Author Topic: GT - 390 .... fyrir Jonna,  (Read 3478 times)

Offline C-code

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 145
    • View Profile
GT - 390 .... fyrir Jonna,
« on: January 26, 2007, 23:07:03 »
Jonni, það er rétt hjá pabba þínum að ég eignaðist þennan bíl sem hann átti á árunum áður er hann fékk rauðu 383 Cuduna sem talsvert er búið að skrifa um hér.

Þessi GT-390 bíl sem hann átti var skráður G-916 og var með rétta GT-390 S-code 335 hestafla vél, nákvæmlega eins og þá sem var í GT-390 bílnum sem Steve McQueen ók í Bullitt myndinni.

Bíll Jónasar var ísblár að lit með svarta innréttingu með rauð insert í sætum, klukku og snúningshraðamæli. Hann var EKKI Mach -1, heldur GT-390 sem er miklu sjaldgæfari bíll en Mach - 1.

Þessi er einn af þremur GT-390 bílum sem hingað komu og ég VEIT um, en ég sá hinsvegar S-code 390 bíl á plani í bænum c.a. 1984, rauðan að lit, en ég veit ekkert frekar um hann annars.

Barði Ágústsson flutti inn fyrsta GT-390 bílinn af 1969 árgerðinni en áður var kominn hingað dökkblár 1968 bíll sem enn er til á Akureyri. Bíll Barða var eyðilagður í atviki sem þú þekkir og fer ég ekki frekar orðum um það hér.

Bíllinn sem pabbi þinn átti fór fljótlega upp á Skaga og ég held að hann hafi verið þar þangað til hann var klessukeyrður vorið 1983. Ég keypti hann mjög mikið skemmdan af sn Challenger bræðrum og var hann talinn óhæfur til uppgerðar.

Ég var á þessum tíma búinn að kaupa Shelby Gt-500 bílinn frá Akureyri og fékk með honum heilan farm af varahlutum. Þar var m.a. vél ósamsett og illa farin. Það var 428 Cobra Jet vélin úr 1969 Cobra Jet MAch 1 bílnum sem Jón heitinn Baldursson flutti til landsins c.a. 1970-71.

Barði Ágústsson gaf mér skel af ´69 Mach 1 bíl sem hann hafði rifið nokkru áður og stóð til að færa allt dótið úr G-916 yfir og gera ground-up resto á bílnum. Þegar ég fór að skoða VIN númerin á bílnum ákvað ég að reyna frekar að bjarga honum og nota til þess hluti úr skelinni sem Barði gaf mér.

Til verksins fékk ég afburða færan bílasmið, Gunnar Stefánsson. Hann rétti allt sem þurfti að rétta, setti saman og gekk frá bílnum þannig að hann var klár til frekari vinnslu. Þessi vinna tók marga mánuði og kostaði heilt bílverð eins og þú getur ímyndað þér.

Áður hafði ég selt 390 vélina úr bílnum og sett C6 kassann í Shelbyinn svo hann var að nálgast rétt horf líka. 428CJ vélin átti að fara í GT bílinn en eins og stundum vill verða í þessu ... þá tæmdist veskið og ég seldi það sem ég gat af dótinu.

GT bílnum var bjargað og Shelbyinn hélt afram að kosta milljónir á milljónir ofan en ég sé eiginlega meira eftir GT bílnum vegna þess að hann hafði aldrei þurft að þola það ofboðslega abuse sem flestir þessir bílar höfðu gert.  GT er til, suður í Keflavík og er ekki til sölu. Vélin er til einhversstaðar en skiptingin er í Shelbyinum á bílasafni í Tokyo. Við náum líklega ekki í hana í vor amk. :)

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
GT - 390 .... fyrir Jonna,
« Reply #1 on: January 27, 2007, 00:30:48 »
Sæll Gummi

Bíllinn sem er hér á Akureyri er 67!! Ekki 68
Og mótorinn sem þú fékst með shelbynum er úr Cobra Jet-inu, en hann er ekki Mach 1, hann er bara fastback, með ódýrustu innréttingunni, skálabremsum hringinn, manual stýri, ólæstu drifi, eina sem var X-að við á þessum bíl var Fastback og R code (sem sagt 428CJ Ram air)

En annars sendi ég þér bara Ford Kveðjur að norðan.

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
GT - 390 .... fyrir Jonna,
« Reply #2 on: January 27, 2007, 04:00:08 »
Hann er með side markers, en ekki 68, þetta eru einhverir daelers markerar, ekki original. en hann ER 67!!!!!!

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
GT - 390 .... fyrir Jonna,
« Reply #3 on: January 27, 2007, 04:32:17 »
7F01s

Offline JONNI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 612
    • View Profile
    • http://www.jonassonmotorsports.com
Re: GT - 390 .... fyrir Jonna,
« Reply #4 on: January 27, 2007, 16:50:34 »
Quote from: "Guðmundur Kjartansso"
Jonni, það er rétt hjá pabba þínum að ég eignaðist þennan bíl sem hann átti á árunum áður er hann fékk rauðu 383 Cuduna sem talsvert er búið að skrifa um hér.

Þessi GT-390 bíl sem hann átti var skráður G-916 og var með rétta GT-390 S-code 335 hestafla vél, nákvæmlega eins og þá sem var í GT-390 bílnum sem Steve McQueen ók í Bullitt myndinni.

Bíll Jónasar var ísblár að lit með svarta innréttingu með rauð insert í sætum, klukku og snúningshraðamæli. Hann var EKKI Mach -1, heldur GT-390 sem er miklu sjaldgæfari bíll en Mach - 1.

Þessi er einn af þremur GT-390 bílum sem hingað komu og ég VEIT um, en ég sá hinsvegar S-code 390 bíl á plani í bænum c.a. 1984, rauðan að lit, en ég veit ekkert frekar um hann annars.

Barði Ágústsson flutti inn fyrsta GT-390 bílinn af 1969 árgerðinni en áður var kominn hingað dökkblár 1968 bíll sem enn er til á Akureyri. Bíll Barða var eyðilagður í atviki sem þú þekkir og fer ég ekki frekar orðum um það hér.

Bíllinn sem pabbi þinn átti fór fljótlega upp á Skaga og ég held að hann hafi verið þar þangað til hann var klessukeyrður vorið 1983. Ég keypti hann mjög mikið skemmdan af sn Challenger bræðrum og var hann talinn óhæfur til uppgerðar.

Ég var á þessum tíma búinn að kaupa Shelby Gt-500 bílinn frá Akureyri og fékk með honum heilan farm af varahlutum. Þar var m.a. vél ósamsett og illa farin. Það var 428 Cobra Jet vélin úr 1969 Cobra Jet MAch 1 bílnum sem Jón heitinn Baldursson flutti til landsins c.a. 1970-71.

Barði Ágústsson gaf mér skel af ´69 Mach 1 bíl sem hann hafði rifið nokkru áður og stóð til að færa allt dótið úr G-916 yfir og gera ground-up resto á bílnum. Þegar ég fór að skoða VIN númerin á bílnum ákvað ég að reyna frekar að bjarga honum og nota til þess hluti úr skelinni sem Barði gaf mér.

Til verksins fékk ég afburða færan bílasmið, Gunnar Stefánsson. Hann rétti allt sem þurfti að rétta, setti saman og gekk frá bílnum þannig að hann var klár til frekari vinnslu. Þessi vinna tók marga mánuði og kostaði heilt bílverð eins og þú getur ímyndað þér.

Áður hafði ég selt 390 vélina úr bílnum og sett C6 kassann í Shelbyinn svo hann var að nálgast rétt horf líka. 428CJ vélin átti að fara í GT bílinn en eins og stundum vill verða í þessu ... þá tæmdist veskið og ég seldi það sem ég gat af dótinu.

GT bílnum var bjargað og Shelbyinn hélt afram að kosta milljónir á milljónir ofan en ég sé eiginlega meira eftir GT bílnum vegna þess að hann hafði aldrei þurft að þola það ofboðslega abuse sem flestir þessir bílar höfðu gert.  GT er til, suður í Keflavík og er ekki til sölu. Vélin er til einhversstaðar en skiptingin er í Shelbyinum á bílasafni í Tokyo. Við náum líklega ekki í hana í vor amk. :)


Já pabbi átti hann á eftir 70 Cudunni, og hann minnist stundum á hann, á þessum tíma þá fóru þeir í vélina á honum, en í þá daga voru menn sennilega ekki mikið að spá í drifhlutföllum, og hann var með hátt hlutfall, sirka 2,90 held ég, fór 100 mílur í öðrum gír, heyrði skemmtilega sögu, að þeir stilltu upp á ljósum við Triumph Spitfire, og jú fór Mustanginn, létt með hann, en Triumph náunginn var ekki alveg að gefa sig, og segir, eigum við ekki að taka upp aftur á ''ferðinni'' jú jú ekkert mál, það var gert og sagði gamli að þá hefðu þeir fyrst týnt honum.

Gaman væri að finna mynd af honum þegar hann var blár.

Kveðja, Jonni.
1972 Stingray Corvette 434 TKO 600
1972 Vega GT LS1 T56
1993 Trans Am 383 T56
1970 Trans Am RA3

Offline Anton Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.972
    • View Profile
GT - 390 .... fyrir Jonna,
« Reply #5 on: January 27, 2007, 18:04:27 »
Sæll Gummi.

Það var nú Carlsberg í gær og endaði í þessum líka eðal landa í kók, en nóg af því.

9F02R 118953
Vola

Offline R 69

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
GT - 390 .... fyrir Jonna,
« Reply #6 on: January 28, 2007, 09:42:40 »
Það er ekki rétt.

05 verður ekki boddy code fyrr en á 70 árgerðinni.

02 var code fyrir ALLA fsbk fram að þeim tíma hvort sem þeir voru Mach1, standard 8cyl eða 6cyl.

9T02L  er minn bíll  (6cyl)
9F02M  er "tunnan" hans Antons (Mach1)
og 428 bílarnir voru 9F02R og 9T02Q.

Þú sérð engann mun á Mach1 eða öðrum fsbk í boddy code fyrr en 1970.
Helgi Guðlaugsson

Offline JONNI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 612
    • View Profile
    • http://www.jonassonmotorsports.com
GT - 390 .... fyrir Jonna,
« Reply #7 on: January 29, 2007, 14:33:23 »
Jæja hérna kemur meira info á 69 390 bílinn.

Pabbi setti G 916 númerið á hann, en þetta var víst alltaf slagur um að finna númer með sem fæstum stöfum og þetta númer fékk hann hjá Afa og Ömmu, en númerið hafði verið á 340 GTS sem Afi flutti inn frá Belgíu.

Pabbi keypti bílinn af manni sem Heitir Ágúst og átti heima í hafnarfirðinum.

Bíllinn, var með Mach 1 hliðarrönd, og Mach 1 merki í mælaborðinu, svartur að innan, ljós blár að utan, og hafði verið málaður efri hliti af afturenda svartur og hluti af toppnum, frekar asnalegt, eftir því sem sá gamli segir.

Það var ekki snúningsmælir í honum, og ólæstur.

Engir spoilerar, nema að Pabbi setti framspiler á hann.

Diskabremsur að framan.

Functional ram air, en Pabbi vill meina að það hafi ekki verið original.

Hann saug víst ventil á einhverju ferðalaginu, og þá var vélin boruð, nýjir stimplar, heitari ás, og flækjur, einnig var veifarásinn renndur, og hafði einhver sveitamaðurinn sett pappírs þynnur undir legurnar??

Pabbi var búinn að kaupa gullitaðar, mach 1 strípur og stóð til að mála hann flösku grænann, en ekkert varð af því, og skipti hann síðan á 71 SS Camaro 402 4 Speed, en það er önnur saga.


Kveðja,

Jonni
1972 Stingray Corvette 434 TKO 600
1972 Vega GT LS1 T56
1993 Trans Am 383 T56
1970 Trans Am RA3