Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Rambler 64
Jói ÖK:
--- Quote from: "65tempest" ---Sælir piltar..
Þessi Rambler American '64 var keyptur úr sölunefndinni af Ómari Sveinbjörnssyni (gamall félagi úr Kópavoginum sem vann í Kistufelli), bíllinn var orginal með 6cyl flathead mótor og þriggja gíra beinskiptur.
Ómar setur 327 V8 Chevy, fjagra gíra T10 gírkassa og 12 bolta hásingu. Mótorinn var byggður í upphafi fyrir turbo (rennt af TRW stimplum og hedd af Blazer sett á... þetta er árið 75-76).
Bíllinn er keyrður turbolaus í töluverðan tíma og þá var hann rauður.. Síðan var sett í hann turbo (ein TO4.. blásið undir blöndung), brettaflerar og bíllinn málaður hvítur + Mopar húdd skóp.
Bíllinn var notaður í töluverðan tíma með turbo og virkaði vel, tók á eins og góð N/A big block en eldsneytið á þessum tíma var mjög lélegt..
Ómar var á vertíð í Grindavík og í einni ferðinni fór stimpill. Við þetta missti Ómar áhugann á bílnum og selur mér bílinn.
Ég setti 307 Chevy, 350 skiptingu og 9" Ford hásingu í bílinn. Svo kaupir Árni Kristinnsson og Árni selur bróður sínum bílinn (Magnús Kristinnsson).. Svo fór bíllinn eitthvað austur í sveitir á flakk og eitthvað????
Þess má geta til gamans að Ómar Sveinbjörnsson starfar nú sem sálfræðingur í Ástralíu :o :o :o
Allar þessar 427 sögur og Twin Turbo eru samt góðar :lol: :lol:
Kveðja
Rúdólf
--- End quote ---
Ein leiðrétting... systir mín var að koma frá ástralíu núna um daginn og Ómar er ekki sálfræðingur :lol: hann vinnur á vörubílaverkstæði í Ástralíu
65tempest:
Jæja Jói ÖK hann var eitthvað að basla þessu tengt.
En þú mátt nú vera ánægður að vera ekki sá eini sem bullar á þessu spjalli.
Kveðja
Rúdólf
Kiddicamaro:
--- Quote from: "65tempest" ---Jæja Jói ÖK hann var eitthvað að basla þessu tengt.
En þú mátt nú vera ánægður að vera ekki sá eini sem bullar á þessu spjalli.
Kveðja
Rúdólf
--- End quote ---
:lol: :lol:
Jói ÖK:
--- Quote from: "65tempest" ---Jæja Jói ÖK hann var eitthvað að basla þessu tengt.
En þú mátt nú vera ánægður að vera ekki sá eini sem bullar á þessu spjalli.
Kveðja
Rúdólf
--- End quote ---
HEheh já það er gott :lol:
JONNI:
Jæja car craft var að svífa inn um lúguna, þar er þessi líka fíni rambler á bls 94, en reyndar er vel-ræktaður amc hreyfil undir húddinu, hann hefur verið að fara 9,9 sec.............kíkið á þetta
Kveðja, Jonni.
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version