Author Topic: Side exit pústkerfi  (Read 1827 times)

Offline Helgi

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 35
    • View Profile
Side exit pústkerfi
« on: February 15, 2007, 22:57:54 »
Í reglugerð um gerð og búnað ökutækis segir eftirfarandi varðandi pústkerfi í málsgrein 18.00 (4):

Útblásturskerfi skal þannig gert og fyrir komið að:

a. Útblástursgas geti ekki komist inn í fólksrými.
b. Brennanlegum efnum stafi ekki íkveikihætta af útblásturskerfinu. Efni sem ekki eru hitaþolin skulu vera a.m.k. í 50 mm fjarlægð frá útblásturskerfi.
c. Endi útblásturslagnar stefni ekki til hægri.

Það sem ég er að velta fyrir mér er liður c.  Eru menn eitthvað að lenda í vandræðum í aðalskoðun með það að vera með “side exit” púst (fyrir framan eða aftan afturhjól) hægra megin út af þessari reglugerð?  Er kannski nóg að láta blá endann vísa örlítið aftur í stað þess að vera 90° út frá bílnum?  Ég hef amk. séð amk séð bíla með side exit á pústi hægra megin fá skoðun en menn eru kannski mis heppnir með skoðunarmenn?

Er að spá í þessu út af tvöfuldu pústkerfi sem ég er að velta fyrir mér að flytja inn.  Já og ég veit ég get tala við BJB eða álíka þannig að það er óþarft að ómaka sig við að benda mér á það!
Helgi R. Theódórsson

Offline moparforever

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Side exit pústkerfi
« Reply #1 on: February 15, 2007, 23:16:18 »
pælinginn með hægri reglunni er að þegar pústið vísar beint til "hægri" þá þyrlar það upp ryki á gangstéttina án gríns voru þetta svörin sem fengust hjá frumherja á akureyri um árið þegar var verið að reyna að skrá diesel ram með rörinu beint út frá hliðinni, þá var nóg að breyta stefnunni á rörinu þannig að það andaði ekki á gangandi vegfarendur, en aðalvandamálið er að það sem einum þykir frábært er afleitt hjá næsta skoðunarmanni, ég mæli með að þú spyrjir þá sem koma til með að skoða gripinn þá er ekki hægt að saka þig um að vera ekki með þetta í hina eða þessa áttina
Gunnþór Ingólfsson S:824-4484

Dodge Coronet 500 1967 383 SELDUR
Dodge Dart Swinger 1970 slant-six Dáinn
Harley V-ROD 2003
it´s MOPAR or no car so it´s no car