Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
1970 Chevelle SS-396.
Ágúst Magni:
Gott kvöld, flott mynd Þröstur og gaman að sjá hana. Það rifjar upp margar góðar minningar frá þessum tíma. Þetta voru frekar skemmtilegar keppnir þarna út á flugvelli, en meira um það seinna. Ég er að rifja upp þennan tíma að ætla að setja saman smá frásögn um þann tíma sem ég og Chevellan áttum samleið, húm kemur fljótlega. Ég vill þakka Guðmundi Kjartansyni sérstaklega fyrir að upplýsa okkur um tilurð þessa frábæra bíls hér á landi.
Ágúst Magni
íbbiM:
ég á gamalt eintak af bílablaðinu ökuþór þar sem það er lýsing á þessari kepni og mynd af chevelluni, þar talar eflaust leó sjálfur um að hún hafi sýnt algjöra yfirburði á beinu köflunum en tekið sér sinn tíoma í gegnum beygjurnar
hilmar:
Jæja, þetta er skemmtileg saga, frábær Chevella og gaman að hún hefur varðveist. Hinsvegar hefur þetta aldrei flengt nokkurn skapaðan hlut sem skiptir máli í Rallý special eins og þið sjáið hér að neðan. Hins vegar var alveg hrikalega gaman að sjá þennan hval í brautinni enda var þetta smíðað til að fara beint áfram 402 metra í einu en ekki beygja!
Staðreyndir um þessa keppni sem bíllinn tók þátt í:
Reykjavíkurflugvöllur 25. apríl 1981
Úrslit og tími:
1. sæti Ford Escort, 6.19,75
2. sæti Datsun 1600, 6.23,44
3. sæti Chevelle 327, 6.29,81
4. sæti Toyota Celica, 6.39,00
5. sæti Ford Cortina 2000, 6.49,48
6. sæti Ford Cortina 1600, 7.10,42
7. sæti Saab 96, 7.43,04
8. sæti Ford Escort 1300, 8.54,51
Í umfjöllun um þessa keppni á sínum tíma var sagt að 327 væri í húddinu og á myndum sést að skráningarnúmerið var G-13106.
Einhver virðist hafa photoshoppað annað númer á myndinni hér að framan.
Góðar stundir...
Harry þór:
Hæ Öll. Hélt við værum laus við þessa LÍA strumpa .
kv Harry
hilmar:
Hæ þú Harrý, ertu ekki hættur að éta sand? Ég bið þig afsökunar ef ég hef stigið í sandkassann þinn. Hef reyndar aldrei komið nálægt LÍA ef þér líður betur með það, þetta eru bara úrslitin í keppni síðan 1981!
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version