Sælir félagar.
Ég verð nú að segja að Valur hefur mikið til síns máls.
Það að láta keppendur standa hvað eftir annað á ráslínu með tækin í botni meðan beðið er eftir ég veit ekki hverju, er náttúrulega ekki boðlegt.
Þessi 20sek regla, útskýra nánar.
Er verið að tala um að seinna tækið hafi 20sek til að stilla sér upp frá því að fyrra tækið er búið að því.
Eða að ræsa skuli 20sek eftir að bæði tæki eru uppstillt
Ef þetta er það fyrra þá erum við að talaum að þar séu báðir keppendur að "vanvirða" hina svokölluðu óskrifuðu kurteisisreglu, þar sem talað er um að fyrra tækið stilli sér ekki upp (stage) fyrr en seinna tækið er komið í fyrri uppstillingargeislann (pre stage).
Ef hinns vegar annað tækið er búið að stilla sér upp en hitt er ennþá að taka "burnout" eða eitthvað þess háttar
á ræsir að ræsa það tæki sem er uppstillt burtséð frá því hvar hitt tækið er (svo framarlega að það sé á keppnisbrutinni sjálfri og sé að bakka í rásmark eftir burnout).
Ef þessar 20sek eiga við það seinna það er að ræsir skuli láta keppendur bíða í 20sek á ráslínu, þá er það í raun bannað því að þá er búið að gera ræsi fyrirsjáanlegann, taka af honum ráðin og keppendur gætu nýtt sér það nokkuð auðveldlega.
Það ætti að vera hægt að koma í veg fyrir stóran hluta af þessum vandamálum með því að hafa "pitt prentara".
Þá minka ferðir keppenda og aðstoðarmanna þeirra í stjórnstöð og starfsmenn í stjórnstöð fá vinnufrið.
Ég er búinn að prófa hvoru tveggja og þið mynduð aldrei trúa hversu mikill munur er að hafa prentara í pitt (timeslip printer).