ég á þennan Ram í dag og eg var oft á honum í hafnafirði og reykjavík á rúntinum á sínum tíma, þá átti felagi minn sem bjó í hafnafirði þennan bíl og á eg miklar minningar af þessum bíl og felaga mínum, sem er látinn, sem átti þennan bíl þá og þessvegna á eg hann í dag.
Breytingarnar og vinnubrögðin, á þessum bíl, hjá þeim sem komu nálagt því eru alveg til fyrimyndar og mjög vel unnið og þess vegna ætlaði eg mér að ná á þeim manni/mönnum sem komum nálagt þeim.
Eg bý á Akureyri en bíllinn er í geymslu á Dalvík og þar er verið að taka hann í gegn og er eg að dunda í honum þar þegar eg er í landi og hef tíma og er búinn að kaupa helling af dóti á/í hann.
Eg held reyndar að það hljóti að blunda einhver smá lúmsk öfund bara í Stjána fyrst það nægir honum ekki segja sína skoðun á þessum bíl bara einu sinni
,en smekkur manna er misjafn og tel eg mig bara hafa mjög góðan smekk á bílum og þess vegna finnst mer þessi RAM mjög flottur svona breyttur með þessi bretti sem gera hann svona breiðan, ef þau væru ekki á honum væri hann svo horaður og asnalegur og þá færi allur glansinn farin af honum. ef ekki þessi bretti, hvernig bretti þá?
Svo persónulega finnst mer allt í lagi, þar sem mér finnst þessi síða líka snúast um að hluta til, að fá álit hjá mönnum hvað þeim finnst um vissa hluti, breytingar og fleira en ekki að vera að skíta út hluti hjá öðrum mönnum, sorry bara mín skoðun.
Eg tek þessu samt ekki ílla, alls ekki, menn mega segja það um mína bíla sem þeir vilja, en sumir eru kannski að brasa og breyta bílum sínum og ánægðir með verkin sín og vilja kannski sína mönnum og þá er kannski bara drullað yfir verkin þeirra.það finnst mer persónulega oft ekki gaman að lesa hérna á síðunni.
En fyrigefðu Cobra racing hver ert þú?
og Svenni eg á eftir að hafa samband við þig við tækifæri ef það er í lagi.
Takk fyrir Viddi G