Jonni, það er rétt hjá pabba þínum að ég eignaðist þennan bíl sem hann átti á árunum áður er hann fékk rauðu 383 Cuduna sem talsvert er búið að skrifa um hér.
Þessi GT-390 bíl sem hann átti var skráður G-916 og var með rétta GT-390 S-code 335 hestafla vél, nákvæmlega eins og þá sem var í GT-390 bílnum sem Steve McQueen ók í Bullitt myndinni.
Bíll Jónasar var ísblár að lit með svarta innréttingu með rauð insert í sætum, klukku og snúningshraðamæli. Hann var EKKI Mach -1, heldur GT-390 sem er miklu sjaldgæfari bíll en Mach - 1.
Þessi er einn af þremur GT-390 bílum sem hingað komu og ég VEIT um, en ég sá hinsvegar S-code 390 bíl á plani í bænum c.a. 1984, rauðan að lit, en ég veit ekkert frekar um hann annars.
Barði Ágústsson flutti inn fyrsta GT-390 bílinn af 1969 árgerðinni en áður var kominn hingað dökkblár 1968 bíll sem enn er til á Akureyri. Bíll Barða var eyðilagður í atviki sem þú þekkir og fer ég ekki frekar orðum um það hér.
Bíllinn sem pabbi þinn átti fór fljótlega upp á Skaga og ég held að hann hafi verið þar þangað til hann var klessukeyrður vorið 1983. Ég keypti hann mjög mikið skemmdan af sn Challenger bræðrum og var hann talinn óhæfur til uppgerðar.
Ég var á þessum tíma búinn að kaupa Shelby Gt-500 bílinn frá Akureyri og fékk með honum heilan farm af varahlutum. Þar var m.a. vél ósamsett og illa farin. Það var 428 Cobra Jet vélin úr 1969 Cobra Jet MAch 1 bílnum sem Jón heitinn Baldursson flutti til landsins c.a. 1970-71.
Barði Ágústsson gaf mér skel af ´69 Mach 1 bíl sem hann hafði rifið nokkru áður og stóð til að færa allt dótið úr G-916 yfir og gera ground-up resto á bílnum. Þegar ég fór að skoða VIN númerin á bílnum ákvað ég að reyna frekar að bjarga honum og nota til þess hluti úr skelinni sem Barði gaf mér.
Til verksins fékk ég afburða færan bílasmið, Gunnar Stefánsson. Hann rétti allt sem þurfti að rétta, setti saman og gekk frá bílnum þannig að hann var klár til frekari vinnslu. Þessi vinna tók marga mánuði og kostaði heilt bílverð eins og þú getur ímyndað þér.
Áður hafði ég selt 390 vélina úr bílnum og sett C6 kassann í Shelbyinn svo hann var að nálgast rétt horf líka. 428CJ vélin átti að fara í GT bílinn en eins og stundum vill verða í þessu ... þá tæmdist veskið og ég seldi það sem ég gat af dótinu.
GT bílnum var bjargað og Shelbyinn hélt afram að kosta milljónir á milljónir ofan en ég sé eiginlega meira eftir GT bílnum vegna þess að hann hafði aldrei þurft að þola það ofboðslega abuse sem flestir þessir bílar höfðu gert. GT er til, suður í Keflavík og er ekki til sölu. Vélin er til einhversstaðar en skiptingin er í Shelbyinum á bílasafni í Tokyo. Við náum líklega ekki í hana í vor amk.