Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
kit car á geymslusvæði
thorstar:
Æ, greyjið! Er hann loksins fundinn!
Mig langar svolítið (mikið) að fylgjast með hvað verður af honum, ef nýja eigandanum er sama? :D
hehe... Þorsteinn Ingason heiti ég og var kennari í Iðnskólanum...
Það var víst ég sem átti mér þann draum að eiga þennan sérkennilega bíl.
Hann var framleiddur af Eagle Cars í Bretlandi, en átti sér mjög langa og skrýtna sögu!
Hann var hálf kláraður þegar enska ríkið ákvað að hóta Eagle Cars... Annaðhvort borguðu þeir skatt sem Kit Car Manufacturer (sem var minna) eða af full gerðum bílum (sem var meira). Þeir ákveðu að borga minna, og settu bílinn til prívat aðila, til að klára hann. Auðvitað fór verðið upp úr öllu við það (rauk upp úr £3000 UKP sterlingspundum í £5500) - Og svo, fyrst ég var ekki alveg búinn að ganga frá greiðslu á honum (var að vinna í Hagkaup á þessum tíma, og EKKI vel launað!) sentu þeir hann út um allt england á sýningar, en alltaf á palli. (þ.e.a.s. Hann var ekki keyrður þangað.) - Þetta var eini SVARTI bíllinn sem þeir höfðu til að sýna, og sögðu þeir að hann hafi vakið mikkla lukku. Maður varð nú svolítið SÁR þegar maður frétti af þessi, því ekki var maður spurður að því! :???:
Allavega, lán var tekið fyrir upphæðinni, en of dýrt var að taka hann heim frá UK, og var hann fluttur til Bremen, í Þýskalandi. Þar var hann fluttur heim af Eimskip. (man ekki hvaða ár, en það er hægt að finna það hjá VÍS, þeir tryggðu hann. Samt um árið 1989, ef ég man rétt. Þá vann ég í Kók (Vífilfelli) en NEITAÐI að leifa þeim að setja 4 Kók merki, 2 á hvern stuðara, sem auglýsing, gegn 60,000 kr. greiðslu á mánuði! Ég vildi ekki að hann yrði kallaður "Kók Bílinn!"
En... ég ætlaði mér að nota hann sem auglýsingu fyrir hljómsveit sem mig langaði til að stofna á íslandi.
*ahem* Svo varð ekkert úr því... aðalega vegna þess að kom fljótt í ljós, á þessum tíma, að aðal fólkið í tónlista bransanum, sem komu HEIM til mín til að taka upp, voru annaðhvort óheiðarlegir (þjófar) eða í einhverju rugli. Svona er þetta stundum. því miður.)
En hér eru nokkrar myndir af bílnum með þýska útfluttningsnúmerinu, úti á nesi:
... og hérna er Gróttuviti bakvið:
Ég gat valið mótor í bílinn... Um var að ræða 1300, 1600 eða 2000 Cortinu mótor frammí... eða aftaní VW Bjöllu eða (sama og eigandi Eagle Cars var með) Porche vél... Þá voru "eyrun" á hliðunum opnuð til að kæla mótorinn. Ég valdi 1600 vélina... EN... loftsýjann þýddi það að risa DÆLD var á húddinu, og maður sá nú þegar, fannst mér ALLT of lítið út úr honum, þannig a' ég valdi að hafa enga loftsýju, og sjá þarmeð betur út um framrúðuna! Það bjargaði mér nokkrum sinnum. Svo þurfti oft að opna hurðina upp í loft, til að sjá hvert var verið að bakka! :)
Málið var að þetta var svo "spes" bíll að hann fékk voða lítið að vera í friði!
Árni Kópsson hafði td. áhuga á því að kaupa hann, en fannst bílinn of dýr.
(Það höfðu bæst innfluttninggjöld og fluttningur til íslands við upphaflega lánið, og var maður að reyna að minnsta kosti ná inn fyrir því!)
Að lokum keipti ég gamalt bilað Harley Davidson af lögguni, og lennti í "Hjólheima" ruglinu... - Þar sem hjólið var rifið í sundur og svo bara sagt einhver fáRÁNleg tala sem átti að greiða, eða það yrði ekki skrúfað saman aftur... og svo var endalaust stolið varahlutum úr hjólinu og sett í önnur hjól sem voru þarna, td. var verið að byggja Chopper sem fékk bestu hlutina úr mínu hjóli, og ég fékk gamla draslið úr einhverjum Norskum HD mótor sem var fluttur inn, en bara gamalt drasl. :evil:
Mig vantaði allavega nógu mikkla upphæð, hratt, til að koma hjólinu saman, svo ég gæti farið með það á næstu sölu! Þá var einn sem hafði áhuga á bílnum fyrir konuna sína, og HÚN keipti bílinn, gegn því að greiða upp viðgerðina á Hallanum. (Þetta var nú meira ruglið.) - Allavega, þó ég hafi varað hann við, keipti Salvatore Torrini (pabbi hennar Emiliönu) gamla Harley hjólið mitt... og fór með það? Hvert haldið þið??? ... Í Hjólheima aftur! (WTF???)
Allavega... Þetta tilheyrir söguni núna.
Ánæjulegt að bíllinn er kominn í hendur á einhverjum sem ætlað að líta vel eftir honum.
Maður hefur lúmska von um að sjá bílinn á götuni einhvertíman???
Númerið á honum var "R 24824".
Kveðja,
Þorsteinn Ingason
Ef þú sérð hjólið mitt (THE ONE) á Ingólfstorgi er ég aldrei langt frá. Ekki hika við að segja HÆ!
ADLER:
--- Quote from: thorstar on July 04, 2009, 11:20:19 ---Æ, greyjið! Er hann loksins fundinn!
Mig langar svolítið (mikið) að fylgjast með hvað verður af honum, ef nýja eigandanum er sama? :D
hehe... Þorsteinn Ingason heiti ég og var kennari í Iðnskólanum...
Það var víst ég sem átti mér þann draum að eiga þennan sérkennilega bíl.
Hann var framleiddur af Eagle Cars í Bretlandi, en átti sér mjög langa og skrýtna sögu!
Hann var hálf kláraður þegar enska ríkið ákvað að hóta Eagle Cars... Annaðhvort borguðu þeir skatt sem Kit Car Manufacturer (sem var minna) eða af full gerðum bílum (sem var meira). Þeir ákveðu að borga minna, og settu bílinn til prívat aðila, til að klára hann. Auðvitað fór verðið upp úr öllu við það (rauk upp úr £3000 UKP sterlingspundum í £5500) - Og svo, fyrst ég var ekki alveg búinn að ganga frá greiðslu á honum (var að vinna í Hagkaup á þessum tíma, og EKKI vel launað!) sentu þeir hann út um allt england á sýningar, en alltaf á palli. (þ.e.a.s. Hann var ekki keyrður þangað.) - Þetta var eini SVARTI bíllinn sem þeir höfðu til að sýna, og sögðu þeir að hann hafi vakið mikkla lukku. Maður varð nú svolítið SÁR þegar maður frétti af þessi, því ekki var maður spurður að því! :???:
Allavega, lán var tekið fyrir upphæðinni, en of dýrt var að taka hann heim frá UK, og var hann fluttur til Bremen, í Þýskalandi. Þar var hann fluttur heim af Eimskip. (man ekki hvaða ár, en það er hægt að finna það hjá VÍS, þeir tryggðu hann. Samt um árið 1989, ef ég man rétt. Þá vann ég í Kók (Vífilfelli) en NEITAÐI að leifa þeim að setja 4 Kók merki, 2 á hvern stuðara, sem auglýsing, gegn 60,000 kr. greiðslu á mánuði! Ég vildi ekki að hann yrði kallaður "Kók Bílinn!"
En... ég ætlaði mér að nota hann sem auglýsingu fyrir hljómsveit sem mig langaði til að stofna á íslandi.
*ahem* Svo varð ekkert úr því... aðalega vegna þess að kom fljótt í ljós, á þessum tíma, að aðal fólkið í tónlista bransanum, sem komu HEIM til mín til að taka upp, voru annaðhvort óheiðarlegir (þjófar) eða í einhverju rugli. Svona er þetta stundum. því miður.)
En hér eru nokkrar myndir af bílnum með þýska útfluttningsnúmerinu, úti á nesi:
... og hérna er Gróttuviti bakvið:
Ég gat valið mótor í bílinn... Um var að ræða 1300, 1600 eða 2000 Cortinu mótor frammí... eða aftaní VW Bjöllu eða (sama og eigandi Eagle Cars var með) Porche vél... Þá voru "eyrun" á hliðunum opnuð til að kæla mótorinn. Ég valdi 1600 vélina... EN... loftsýjann þýddi það að risa DÆLD var á húddinu, og maður sá nú þegar, fannst mér ALLT of lítið út úr honum, þannig a' ég valdi að hafa enga loftsýju, og sjá þarmeð betur út um framrúðuna! Það bjargaði mér nokkrum sinnum. Svo þurfti oft að opna hurðina upp í loft, til að sjá hvert var verið að bakka! :)
Málið var að þetta var svo "spes" bíll að hann fékk voða lítið að vera í friði!
Árni Kópsson hafði td. áhuga á því að kaupa hann, en fannst bílinn of dýr.
(Það höfðu bæst innfluttninggjöld og fluttningur til íslands við upphaflega lánið, og var maður að reyna að minnsta kosti ná inn fyrir því!)
Að lokum keipti ég gamalt bilað Harley Davidson af lögguni, og lennti í "Hjólheima" ruglinu... - Þar sem hjólið var rifið í sundur og svo bara sagt einhver fáRÁNleg tala sem átti að greiða, eða það yrði ekki skrúfað saman aftur... og svo var endalaust stolið varahlutum úr hjólinu og sett í önnur hjól sem voru þarna, td. var verið að byggja Chopper sem fékk bestu hlutina úr mínu hjóli, og ég fékk gamla draslið úr einhverjum Norskum HD mótor sem var fluttur inn, en bara gamalt drasl. :evil:
Mig vantaði allavega nógu mikkla upphæð, hratt, til að koma hjólinu saman, svo ég gæti farið með það á næstu sölu! Þá var einn sem hafði áhuga á bílnum fyrir konuna sína, og HÚN keipti bílinn, gegn því að greiða upp viðgerðina á Hallanum. (Þetta var nú meira ruglið.) - Allavega, þó ég hafi varað hann við, keipti Salvatore Torrini (pabbi hennar Emiliönu) gamla Harley hjólið mitt... og fór með það? Hvert haldið þið??? ... Í Hjólheima aftur! (WTF???)
Allavega... Þetta tilheyrir söguni núna.
Ánæjulegt að bíllinn er kominn í hendur á einhverjum sem ætlað að líta vel eftir honum.
Maður hefur lúmska von um að sjá bílinn á götuni einhvertíman???
Númerið á honum var "R 24824".
Kveðja,
Þorsteinn Ingason
Ef þú sérð hjólið mitt (THE ONE) á Ingólfstorgi er ég aldrei langt frá. Ekki hika við að segja HÆ!
--- End quote ---
Ég er búin að eiga bílinn í mörg ár en því miður þá er hann ekki í góðu ástandi og var hann orðinn mjög dapur er ég eignaðist hann það þarf að endursmíða hann frá grunni ef hann á að verða góður.
Skemmtilegar upplýsingar sem koma þarna fram varðandi sögu bílsins,áttu ennþá þýsku útflutnings númerin ?
Ég hjólaði nú nokkrum sinnum með þér Þorsteinn fyrir nokkrum árum síðan ég var þá á 1100 shadow en þú áttir þannig hjól sjálfur ef ég man rétt.
iceknight:
Aha! Gaman að heyra frá þér á nýjan leik, þá... og ánægjuleg tenging!
Ég átti Shadowinn í 6 ár, þú manst örugglega eftir honum og mér svona:
Mynd tekin af Pólska sjónvarpinu, þegar þeir komu til að taka viðtal við nokkra íslendinga. - Þegar þeir sendu mér myndina með eMaili, sögðu þeir að þeir hefðu ekki getað notað mikið úr viðtalinu við mig... vegna umræðuefnisins! Hey! Þeir spurðu, og ég svaraði bara hreyskilnislega!
Þeir spyrðu: "Þegar þú heyrir um Póland, hvað dettur þér í hug?"
Ég svaraði: "Auglýsingar frá Pólsku kvennfólki sem er að reyna að finna karla í öðrum löndum!"
haha... Það gaf of mikið í skyn að fólk vildi fara FRÁ Pólandi til að nota í þáttinn!
En Shadowinn fór 1998, eða þegar Dossi, Bláfállavörður, lagði 1500 Intrudernum við hliðina á Shadownum við Ingólfstorg, og féll risa skuggi á Shadowinn! haha - Þá fékk ég mér 1500 Intruderinn, sem var þá bara nýkominn á markaðinn þá, en ég á enn í dag... og ég hef ekki saknað neins hjóls eftir Intruderinn! - Þó ég hafi átt nokkur auka hjól í millitíðinni.
-
En sorglegt að heyra um ástand gamla Eagle-sins... Það er nú svolítið fyndið að BÆÐI Tollstjórinn OG VÍS héldu að þetta væri "American Eagle", sem er risa station bíll, og ætluðu sko aldeilis að ræna mann!!! En svo þegar þeir sáu mynd af bílnum, ég mætti (eins og lagið segir) "með mynd - af bílnum - í vasanum!" - þá var þetta allt annað mál.
Eitt enn, sem er kannski mikilvægt: Enska grind-suðan var ekki betri en það, að þegar ég tók (ekkert svakalega) beiju inn á Esso á Ægissíðuni (nú N1), brotnaði grindin í sundur, og aftari helmingur bílsins lagðist svo gott sem á afturdekkin! Ég SKREIÐ á bílnum til Kopavogs, í iðnaðarhverfið, og þeir suðu hana saman "á íslenska vísu"... og fannst þeim gaman að gera BETRA en bretarnir! haha...
Það er að vísu svo margt meira um þennan bíl sem maður man... eins og til dæmis hvað var erfitt að sjá út úm fram rúðuna, og afi vinkonu minnar var næst um því búinn að fá hjartaáfall -þrisvar sinnum- þegar ég var að reyna að fara niður af hringbraut, áður en maður kemur að Eliðánum! Var rosa erfitt að sjá hvar afleggjarinn var, og ég snerti kantinn 3svar! - Ein lausn sem rædd var að fá stærri dekk að aftan, en varð alædrei úr því frekar en að ég skutlaði afa hennar heim aftur! (Ég vissi ekki að hann væri á hjartalifjum, og átti að forðast öll SJOKK! - Ég reyndi að snúa þessu í grín fyrst við komumsta alla leið heim til hennar, og sagði... "en -what a way to go-, í flottum sport bíl, ha?" - Þau bara horfðu á mig.
Ég vissi þá að dagar sambands míns og stelpunar voru teljanlegir.
Það væra gaman að kíkja á hann einhvertímann, ef nýji eigandinn leifir. *hint*hint*
Kveðja,
Þorsteinn
ps. eitt sinn voru þýsku númerinn úti í skúr, en það var 1989... Efast um að þau séu þarna ennþá. Því miður. :???:
Lexi Þ.:
þetta ætti ekki að flokkast undir bíl :lol:
þetta er viðbjóðslegt :shock:
Gabbi:
djö er þetta ljott :-& ekki moðgast
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version