Author Topic: M.Benz W-201 Sportline til sölu. Ódýr og flottur.  (Read 2972 times)

Offline Dave84

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
M.Benz W-201 Sportline til sölu. Ódýr og flottur.
« on: January 01, 2007, 13:01:56 »
Glæsilegur 190E Sportline er til sölu. Bíllinn er árgerð 1991 og ekinn 210.000.
Hann er með 2.0l bensínvélina og sjálfskiptur.
Hann er með rafdrifna topplúgu, ABS, rafmagn í rúðum(frammí), loftpúða í stýri, hita í sætum o.fl.

Bíllinn var fluttur inn árið 2003 og er ég annar eigandinn á Íslandi. Ég keypti bílinn keyrðan 173.000 árið 2004 og hann
hefur reynst mér vonum framar.
Með bílnum fylgir smurbók frá upphafi. Með bílnum fylgja 2 gangar af 15" álfelgum og dekkjum. Sumardekkin eru á
felgunum sem eru á myndunum en svo eru líka ónelgd vetrardekk undir honum núna á svona felgum:


Sumarfelgurnar voru keyptar nýjar við innflutning og þær eru alveg stráheilar.
Bíllinn er mjög vel með farin og allt virkar einsog það á að gera. Alveg ryðlaus fyrir utan smá ryðbólu við loftneið(rafmagnsloftnet sem virkar  )
Bíllinn var ekki fluttur inn tjónaður.

Það sem gert hefur verið við bílinn frá innflutningi:

Nýjir bremsudiskar að framan, 2004
Nýjir bremsuklossar allan hringinn, 2005
Nýjar spindilkúlur, 2004
Nýr stýrisendi, 2006
Nýtt púst smíðað undir alla leið frá flækjum, 2005

Ég lét setja í bílinn 4x50 MP3,CD Pioneer spilara, 2x300w hátalara, magnara og bassabox þegar ég keypti bílinn. Einnig lét ég setja radarvara í hann og tengja beint í straum. Allur frágangur er mjög snyrtilegur.

Þar sem ég eignaðist nýlega erfinga verð ég að fá mér aðeins hentugari bíl og þess vegna verð ég að selja hann  Gullfallegur og góður bíll sem vert er að skoða.

Verðhugmynd: 450 þúsund.
Gott Stgr. verð.









Endilega hafið samband í gegnum Email: davidos05@ru.is eða 897-0888
Davíð Örn.