Author Topic: Vetrarleikdagur  (Read 6352 times)

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« on: January 10, 2007, 20:21:38 »
Leikdagur verður haldinn Laugardaginn 13. Janúar.

Menn þurfa ekki að eiga eitthverjar ofurgræjur til að skemmta sér. Skiptir engur máli hvort drifið er að framan eða aftan eða allan hringinn, en samt engir jeppar. Góð vetradekk eru nauðsynleg en engir naglar leyfðir.
Allir velkomnir.


Brautin verður opin frá 10 og fram eftir degi. Fer eftir aðsókn og síðan birtu.

Þar mun fólk geta leikið sér og lært inn á bílana sína.

Áhorfendur eru beðnir um að leggja við sjoppuna.

Bílar þurfa að vera með skoðun og með tryggingarviðauka.
Og standast skoðun á staðnum ef þurfa þykir.

Ökumenn þurfa að framvísa gildu ökuskírteini.

Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm. Vinsamlegast komið með eigin hjálm, það flýtir fyrir.

Það verður enginn tímatökubúnaður í gangi enda er þetta bara leikur.

Ef ökumaður veldur tjóni á brautinni eða umhverfi hennar er ökumaður ábyrgur fyrir því og verður að laga það.

Gjald fyrir að aka er 2000 krónur.

Þeir sem ætla að taka þátt verða að koma með tryggingarviðauka og undirritaða þáttökuyfirlýsingu, og 2000 krónur í seðlum.

Engin undanþága verður frá þessum reglum.

Ég endurtek.

Engin undanþága verður frá þessum reglum.

Mér þykir leitt að senda menn heim án þess að fá að aka en lögin eru bara svona og ég fer eftir þeim.



Ef menn lenda í vandræðum við að rata þá hringið í mig í síma 897 1020.


Þáttökuyfirlýsing

Þátttökuyfirlýsing vegna æfingar í brautarakstri
sem fram fer þ. 13 / 01 / 2007


Undirritaður ökumaður lýsir því hér með yfir að hafa lesið reglur þær sem gilda um æfinguna og samþykkir að fara eftir þeim í einu og öllu.
Undirritaður gerir sér grein fyrir þeim hættum sem fylgja akstri á brautini og tekur alfarið þátt í henni á eigin ábyrgð.
Undirritaður staðfestir með undirritun sinni að gera engar kröfur á hendur umsjónamanni brautarinnar, landeiganda né heldur þeim er stjórna leikdeginum vegna mögulegs tjóns sem hann kann að verða fyrir í keppninni - hvort heldur um er að ræða eigna- eða líkamstjón.


______________________________________
Nafn ökumanns

___________________
Kennitala

_____________
Bílnúmer

____________ ____________________
GSM númer og e-mail


(vegna ökumanna sem er yngri en 18 ára)
Undirritaður forráðamaður ökumanns samþykkir ofangreinda skilmála og gefur samþykki fyrir þátttöku viðkomandi.


_____________________________________
Nafn forráðamanns

_____________________
Kennitala



Halldór Jóhannsson

Offline burgundy

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 318
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #1 on: January 10, 2007, 21:16:07 »
NICE!  8)
Þorvarður Ólafsson

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Vetrarleikdagur
« Reply #2 on: January 11, 2007, 18:16:34 »
á maður bara að mæta á einhverja braut?  Reykjanesbraut kannski?   :D
Atli Már Jóhannsson

Offline burgundy

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 318
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #3 on: January 11, 2007, 18:18:25 »
nei þessi braut er í hafnafirði, gamla rallýcross-brautin hjá krýsuvík og einhversstaðar þar held ég
Þorvarður Ólafsson

Offline motors

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 944
  • * Plymouth Valiant V8 1975*
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #4 on: January 14, 2007, 00:40:19 »
Hvernig var?margir?Tilþrif?.Myndir?Spyr sá er ekkert veit. :)
.
                   Birgir Ellertsson
                     
Plymouth Valiant Brougham 2drht, V8  árg 1975.

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #5 on: January 14, 2007, 00:42:47 »
Quote from: "motors"
Hvernig var?margir?Tilþrif?.Myndir?Spyr sá er ekkert veit. :)


http://www.live2cruize.com/phpBB2/viewtopic.php?p=744493#744493
Halldór Jóhannsson

Offline motors

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 944
  • * Plymouth Valiant V8 1975*
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #6 on: January 14, 2007, 01:09:03 »
Flott takk.
.
                   Birgir Ellertsson
                     
Plymouth Valiant Brougham 2drht, V8  árg 1975.

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Re: Vetrarleikdagur
« Reply #7 on: January 14, 2007, 16:13:33 »
Quote from: "Porsche-Ísland"
Öllum sem taka þátt er skylt að nota öryggishjálm. Vinsamlegast komið með eigin hjálm, það flýtir fyrir.


Engin undanþága verður frá þessum reglum.

Ég endurtek.

Engin undanþága verður frá þessum reglum.

Mér þykir leitt að senda menn heim án þess að fá að aka en lögin eru bara svona og ég fer eftir þeim.





Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #8 on: January 14, 2007, 16:38:45 »
Er þessi kominn með bílpróf? Ætlaði ekki einhver að fara eftir reglum eða var mér bara að dreyma að einhver færi eftir reglum á Íslandi. hehe :D  :D  :D

p.s. Á öllum þessum myndum sem sést inn í bílana er enginn með hjálm nema þessi á speedster.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline F2

  • In the pit
  • **
  • Posts: 67
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #9 on: January 14, 2007, 17:18:22 »
Quote from: "Nonni_Z28"
Er þessi kominn með bílpróf? Ætlaði ekki einhver að fara eftir reglum eða var mér bara að dreyma að einhver færi eftir reglum á Íslandi. hehe :D  :D  :D

p.s. Á öllum þessum myndum sem sést inn í bílana er enginn með hjálm nema þessi á speedster.


Hraðinn Var nú nákvæmlega enginn þarna....

Það er 3 cm lag af klaka oná brautinni og hraðinn var í algjöru lármarki....

Þessi texti þarna uppi var bara copyaður síðan í sumar og aðstæður eru aðeins öðruvísi núna!!!!
Fannar Þ. Þórhallsson

Porsche 944 '86 *Turbo Project*
Porsche 924 *TwoTone*
Porsche 2x 944S2
Porsche 2x 924 Turbo
Porsche 911 C4 *Yellow*
Porsche 928S STROSEK
Porsche 944 QT *Konumobile*

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #10 on: January 14, 2007, 17:26:49 »
Björgvin minn, leiðist þér,, er ekkert að gera fyrir norðan.

En svona til að uppfræða þig þá sáum ekki tilganginn við að nota hjálmana vegna þess að bílarnir fóru hægar yfir en á götum bæjarins.

Síðan er löglegt að aka á svona braut án þess að vera kominn með bílpróf.

1994 eða 95 var keppt þarna í unglinga akstri. Þannig að þetta er löglegt.

Menn ættu að kynna sér aðeins málin áður en þeir byrja að blaðra.
Halldór Jóhannsson

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #11 on: January 15, 2007, 11:41:50 »
Quote from: "Porsche-Ísland"
Björgvin minn, leiðist þér,, er ekkert að gera fyrir norðan.

En svona til að uppfræða þig þá sáum ekki tilganginn við að nota hjálmana vegna þess að bílarnir fóru hægar yfir en á götum bæjarins.

Síðan er löglegt að aka á svona braut án þess að vera kominn með bílpróf.

1994 eða 95 var keppt þarna í unglinga akstri. Þannig að þetta er löglegt.

Menn ættu að kynna sér aðeins málin áður en þeir byrja að blaðra.


 :lol:  8)  :lol:  Sæll Halldór, nei mér leiðst sko ekki........

Ég get ekki séð að ég sé að blaðra neitt, þetta eru bara upplýsingar sem komu frá þér og svo myndir af deginum!

Ekki eitt aukatekið orð úr minni eigin smiðju :roll:  :lol:

kv
Björgvin

Offline PalliP

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 297
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #12 on: January 15, 2007, 19:18:33 »
Quote from: "Porsche-Ísland"
Björgvin minn, leiðist þér,, er ekkert að gera fyrir norðan.

En svona til að uppfræða þig þá sáum ekki tilganginn við að nota hjálmana vegna þess að bílarnir fóru hægar yfir en á götum bæjarins.

Síðan er löglegt að aka á svona braut án þess að vera kominn með bílpróf.

1994 eða 95 var keppt þarna í unglinga akstri. Þannig að þetta er löglegt.

Menn ættu að kynna sér aðeins málin áður en þeir byrja að blaðra.




Ætlarðu kanski að sanfæra okkur Dóri, um það að 15ára unglingar meiga keyra hvað sem er, reglurnar segja bíla með vélar að hámarki 1600 rúmsentimetra, efast um að Benzinn sé með 1600 vél, svo fela sig á bak við það að hraðinn sé lítill, að það þurfi þá ekki að fara eftir reglum.
Ef að þessi reglugerð verður afturkölluð, er það líklega þér að kenna!!!!!
Þannig að þú ættir nú að kynna þér málin áður en þú byrjar að blaðra.
Kveðja
Páll Pálsson
S.822-0501
______________________________
Willys CJ-5 torfærujeppi
Willys CJ-2 1951

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #13 on: January 15, 2007, 19:41:32 »
frábært, farið að setja út á mannin sem reif sig til og framkvæmdi eina mestu snilld sem hefur gerts í mörg ár fyrir okkur bílaáhuga og akstursmenn hér á landi
ívar markússon
www.camaro.is

Offline ElliOfur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 453
    • View Profile
    • http://www.123.is/elliofur/
Vetrarleikdagur
« Reply #14 on: January 15, 2007, 20:00:01 »
Quote from: "íbbiM"
frábært, farið að setja út á mannin sem reif sig til og framkvæmdi eina mestu snilld sem hefur gerts í mörg ár fyrir okkur bílaáhuga og akstursmenn hér á landi


Heyr, heyr!
Halldór á mjög mikið hrós skilið fyrir mjög gott framtak. Það eina sem honum yfirsást var að endurorða reglurnar örlítið með tilliti til lítils hraða sökum hálkunar sem átti við í þetta skipti. Öllum getur yfirsést, en allir eiga þó líka að geta tekið á sig gagnrýni, sem mér sýnist að Halldór geti líka gert. Mjög vel gert hjá honum og þeim sem eru í þessu með honum.  :D
kveðja, Elmar Snorrason
_________________

http://www.123.is/elliofur/ - heilmikið bílagrúsk

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #15 on: January 15, 2007, 20:33:16 »
Frábær leikdagur í alla staði!  :D
Ég reyndi en greyið BMW gat bara ekki neitt í hálkunni :(

En ég stoppaði samt í einhverja klukkutíma og horfði :)

p.s. bjóst ekki við að fólk  hér myndi reyna að skjóta í kaf aðrar mótorsportíþróttir.. :?

Kannski maður þurfi að minnast á að það var þarna einn Ford sem stóð sig helvíti vel   :lol:   Það þarf alltaf eitthvað amerískt til að fólki líki við það á þessarri síðu  :lol:

En þetta var BARA gaman!  Og ég vona að það láti fleiri sjá sig EF hann nennir að standa í að halda annan svona dag, þegar þakklætið er ekki meira en þetta  :?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline PalliP

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 297
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #16 on: January 15, 2007, 21:11:37 »
Er ég þá vondi kallinn hérna af því að hann fór ekki eftir reglunum????
http://www.us.is/scripts/WebObjects.dll/US.woa/swdocument/382/Regluger%C3%B0+um+aksturs%C3%AD%C3%BEr%C3%B3ttir+og+aksturskeppni+nr.+257_2000.pdf
Lesið 16. grein, þar sem það er leyfilegt að 15ára einstaklingur keyri ber þeim sem leyfir það að fara eftir reglum LIA, og það er ekkert öðruvísi.
Þó að Dóra finnist það lítill hraði getur það samt drepið einhvern.
Við sem viljum notafæra okkur þennan möguleika að leyfa 15 ára að keppa, viljum ekki sjá það eyðilagt svona.
Þarna var Touring á Mözdu númerum, harla ólíklegt að hann sé tryggður eða með viðauka.
'Eg gat ekki betur séð en ökumaðurinn á 2dyra pressunni væri beltislaus á einni myndinni.
Ef að það eru tveir eða fleiri bílar í brautinni í einu, heitir það keppni og þá þarf að tryggja hana sérstaklega og koma réttum búnaði í bílana.
 

Annað, ef þið skrifið uppá þetta plagg, að þið séuð skikkaðir til að nota hjálm, en svo er ykkur hleypt af stað án hans, svo ef eitthvað gerist er hægt að fara í mál beint við Dóra og þá sem að þessu standa.
Kveðja
Páll Pálsson
S.822-0501
______________________________
Willys CJ-5 torfærujeppi
Willys CJ-2 1951

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #17 on: January 15, 2007, 22:58:29 »
Ég ætla nú ekki að fara að rífast við þig, það væri líklegast best fyrir þig að tala bara beint við Dóra í stað þess að rífast um þetta hér :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline JHP

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.691
    • View Profile
    • http://CORVETTE.IS
Vetrarleikdagur
« Reply #18 on: January 16, 2007, 01:07:10 »
Quote from: "íbbiM"
frábært, farið að setja út á mannin sem reif sig til og framkvæmdi eina mestu snilld sem hefur gerts í mörg ár fyrir okkur bílaáhuga og akstursmenn hér á landi
Eru menn ekki bara fúlir yfir því að það mæta fleiri þarna en á kvartmílukeppni til að taka þátt  :lol:
Hr Jón H Pétursson

Trans Am GTA ´88
Corvette coupe ´95
Corvette coupe ´92

Offline PalliP

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 297
    • View Profile
Vetrarleikdagur
« Reply #19 on: January 18, 2007, 19:52:09 »
Quote from: "ValliFudd"
Ég ætla nú ekki að fara að rífast við þig, það væri líklegast best fyrir þig að tala bara beint við Dóra í stað þess að rífast um þetta hér :)


'Eg þarf ekkert að rífast yfir þessu, bendi bara á staðreyndir.
Menn verða allavega að fara eftir reglum sem þeir setja sjálfir.
Kveðja
Páll Pálsson
S.822-0501
______________________________
Willys CJ-5 torfærujeppi
Willys CJ-2 1951