem drífa: vatnsdælu, rafal, vökvastýri, osf…. Og setja niðurgíraðar trissur í þeirra stað.

ELDSNEYTISKERFI

Soggrein:
Frjáls val er á soggrein, þó verður hún að komast undir vélarhlíf.

Innspýtingar/Blöndungar:
Breyta má vél með blöndungi yfir í innspýtingu og öfugt.
Aðeins má nota innspýtingar sem eru original eða eins og original. Eftirmarkaðs innspýtingar leyfðar.
Sama gildir um blöndunga. Þó má stækka rúmtak þeirra eða skipta og fá stærri sömu gerðar. Breyta má innspýtingum eins og hver vill: það er spíssum, rúmtaki, inntaki, osf….

Bensínleiðslur:
Allar tegundir og sverleikar af viðurkenndum bensínleiðslum eru leyfðar.

Bensínsýur:
Frjálst er að nota eins margar bensínsýur eins og hver vill eða sleppa þeim.
Allar gerðir og tegundir af viðurkenndum bensínsýum leyfðar.

Bensíntankur:
Bensíntankur verður að vera original eða eins og original. Ef ekki er upprunalegur tankur notaður verður sá sem notaður er að líta eins út, taka sama magn og vera í sömu festingum og sá upprunalegi. Bensínleiðslur verða að vera teknar út úr tankinum á upprunalegum stað. "sump" er bannað.

Lofthreinsari:
Lofthreinsari er aukahlutur og ráða keppendur hvort hann er notaður eða ekki.

Forþjöppur:
Frjálst val. Hvort sem um er að ræða original eða eftirmarkaðs afgasforþjöppur (turbo) eða reimdrifnar (supercharger). Breytingar á gírun á reimdrifnum forþjöppum og /eða stærð á afgasforþjöppum leyfð.

Millikælir:
Millikælir er aukahlutur og er því hverjum semer frjálst að nota hann eða ekki.
Þá má einnig setja millikæla í vélar sem ekki voru original með þeim búnaði.

Eldsneyti:
Aðeins það bensín leyft sem fæst á bensínstöðvum og er afgreitt af dælu.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð. Eingöngu má nota bensín sem eldsneyti.
Nítro bannað. Bensínbætiefni bönnuð.

KVEIKIKERFI

Kveikja:
Allar tegundir kveikikerfa eru leyfðar.

Háspennukefli:
Allar tegundir háspennukefla leyfðar.

Kertaþræðir:
Allar tegundir kertaþráða leyfðar.

Kerti:
Allar tegundir kerta leyfðar.

ÚTBLÁSTURSKERFI

Pústflækjur:
Pústflækjur leyfðar, þó má ekki klippa úr yfirbyggingu til að koma þeim fyrir.

Púströr:
Púströr skulu ná útfyrir yfirbyggingu bíls. Annars er sverleiki og lögun frjáls.
Pústkerfi skal þó smíðað þannig að það sé hægt að fara með það beint úr keppni á viðurkennda skoðunarstöð og það fái fulla skoðun.

Hljóðkútar:
Hljóðkútar verða að vera til staðar og skoðun verður að fást á þá hjá viðurkenndri skoðunarstöð.

GÍRKASSI:

Sjálfskipting:
Frjáls val er á gírkassa/sjálfskiftingu.

Skiptir:
Nota má hvaða skipti sem er sem á við viðkomadi gírkassa/sjáfskiptingu.
Kúpling/

Converter:
Nota má hvaða kúplingu/converter sem er.

DRIFRÁS:

Hásing&Drif:
Frjáls val er á hásingum og drifum.
Læsingar í drif eru leyfðar.
Rafsoðin drif bönnuð, spólulæsingar bannaðar.
Drifskaft:
Æskilegt er að baula sé utan um drifskaft á bílun neð afturdrif.

BÚKKAR & FJÖÐRUN

Fjöðrun:
Fjöðrum og fjaðrarkerfi má ekki breyta frá original í neinum bíl.
Fjöðrunakerfi verður að vera eins og hver tegund og gerð kom með frá verksmiðju.
Þetta á við bæði um fram og afturfjöðrun.
Staðsetning fjöðrunarkerfis og festinga verður að vera sú sama og var frá verksmiðju á hverri tegund og gerð.Breyta má stífleika fjaðra, gorma vindustanga osf….
Ekki má nota einblöðung sem afturfjöðrun.

Demparar:
Frjálst val er á dempurum:

Búkkar:
Allir venjulegir spyrnubúkkar leyfðir.
Bannað er að nota annað en original "four link" eða "ladder link".
Ekki má klippa úr yfirbyggingu til að koma búkkum fyrir.

YFIRBYGGING

Yfirbygging:
Yfirbygging verður að vera eins og original hvað efni, stærð og útlit varðar.
Setja má þó á vængi og vindskeiðar sem seldar og smíðaðar eru fyrir viðkomandi bíl.
Einnig er leyfilegt að setja aukaopnun (cowl induction) á vélarhlíf ef hún er hulin og máluð í sama lit og bíllinn, "cowl induction" má þó aldrei vera hærra en 4" (10,16cm). Vélarhlíf má vera úr öðru efni en yfirbygging ökutækis.

Innrétting:
Allir bílar verða að vera með upprunalegri innréttingu þ.m.t. teppi stóla klæðning osf…
Leyfilegt er að klæða innréttingar og bólstra.
Skipta má út framstólum fyrir keppnistóla sem verða að vera í upprunalegri staðsetningu.
Aftursæti má fjarlægja til að koma fyrir veltiboga, en ganga verður snyrtilega frá því gati sem myndast milli ökumannsrýmis og farangursrýmis.

DEKK & FELGUR

Felgur:
Allar gerðir af felgum leyfðar, mega þó ekki vera minni en 13" nema að bíllinn hafi komið original á þeim frá verksmiðju. Felgur mega ekki ná út fyrir yfirbyggingu bíls.

Dekk:
Allar tegundir dekkja leyfðar fyrir bíla með afturdrif þar á meðal slikkar sem mega þó ekki fara upp fyrir 28" á hæð og 9" á breidd. Bílar með drifi að framan mega ekki nota slikka nema þá sem sérstaklega eru gerðir fyrir framdrifs bíla. Bílar með drifi á öllum hjólum mega eingöngu nota radial dekk, en er þó leyft að nota radial götuslikka. Öll framdekk verða að vera merkt "DOT".
Dekk mega aldrei standa út fyrir yfirbyggingu bíls.

ÖKUMAÐUR

Ökumaður:
Ökumaður skal sitja í ökumannssæti sem er í sömu staðsetningu og orginal, og vera með löglegan og staðlaðan hjálm á höfði. Tregbrennandi keppnisgalli æskilegur.

Hjálpartæki:
Öll hjápartæki til að aðstoða ökumann við brautarræsingu eru bönnuð.

Öryggisbelti:
Allir bílar verða að vera útbúnir með amk. Þriggja punkta beltum.
Allir bílar sem fara niður fyrir 11,99sek verða að vera með 5. Punkta keppnisbelti.
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #1 on: February 25, 2007, 02:23:12 »
Quote
GT eða Gran Turismo, er flokkur fólksbíla sem smíðaðir eru eftir 1980. Með 4, 6, 8, 10 og 12 strokka með einum aflauka eða án, með drif á einum ás eða öllum fjórum hjólum. Einnig fyrir bíla með Wankel vél.


Svo eru jú nokkrir 5 cyl Volvo og fl..  Bæta 5 cyl í þetta líka? :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Re: Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokku
« Reply #2 on: February 25, 2007, 04:05:46 »
Quote from: "Nóni"

Eldsneyti:
Aðeins það bensín leyft sem fæst á bensínstöðvum og er afgreitt af dælu.
Öll almenn bensínbætiefni leyfð. Eingöngu má nota bensín sem eldsneyti.
Nítro bannað. Bensínbætiefni bönnuð.

Afhverju eru menn á móti bensínbætiefnum eða heimatilbúnu bensíni?
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #3 on: February 25, 2007, 10:06:28 »
Quote from: "ValliFudd"
Quote
GT eða Gran Turismo, er flokkur fólksbíla sem smíðaðir eru eftir 1980. Með 4, 6, 8, 10 og 12 strokka með einum aflauka eða án, með drif á einum ás eða öllum fjórum hjólum. Einnig fyrir bíla með Wankel vél.


Svo eru jú nokkrir 5 cyl Volvo og fl..  Bæta 5 cyl í þetta líka? :)



Þetta var jú bara innsetningar/prentvilla hjá mér, augljóst þannig að því var breytt hið snarasta. Takk fyrir það Valli.



Quote from: "BadBoy Racing"
Afhverju eru menn á móti bensínbætiefnum eða heimatilbúnu bensíni?


Ef þú hefur eitthvað að segja, kynntu þig þá með réttu nafni.  
Þessi regla er svo víð að það er ekki nokkuð gagn af henni, menn geta í raun notað hvað sem er á tankinn ef út í það er farið. Þetta auðveldar þeim sem koma að því að dæma í kærumálum, það er einfaldlega hægt að senda sýni í Fjölver rannsóknarstofu og fá úr því skorið hvað um er að ræða. Einnig þurfa að vera einhverjar takmarkanir í þennan flokk, þessi er ágæt.



Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #4 on: February 25, 2007, 19:01:45 »
Mér líst vel á þetta.
Vegna þess að spurt hefur verið, þá er spurning um að setja inn klausu um vatns/alkóhól innspýtingar og hámarks alkóhól innihald í þeim kælivökva.

Eitthvað á þessa leið:
"Vatns innspýtingar leyfðar en vökvi til slíkra nota skal vera vatn eða vatn og alkóhól blanda, má þó ekki innihalda meira en 40% alkóhól eftir þyngd."

Spurning svo með hvað endanlegt hlutfall á að vera. 40% eftir þyngd er sirka 45% eftir rúmtaki miðað við hreint alkóhól.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #5 on: February 25, 2007, 20:31:15 »
Það væri t.d. góð hugmynd að setja þetta inn næst.

Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline ElliOfur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 453
    • View Profile
    • http://www.123.is/elliofur/
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #6 on: February 25, 2007, 21:10:26 »
rokk og ról
kveðja, Elmar Snorrason
_________________

http://www.123.is/elliofur/ - heilmikið bílagrúsk

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #7 on: February 26, 2007, 15:13:52 »
Sérlega fín tiltekt þetta  :!:

Glæsilegt alveg  8)
Agnar Áskelsson
6969468

Offline OC

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 20
    • View Profile
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #8 on: March 04, 2007, 08:51:15 »
Það hefði nú verið magnað að vita það að nítró yrði sennilega leyft í þessum flokk áður en að ég fór að kaupa í bílinn til að gera hann klárann fyrir sumarið  :roll:  en þetta er bara væntanlega flokkað sem væl í mér  8) snýti öllum hvort sem er :lol:   en getið þið svarað mér einu, hvernig á að festa 5 punkta belti í bíl ? má festa það í bíl með Original sæti eða verð ég að kaupa sæti líka ?

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #9 on: March 04, 2007, 09:34:31 »
Quote from: "OC"
Það hefði nú verið magnað að vita það að nítró yrði sennilega leyft í þessum flokk áður en að ég fór að kaupa í bílinn til að gera hann klárann fyrir sumarið  :roll:  en þetta er bara væntanlega flokkað sem væl í mér  8) snýti öllum hvort sem er :lol:   en getið þið svarað mér einu, hvernig á að festa 5 punkta belti í bíl ? má festa það í bíl með Original sæti eða verð ég að kaupa sæti líka ?



Það er auðvelt að vera breiður þegar maður þorir ekki að skrifa undir nafni, auðvitað er það bara væl að kvarta undan því að hafa ekki vitað að það ætti að leyfa nítró. Það er heldur ekkert búið að leyfa það, aðalfundurinn þarf jú að samþykkja þetta fyrst.


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline OC

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 20
    • View Profile
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #10 on: March 04, 2007, 11:46:44 »
Quote from: "Nóni"
Quote from: "OC"
Það hefði nú verið magnað að vita það að nítró yrði sennilega leyft í þessum flokk áður en að ég fór að kaupa í bílinn til að gera hann klárann fyrir sumarið  :roll:  en þetta er bara væntanlega flokkað sem væl í mér  8) snýti öllum hvort sem er :lol:   en getið þið svarað mér einu, hvernig á að festa 5 punkta belti í bíl ? má festa það í bíl með Original sæti eða verð ég að kaupa sæti líka ?




Það er auðvelt að vera breiður þegar maður þorir ekki að skrifa undir nafni, auðvitað er það bara væl að kvarta undan því að hafa ekki vitað að það ætti að leyfa nítró. Það er heldur ekkert búið að leyfa það, aðalfundurinn þarf jú að samþykkja þetta fyrst.


Kv. Nóni
Er ég eitthvað að gera mig breiðann :?:


og getur einhver svarað þessari spurningu minni um öryggisbúnaðinn  :?:  :?:  Eða þarf ég að gefa upp kennitölu til þess ??  Ég er búinn að spyrja um um hana nokkrum sinnum og enginn svarar en um leið og einhverjum finnst að sér vegið þá er stutt í svörin  :?:

KV
Dreifbýlisgutti að norðan

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #11 on: March 04, 2007, 12:03:31 »
Ef þetta á að vera almennilegt þá seturðu sæti fyrir 5 púnkta belti.
Annars eru upplýsingar á forsíðunni um þetta:
Taktu eftir að beltið þarf að vera í ákveðnum gráðuhalla í festingarnar fyrir aftan ökumann.
http://www.kvartmila.is/adalreglur.pdf
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline OC

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 20
    • View Profile
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #12 on: March 04, 2007, 12:08:00 »
Quote from: "Trans Am"
Ef þetta á að vera almennilegt þá seturðu sæti fyrir 5 púnkta belti.
Annars eru upplýsingar á forsíðunni um þetta:
Taktu eftir að beltið þarf að vera í ákveðnum gráðuhalla í festingarnar fyrir aftan ökumann.
http://www.kvartmila.is/adalreglur.pdf
Takk kærlega fyrir þetta  :wink:

Offline Jónas Karl

  • In the pit
  • **
  • Posts: 93
    • View Profile
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #13 on: March 17, 2007, 19:40:24 »
Quote from: "Nóni"
Quote from: "ValliFudd"
Quote
GT eða Gran Turismo, er flokkur fólksbíla sem smíðaðir eru eftir 1980. Með 4, 6, 8, 10 og 12 strokka með einum aflauka eða án, með drif á einum ás eða öllum fjórum hjólum. Einnig fyrir bíla með Wankel vél.


Svo eru jú nokkrir 5 cyl Volvo og fl..  Bæta 5 cyl í þetta líka? :)



Þetta var jú bara innsetningar/prentvilla hjá mér, augljóst þannig að því var breytt hið snarasta. Takk fyrir það Valli.



Quote from: "BadBoy Racing"
Afhverju eru menn á móti bensínbætiefnum eða heimatilbúnu bensíni?


Ef þú hefur eitthvað að segja, kynntu þig þá með réttu nafni.  
Þessi regla er svo víð að það er ekki nokkuð gagn af henni, menn geta í raun notað hvað sem er á tankinn ef út í það er farið. Þetta auðveldar þeim sem koma að því að dæma í kærumálum, það er einfaldlega hægt að senda sýni í Fjölver rannsóknarstofu og fá úr því skorið hvað um er að ræða. Einnig þurfa að vera einhverjar takmarkanir í þennan flokk, þessi er ágæt.



Nóni
þa

Sæll Nóni.. frekar léleg reglan með bensínið þar sem margir með turbo bíla t.d vilja nýta allt og keyra á 100+oct eins og þú ættir nú líka að vita líka. Finnst þessi regla ekki eiga við um þennan flokk og reyndar heftar möguleika hans en það er bara mitt álit og er ekki frá því að aðrir séu með á því máli..   :wink:
Dodge Neon SRT-4 2003 BorgWarner s256 13,2@113 pump gas no tune
2002 Dodge Ram 5.9 V8 Sport

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #14 on: March 17, 2007, 20:00:32 »
Hæ Jónas, ekki spurning að menn vilja ná sem mestu út úr túrbómótorum sem og öðrum mótorum. Okkar skoðun á þessu sem vorum að vinna í þessu, (ég og Gunni gírlausi) er sú að  auðvelt er að senda sýnishorn af tanknum hjá þér og láta greina það hjá t.d. Fjölveri (rannsóknarstofa olíufélaganna) og einnig það að einhverjar takmarkanir þurfa að vera í flokknum. Þú þarft ekki að óttast það að ná ekki nógu miklu afli út úr Dodge bifreiðinni á pumpugasi, ég myndi segja að þú ættir að geta náð langt í 500 hö á því. Athugaðu það að SAABinn hjá mér með 2.0 lítra vél var dyno mældur hjá Tækniþjónustu bifreiða og var 405 hö á 99 oktana V-power. Maxaðu fyrst bílinn á pumpugasi og spáðu svo í hvort reglurnar séu nógu góðar fyrir þig eða þá sem þurfa að framfylgja þeim. :wink:

Hlakka til að sjá hvað þú nærð út úr þessum fína Dodge í sumar, lít á þig sem framtíðarkeppanda og jafnvel keppinaut :twisted:


Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #15 on: March 17, 2007, 22:15:52 »
Formula 1 túrbó bílarnir gátu nú komist í 1000 hestöfl á líter á 100 oktana bensíni þannig að það er alveg hægt að ná heilmiklu poweri á pumpubensíni. Menn þurfa bara að vinna heimavinnuna sína almennilega til þess.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #16 on: March 18, 2007, 20:38:07 »
Það var á toluene og n-heptine bensíni sem er ekki pumpubensín 90/10 blanda og á 5-6bar
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #17 on: March 18, 2007, 21:02:14 »
Ekki pumpubensín nei en mjög náskylt, pumpubensín er blanda af mörgum efnum.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #18 on: March 19, 2007, 00:55:03 »
Quote from: "baldur"
Ekki pumpubensín nei en mjög náskylt, pumpubensín er blanda af mörgum efnum.


Reglurnar í F1 eru þannig að þú verður að nota bensín sem samansett er úr efnum sem aðeins finnast í pumpubensíni en segir ekkert til um samsetingu eða magn

Bensín blandað 90% toluene og 10% n-heptine hefur ekkert að gera með pumpubensín annað en að þau eru tvö af fjölmörgum öðrum efnum sem finnast í því sem og samsetingu þess
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Reglu og lagabreytingatillögur til aðalfundar. GT flokkur.
« Reply #19 on: April 01, 2007, 17:39:20 »
Samþykkt
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488