Author Topic: Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.  (Read 2036 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« on: February 24, 2007, 23:32:27 »
Tillagan hefur verið dregin til baka af Hálfdáni Sigurjónssyni og ný sett í staðinn.

SE flokkur


GÖTUBÍLAFLOKKUR


FLOKKALÝSING

Flokkur fyrir bíla sem keyrðir eru á götum,með fulla skoðun og löglegir skv. Íslenskum lögum og tilbúnir til skoðunar í löglegri skoðunarstöð.   Keppnistæki skulu auðkennd með:   SE/ og númeri ökumanns.
Þyngd ökutækis að 399cid 1300kg.
Þyngd ökutækis að 499cid 1450kg.
Þyngd ökutækis yfir 500cid 1550kg.

Allar þyngdir eru miðaðar við keppnistæki á ráslínu með ökumanni.
Ræsikerfi:   “Full tree”.


MÁL OG STAÐLAR

VÉL: 1

VÉL:
Skal vera bílvél.   Allar mekanískar tjúningar leyfðar nema forþjöppur.  

ÚTBLÁSTURSKERFI:
Útblásturskerfi verður að vera til staðar í bílum í keppni samkvæmt reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi.   Kerfið má ekki beinast að vagni eða dekkjum , og vera tilbúið til skoðunar hjá viðurkenndri skoðunar stöð hvenær sem þurfa þykir.   Hámarks sverleiki röra er 4”(10,16cm).

ELDSNEYTISKERFI:
Fjarlæga má upprunalegann eldsneytistank.   Ef það er gert verður að nota viðkennda eldsneytis sellu (fuel cell).   Og verður hún að vera loftræst út fyrir yfirbyggingu ökutækis.   Ef eldsneytis sella er notuð verður að gera eldvegg milli farangursrýmis og ökumannsklefa úr áli eða stáli.   Einnig verður rafgeymir sem staðsettur er hjá eldsneytissellu að vera í kassa og einangaraður frá selluni.   Leggja má nýar eldsneytisleðaslur og nota má þann sverleika sem þurfa þykir.   Ef eldsneytisleiðslur eru aðrar en upprunalegar skulu þær vera vírofnar eða úr málmi.   Gera má þró (sump) í eldsneytistank.   Sjá aðalreglur 1:5.

ELDSNEYTI:
Nítró gas N2O (glaðloft) og alkohól Bannað.

VÖKVAYFIRFALL:
Vökvayfirfalls tankur er skylda á öllum keppnisbílum og verður minnst að taka ½ lítra.   Sjá aðalreglur 1:7.

FORÞJÖPPUR:
Bannaðar.


INNGJÖF:
Skal stjórnast af ökumanni og má enginn búnaður hvorki rafmagns, loft, vökva eða annar hafa áhrif á stjórnun inngjafar.   Sjá aðalreglur 1:14.


DRIFRÁS: 2


TENGSLI, KASTJÓL & KASTJÓLSHLÍF:
Séu tengsli og kasthjól ekki upprunaleg eða frá upprunalegum framleiðanda, verða þau að vera samkvæmt staðli SFI Spec 1.1.   Æskilegt er að allir bílar noti sprengihelt kúplingshús, og er það skylda þegar um er að ræða bíla sem komnir eru niður fyrir 11,00sek og/eða á meira en 110 mílna endahraða 180km, og/eða eru með götuslikka.   Sprengiheld kúplingshús verað að vera eftir staðli SFI Spec 6.1. eða 6.2.

DRIFSKAFT:
Baula utan um drifskaft er æskileg á öllum bílum, en er skylda ef bílar eru komnir á meira en 100mílna 160km endahraða og/eða nota”soft compound” dekk.   Sjá aðalreglur 2:4.

AFTURÁS:
Nota má hvaða afturás sem er bur séð frá gerð og árgerð.   Æskilegt er að sérsmíðaðir öxlar séu notaðir.   Skilda að nota sérsmíðaða öxla ef spólulæsing (spool) er notuð.

SJÁLFSKIFTINGAR:
Allar sjálfskiftingar verða að nota vökvatengsli (converter).   Gírfjöldi og skiftiröð frjálst þó verða allar skiftingar að hafa fleiri en einn gír og virkann bakkgír.


SJÁLFSKIFTINGARHLÍF:
Sjálfskiftingarhlíf er æskileg á öllum bílum.   Hlífin er skylda í öllum bílum sem komnir eru niður fyrir 10,99sek og/eða 120mílur 200km í endahraða, eða nota “Powerglide sjálfskiftingar”.   Sjálfskiftihlíf verður að vera samkvæmt staðli SFI Spec 4.1.


BREMSUR OG FJÖÐRUN: 3

BREMSUR:
Vökvaknúnar bremsur á öllum hjólum skylda.   Sjá aðalreglur 3:1.

BALLEST:
Leyfð.   Sjá aðalreglur 4:2.

STÝRI:
Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð.   Minnsta stærð á stýrishjóli er 13” (33,02cm).
Breyta má frá “power”stýri yfir í “manual” og öfugt.   Ef breytt er frá stýrisvél (snigill og sektor) yfir í tannstöng verður að nota tannstangarstýri sem gert er fyrir viðkomandi bíl, þyngd, stýrisgang og hjólbarða.



FJÖÐRUN:
Ekki má breyta frá fjaðrablöðum yfir í gorma eða vindustangir eða öfugt, þar sem það er ekki upprunalegt.   Breyta má stífleika fjöðrunar með því að taka úr blöð, gorma, vindustangir og setja mýkri/stífari samskonar í staðin.   Sambyggðir gormahöggdeyfar bannaðir nema að þeir hafi komið upprunalega í viðkomandi bíl.   Einn virkur höggdeyfir verður að vera á hvert fjaðrandi hjól amk.


SPYRNUBÚKKAR:
Spyrnubúkkar leyfðir.   Sjá aðalreglur 3:5.

PRJÓNGRINDUR:
Prjóngrindur leyfðar, þó ekki með málmhjólum.



GRIND: 4


BALLEST:
Ballest leyfð.   Sjá aðalreglur 4:2.

STUÐARAR:
Stuðarar upprunalegir eða eins og upprunalegir skylda.   Séu notaðir plast stuðarar skulu þeir líta út eins og upprunalegir

GRIND:
Grind skal vera upprunaleg eða eins og upprunaleg og þá úr eins efnum.   Styrkingar á grind leyfðar.   Tengja má grindarbita saman til að hindra að bíllinn snúi upp á sig.   Bannað er að breyta grind á nokkurn hátt.  Nota má “anti sway bar”.   Sjá aðalreglur 4:1, 4:4, 4:10.

HÆÐ FRÁ JÖRÐU:
Minnsta hæð frá jörðu er 3” (7,62cm) frá fremsta punkti bíls að punkti 12”(30.48cm) aftan við miðlínu framhjóla.   Síðan 2”(5,08cm) fyrir það sem eftir er af bílnum nema olíupanna og flækjur.

VELTIGRIND OG BÚR:
Allir bílar sem fara 11,99sek og/eða 120míl (195km) undir þurfa veltigrind.   Bílar sem fara 9,99sek og/eða 150míl (240km) og undir þurfa veltibúr.   Blæju og þaklausir bílar sem fara á undir 13,99sek þurfa veltigrind, og þurfa síðan veltibúr þegar þeir fara undir 12,99sek.   Sjá aðalreglur 4:10.



HJÓLBARÐAR OG FELGUR:  5


HJÓLBARÐAR:
Öll viðurkennd götudekk leyfð sem eru með lölegan stimpil það er DOT eða sambærilegan sem viðurkenndur er af skoðunarsöðvum og tæknimönnum KK.   Stærð dekkja má ekki vera meiri en 30 X 12,5.

FELGUR:
Allar gerðir af felgum leyfðar.   Minnsta stærð á felgum 13” nema að bíllinn hafi komið á minni felgum frá framleiðanda.



INNRÉTTING:  6


SÆTI:
Skifta má út sætum með lágu baki og bekkjum og setja í staðinn sæti með háu baki eða körfustóla, keppnisstóla, sérsmíðaðastóla.   Allir bílar sem fara á 11,99sek og/eða 120mílur (200km) eða betri tíma/hraða verða að vera með stóla með háu baki eða höfuðpúða.   Skylda er að nota keppnisstól í öllum bílum sem fara undir 10,99sek og/eða yfir 140mílum 200km í enda, æskilegt er samt sem áður að keppnisstólar séu notaðir í alla keppnisbíla.   Sæti má bólstar að vild.   Ekki má skera úr sætum til að lækka þau eða breyta þeim á annan hátt.   Öll sæti skulu vera til staðar í innréttingu bæði að framan og aftan.
Allir keppnisstólar verða að vera festir samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda.

BODDÝSTÁL:
Allt í ökumanns og farþegarými verður að vera upprunalegt eða eins og upprunalegt og þá úr eins efni og framleiðandi notaði.   Það sama á við um ál.   Magnesíum er bannað.

KLÆÐNING:
Allir bílar skulu vera með fulla innréttingu í keppni.  







YFIRBYGGING:  7


YFIRBYGGING:
Allir bílar skulu vera með yfirbyggingu eins og þeir komu með úr verksmiðju og úr sömu efnum.   Trefjaplast vélarhlíf leyfð.   Trefjaplast bretti eru leyfð að framan.   Trefjaplast samstæður bannaðar.   Að öðru leyti en að framan verður yfirbygging að vera ú sömu efnum og komu frá viðkomandi framleiðanda.  

BRETTI:
Allir bílar verða að vera með samskonar bretti  og þeir komu með úr verksmiðju.   Innribretti verða að  upprunalega lögun og vera úr sömu efnum og original.   Ekki er leyft að klippa úr létta eða breyta innribrettum á nokkurn hátt nema til að koma fyrir pústflækjum og má þá ekki klippa meira en svo að brún brettis má ekki vera meira en 15mm frá ystu brún röra.   Bannað er að klippa úr eða breyta hjólskálum að aftan á nokkurn hátt, þær má þó styrkja.





GÓLF:
Upprunalegt gólf eða gólf sem lítur út sem upprunalegt og er úr samskonar efnum og upprunalegt skylda.   Sjá aðalreglur 7:6.


GÖTUAKSTURSBÚNAÐUR:
Allur götuakstursbúnaður sem skyldugur er skv.reglum um gerð og búnað ökutækja á Íslandi er skylda í keppni.   Meða götuakstursbúnaði er verið að tala um virkar þurrkur, miðstöð, rúðu upphalara, ljós, hurðalæsingar o.s.f.


RÚÐUR:
Allar rúður verða að vera úr gleri eins og upprunalega.   Allar rúður skulu annars vera úr öryggis gleri.



RAFKERFI:  8


RAFGEYMAR:
Mest tveir leyfðir.   Staðsettning frjáls, þó ekki inní ökumanns eða farþegarými.   Nota má sýru og/eða þurrgeymi.   Sjá aðalreglur 8:1.



TÖLVUR OG GAGNAÖFLUN:
Sjá aðalreglur 8:2.

KVEIKIKERFI:
Allar tegundir kveikikerfa leyfðar.   Þó má ekki nota tímastillt kveikibox (stutter box).   Ef notaðar eru Magnetukveikjur verða þær að vera tengdar þannig að bíllinn drepi á sér  þegar svissað er af honum með straumlás(sviss) eins og upprunalega er gert ráð fyrir.   Sjá aðalreglur 8:1, 8:4, 8:5.

HÖFUÐROFI:
Höfuðrofi á rafkerfi er æskilegur í öllum bílum og er skylda í bílum sem fara undir 11,99 og hraðar en 120mílur 195km.

AKSTURSLJÓS:
Allir bílar skulu vera útbúnir ökuljósum skv. Íslenskum lögum og eins og viðkomandi bíll kom með frá verksmiðju.









STUÐNINGSFLOKKUR:  9



DRÁTTARTÆKI:
Dráttartæki bönnuð.






ÖKUMAÐUR:  10




SKÍRTEINI OG RÉTTINDI:
Almenn ökuréttindi og gillt ökuskírteini skylda.

STAÐSETTNING ÖKUMANNS:
Ökumaður skal staðsettur í ökumannssæti sem þarf að vera á sama stað og upprunalega var gert ráð fyrir.

ÖRYGGISBELTI:
Þryggja punkta öryggisbelti skylda í öllum bílum.   Bílar sem eru komnir niður fyrir 11,99 eða 120mílur, 200km í endahraða verða að vera með viðurkennd fimm punkta belti 3” (7,62cm) breið.

HJÁLMUR:
Sjá Aðalreglur 10:7.




HLÍFÐARFÖT:
Hlífðarföt úr tregbrennandi efnum skylda.   Í bílum sem fara niður í 11,99sek og/eða 120mílur (200km), verða ökumenn að klæðast jakka og buxum, eða samfesting samkvæmt staðli SFI Spec 3-2/A1.   Þegar komið er neðar en 9,99 og í 150mílur verður ökumaður að vera í hlífðarfötum, jakka og buxum eða samfesting sem stenst staðal SFI Spec 3-2A/5.

UPPHITUN:
Sjá aðalreglur 9:10.
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0

Offline ÁmK Racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 679
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #1 on: February 27, 2007, 19:39:43 »
Þetta er ekki slæmt :).Mætti þó setja limit í kannski 540 eða eitthvað svoleiðis.Mér finnst líka að það meigi ekki nota plasthluti aðra en húdd og stuðara.Kv Árni Kjartans
Camaro 92 632 cid.
  Fljótasti Door Slammer á landinu.
Camaro Z28 84 355 cid
Árni Már Kjartansson.

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Breytingatillögur afturkallaðar af höfundi.
« Reply #2 on: February 27, 2007, 20:08:33 »
mér finnst í lagi að hafa plast meðan það breyttir ekki upprunnalega looki og er ekki heillsteypt framstæða.
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857