Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

1970 Chevelle SS-396.

(1/9) > >>

C-code:
Hér er byrjunin á næstu kvöldsögu. Þetta er glæsilegasti fulltrúi GM - Chevrolet Division sem eftir er í heilu lagi á landinu og tekur aftursætið aðeins fyrir Corvettu JAK, sem ég hef áður minnst á. Myndirnar tók Sverrir Vilhelmsson fyrir utan Hólatorg 4, sennilega í september 1977, skömmu áður en ég seldi gripinn. Sverrir færði mér myndirnar einhverntíma um 1980 og hef ég geymt þær ásamt ýmsum frumgögnum um Kvartmíluklúbbinn frá stjórnarsetu minni þar í sn. skólastjóratösku sem ég mætti gjarnan með á fundi. Þar er eiginlega allt eins og ég gekk frá því 1981 ..... Segi ykkur betur frá bílnum og með fleiri myndum, m.a frá New Jersey Turnpike og Interstate 95 á leið til Washington DC og Norfolk.






Takið eftir hjólabúnaðinum: Mid-70s street race look. Það var svona: Helst original felgur að framan og rétt dekkjastærð. Að aftan áttu að vera öðruvísi felgur, sem litu út fyrir að vera breikkaðar og krómaðar fólksbílafelgur, með eins stórum dekkjum og hægt var að koma undir. Þarna var ég búinn að slíta út M/T Indy Profile S/S dekkjunum, sem voru miklu stærri og breiðari.

edsel:
er bíllinn til enþá :?:

Halldór Ragnarsson:
http://www.kvartmila.is/spjall/viewtopic.php?t=9290&highlight=chevelle

íbbiM:
frábær lesning :!:

Páll Sigurjónsson:
GK
Næst er að hringja í Jón Ársæll og þú ferð í næsta þátt hjá honum .Ég ætla nú að biðja Stjórnendur þessa vefborðs að savea þessa lesningu svo að klúbburinn eigi þetta til svona heimildir eru ómetanlegar og ennþá frekar þegar myndir eru komnar með . Ég veit ekki hvort ég sé sá eini sem er svona en þetta er bara snild .


Palli
Just reading

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version