Árekstur varð á gatnamótunum Vífilstaðarvegar og Hafnarfjarðarvegar (þar sem Olís er) núna í kvöld þann 26. desember. Þetta gerðist milli 20:00-20:30. Bílarnir sem lentu í árekstrinum voru vínrauð Bug Eye venjuleg station Impreza og Daewoo Lanos rauðbleikur eða bleikur.
Tildrög eru þau að Imprezan er á gatnamótunum á grænu ljósi, að fara að taka beygjuna þarna til vinstri í áttina að Hafnarfirði og Daewoo inn kemur þarna að á einhverjum hraða, yfir á rauðu ljósi og inn í hliðiná á Imprezunni. Daewoo bifreiðin er að koma frá Hafnarfirði og er að fara til Reykjavíkur. Höggið var þokkalega mikið þar sem fólkið er nú upp á slysó að láta athuga sig og m.a. með eins og hálfs árs dóttur sína með sér í bílnum. Vonandi verður í lagi með alla, engin slasaður en allir frekar aumir og í sjokki.
Ökumaður Daewoo bifreiðarinnar var hálf sjokkeraður og ekki alveg viss hvað gerðist fyrst en segir svo seinna að hann hafi verið að fara yfir á grænu ljósi (hugsanlega gulu) sem stemmir engan vegin því fólkið á Imprezunni var þarna á grænu. Fólkið á Imprezunni hringir auðvitað strax í lögregluna sem mætti á staðinn.
Að sjálfsögðu er þetta nú orðið orð á móti orði þar sem ökumaður Daewoo bifreiðarinn segist hafa farið yfir á grænu sem fólki á Imprezunni segir auðvitað að standist ekki þar sem gaurinn á Daewo-inum kemur þarna á vinstri akrein og fer yfir ljósin á meðan fólkið á hægri akrein var kyrrstætt þar sem ljósið var rautt.
Fólkið á Imprezunni óskar því eftir vitnum þar sem gatnamótin voru FULL af bílum og það hlýtur einhver að hafa séð þetta og orðið vitni að þessu.
Vinsamlegast hafði samband við Lögregluna ef þið eruð vitni eða vitið um einhvern sem gæti hafa orðið vitni að þessum atburði.
Ég veit ekki enn stöðuna en fæ væntanlega að heyra meira hvort allir séu ekki í 100% lagi eftir að búið er að skoða þau upp á slysó.