Poll

4 cyl flokkur?

32 (57.1%)
Nei
2 (3.6%)
6 cyl
6 (10.7%)
Ég á amerískan bíl og finnst 4 cyl bara vera sorp
16 (28.6%)

Total Members Voted: 56

Voting closed: December 04, 2006, 01:01:16

Author Topic: 4 cyl opinn flokkur?  (Read 16887 times)

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« on: December 04, 2006, 01:01:16 »
Ég og fleiri höfum verið að spá í opnum 4 cyl flokki... Eru einhverjir heitir?

Ég prófaði að taka reglur úr öðrum flokki, fikta aðeins í þeim og svona... Eru einhverjir heitir fyrir opnum 4 cyl flokki?

Tók reglur fyrir einhvern af amerísku bílunum, þar sem bíllinn þarf að vera orginal looking og eyddi þeim info út ásamt fleiru..  Eitthvað meira sem menn myndu vilja hafa öðruvísi í þessum flokk ef hann yrði að veruleika?

Og hve margir myndu vilja taka þátt í honum næsta sumar? :)


Quote
Flokkur fyrir 4 cylindra bíla (númerplötur eða ekki? hvað finnst ykkur?)

MÁL OG STAÐLAR

1. VÉL

VÉL:
Skal vera bílvél og hafa 4 cylindra. Ótakmörkuð tjúnning leyfð, þar með talið nítró og túrbó.

ÚTBLÁSTURSKERFI:
Opnar flækjur leyfðar. Útblæstri skal beina frá vagni, dekkjum.

ELDSNEYTI:
Allt leyft þar með talið: bensín, alkóhól, nítró og nítrómetan.

ELDSNEYTISKERFI:
Sérframleiddir eldsneytistankar(sellur) æskilegir í öllum bílum. Staðlaðar bensín "sellur" eru skylda í öllum bílum sem fara niður í 9,99sek 140mílur 225km eða neðar í tíma og/eða endahraða. Sverleiki og fjöldi eldsneytisleiðsla er frjáls en þær verða allar að vera úr viðurkenndum málmrörum eða vírofnum eldsneytisslöngum. Sjá aðalreglur 1:5.

VÖKVAYFIRFALL:
Skylda er að hafa vökvayfirfall og söfnunarkút tengdan því við kælikerfi á öllum bílum. Minnsta stærð á söfnunarkút er ½ lítri.

FORÞJÖPPUR:
Kefla og/eða afgas forþjöppur eru leyfðar á öllum tegundum véla og eldsneytis í öllum bílum í þessum flokki.

INNGJÖF:
Inngjöf skal stjórnast eingöngu af ökumann og eru öll hjálpartæki við hana hvort sem það eru tölvur, rafmagn, vökvi, loft, osf. Stranglega bönnuð.

2. DRIFRÁS

TENGSLI, KASTHJÓL, KASTHJÓLSHLÍF.
Tengsli og kasthjól samkvæmt staðli SFI Spec 1.1. skylda nema að um upprunalega hluti eða sambærileg frá upprunalegum framleiðanda vélar sé að ræða. Sprengihellt kúplingshús samkvæmt staðli SFI Spec 6.1 eða 6.2 skylda í öllum bílum sem nota kúplingu. Sjá aðalreglur 2:3, 2:5, 2:6, 2:10.

DRIFSKAFT:
Baula utan um drifskaft skylda. Sjá aðalreglur 2:4.

AFTURÁS:
Nota má hvaða afturás sem er. Sérsmíðaðir öxlar æskilegir og skylda ef notaðar eru spólulæsingar. Öxulfestingar út við hjól æskilegar.

SJÁLFSKIPTING:
Frjálst val á sjálfskiptingum og vökvatengslum.

HLÍFÐARSKJÖLDUR FYRIR SJÁLFSKIFTINGAR
Sprengihlíf á sjálfskiptingu skylda einnig má nota sprengimottu. Sprengihlíf á "flexplötu" æskileg og skylda ef bíll er kominn niður í 9,99sek og/eða í 140mil 225km endahraða og/eða er með breyttan hvalbak.

3. BREMSUR OG FJÖÐRUN

BREMSUR:
Vökvabremsur á öllum hjólum skylda. Sjá aðalreglur 3:1.

STÝRI:
Aðeins venjuleg fjöldaframleidd stýri leyfð. Minnasta þvermál Stýrishjóls er 13"(33,02cm). Öll stýrishjólverða að standast skoðun hjá skoðunarstöð.

FJÖÐRUN:
Fjöðrun gerð fyrir bíla skylda. Minnst einn virkur höggdeyfir á hvert fjaðrandi hjól. Breyta má framfjöðrun frá orginal yfir í aftermarket SFI Proofed fyrir bifreiðina. Styrkingar á grind eru leyfðar.

SPYRNUBÚKKAR:
Allar tegundir af spyrnubúkkum leyfðar. Sjá aðalreglur 3:5.

PRJÓNGRINDUR:
Prjóngrindur eru leyfðar en mega þó ekki vera með málmhjólum. Sjá aðalreglur 3:6.

4. GRIND

GRIND:
Verður að vera bílgrind og eiga við viðkomandi ökutæki. Breytingar eru aðeins leyfðar á aftur hluta grindar, nema styrkingar sem má setja hvar á grind sem er. Fyrir framan hvalbak má ekki breyta grind frá upprunalegu nema með styrkingum. Breyta má grind að aftan til að koma stærri dekkjum fyrir osf…..

STUÐARAR:
Stuðarar sem eru notaðir verða að hafa verið fáanlegir á viðkomandi ökutæki frá verksmiðju. Skipta má yfir í plast stuðara ef þeir hafa sama útlit og upprunalegir.  Einnig leyfð aftermarket kit sem hönnuð hafa verið fyrir viðkomandi bíla?

HÆÐ YFIR JÖRÐU:
Minnsta hæð frá jörðu má ekki vera minni en 3"(7,62cm) frá framenda bíls að punkti 12"(30,48cm) aftan við miðlínu framhjóla. Síðan 2"(5,08cm) það sem eftir er. Undanskilið er pústkerfi og olíupanna.

VELTIGRIND OG BÚR:
Veltigrind er skylda í öllum bílum semfara 11,99sek og/eða 120mílum (195km) eða betur. Veltibúr er skylda þegar bíll er kominn í 10,99sek og/eða 140mílur (225km) eða undir. Sjá aðalreglur 4:9 og 4:10.

BIL MILLI HJÓLA:
Bili milli fram og afturhjóla skal halda upprunalegu fyrir viðkomandi bíl, frávik er leyft 2" (5,08cm).

5. HJÓLBARÐAR OG FELGUR

HJÓLBARÐAR:
Slikkar leyfðir.

FELGUR:
Allar gerðir af felgum fyrir bíla leyfðar, nema teina og mótorhjólafelgur. Minnsta felgustærð er 13" nema að bíllinn hafi komið upprunalega á minni felgum og sé með upprunalega vél.

6. INNRÉTTING

SÆTI:
Öll sæti skulu vera vel fest. Bílar sem fara 12,99sek og/eða 100míl (160km) eða betur verða að hafa sæti með háu baki. Bílar sem fara 10,99 og/eða 140mil (225km) eða betur verða að vera með keppnisstól. Æskilegt er að allir bílar séu með keppnisstóla.

BODDÝSTÁL:
Allur málmur í ökumanns og farþega klefa verður að vera ál eða stál (járn). Öll málmsmíði í ökumanns og farþegaklefa verður að vera upprunaleg eða eins og upprunaleg. Allar breytingar og endurbætur á ökumanns og farþegaklefa verða að vera úr upprunalegum efnum. Magnesíum bannað.

KLÆÐNING:
Skylda er að hafa eldvegg úr amk. 0,8mm stáli eða úr 1,2mm áli, milli farþega og farangursrýmis ef aftursæti hefur verið fjarlægt.

GLUGGANET:
Glugganet er æskilegt í alla bíla en skylda ef bíll er kominn niður í 10,99sek og/eða 140mil (225km) hraða eða betur. Sjá aðalreglur 6:3.

7. YFIRBYGGING

YFIRBYGGING:
Trefjaplast yfirbyggingar leyfðar. Nota má plast bretti, vélarhlíf, hurðir eða heilar samstæður. Rúðu upphalarar verða að virka í öllum hurðum.

BRETTI:
Öll bretti skulu vera til staðar. Nota má plast bretti eða samtæður. Innribrettum má breyta eða þau fjarlægja, þó ekki þar sem þau eru hluti fjöðrunarkerfis eða demparafestinga, nema að viðeigandi styrkingar komi í staðinn. Hjólskálum má breyta að vild ss. Til að koma undir stærri dekkjum.

HVALBAKUR:
Breyta má hvalbak vegna vélaskipta og verður það þá að vera gert úr sambærilegum efnum og upprunalega og skal hann líta út sem næst hinum upprunalega. Vél má þó ekki staðsetja aftar en svo að fremsta kerti sé í miðlínu spindla. Breyttur hvalbakur skal eftir sem áður uppfylla ofangreind skilyrði um efnisval.

GÓLF:
Upprunalegt gólf eða úr sambærilegum efnum skylda. Bannað er að hækka gólf. Lækka má gólf svo framarlega sem ekki er farið niður fyrir lágmarks hæð (sjá Grind:4.) og útsýni ökumanns raskast ekki. Breyta má gólfi að aftan til að koma fyrir stærri dekkjum osf.

GÖTUBÚNAÐUR:
Öll ljós skulu vera virk. Götubúnaður skal vera til staðar og vera virkur. Sleppa má þurrkum miðstöð og loftkælingu.
VÆNGIR OG VINDKLJÚFAR.
Leyfðir svo framarlega að þeir brjóti ekki regluna um lágmarks hæð frá jörðu.

FRAMRÚÐA OG GLUGGAR:
Allar rúður verða að vera til staðar og úr upprunalegum efnum.

8. RAFKERFI

RAFGEYMAR:
Mest tveir rafgeymar leyfðir. Mega vera sýru og/eða þurrgeymar. Rafgeymar mega ekki vera staðsettir í ökumannsrými. Sjá aðalreglur 8:1, 8:4, 8:5.

TÖLVUR OG GAGNASÖFNUN:
Tölvur og önnur tæki sem afla gagna um viðkomandi ökutæki leyfð. Þau mega hins vegar ekki hafa nein áhrif á ræsingu, inngjöf, tengsli, "tranbrake" eða annað í bílnum sem hjálpar við stillingar eða ræsingu eða neitt það sem kann að hjálpa eða hindra ökumann eða vélbúnað ökutækis í ferð. Sjá aðalreglur 8:2.

BIÐBOX OG HJÁLPARTÆKI:
Leyfð.

KVEIKIKERFI

Öll kveikikerfi leyfileg nema tímastillt kveikibox (stutter box), magnetu kveikjur bannaðar.

HÖFUÐROFI:
Höfuðrofi er skylda í öllum bílum.

AFTURLJÓS:
Allir bílar verða að hafa afturljós sem virka.

9. STUÐNINGSFLOKKUR

DRÁTTARTÆKI:
Öll dráttartæki eru bönnuð.

10. ÖKUMAÐUR

ARMÓLAR:
Leyfðar, sjá aðalreglur 10:3.

RÉTTINDI:
Gillt allmennt ökuskýrteini skylda.

STAÐSETNING ÖKUMANNS:
Ökumaður skal staðsettur í ökumanns sæti sem fest er á þann stað sem gert var ráð fyrir frá framleiðanda viðkomandi ökutækis.

ÖRYGGISBELTI:
Þriggja punkta belti skylda í bílum að 13,00sek og/eða 100mil (160km). Bílar 12,99sek og/eða 100mil (160km) og undir, verða að hafa amk. Fjögurra punkta viðurkennd belti. Bílar 10,99sek og/eða 140mil (225km)og undir, verða að hafa viðurkennd og stöðluð fimm punkta öryggisbelti þriggja tommu breið.

HJÁLMUR:
Skylda sjá aðalreglur.

HLÍFÐARFATNAÐUR:
Í öllum keppnisbílum er tregbrennandi fatnaður skylda,(ekkert nælon eða flís).
Bílar 10,99sek og/eða 140mil (225km) og undir. Jakki og buxur, eða samfestingur samkvæmt staðli SFI Spec 3-2A/5, skylda.

UPPHITUN:
Sjá aðalreglur 9:10
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Marteinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 658
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #1 on: December 04, 2006, 02:18:55 »
þú veist ég mæti
Subaru Impreza GF8 '98

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #2 on: December 04, 2006, 13:30:16 »
Reglur einfaldaðar:

1. Vél
Verður að vera bílvél og 4 cyl.  Tjúningar og breytingar leyfðar.  T.d. túrbó og nítró.

2. Drif
2wd, fjórhjóladrifsbílar eru ekki leyfðir.  Drif á 1-2 hjólum ok :)

3. Dekk
Eitthvað eru menn nú alltaf að væla um dekk í þessum klúbbi hehe, svo það er spurning hvort við sleppum ekki bara reglum um dekk í þessum flokki?  8)

4. Öryggismál
Sama og í hinum flokkum bara, bogi undir vissum tíma og grind undir öðrum tíma :)



Eitthvað fleira sem þarf?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline 3000gtvr4

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #3 on: December 04, 2006, 14:25:01 »
Þetta líst mér mjög vel á og ef þetta verður að veruleika þá kem ég til með að keppa í þessu flokk næsta sumar
Birgir Kristjánsson
Honda Integra Type-R Turbo
1/4Mile 12.360@111.93
Íslandsmeistari í RS flokk 2007

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #4 on: December 04, 2006, 14:56:22 »
Alli?
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline 3000gtvr4

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #5 on: December 04, 2006, 15:18:38 »
Alli verður með við verður báðir þarna á turbo hondum
Birgir Kristjánsson
Honda Integra Type-R Turbo
1/4Mile 12.360@111.93
Íslandsmeistari í RS flokk 2007

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #6 on: December 04, 2006, 16:43:26 »
Quote from: "3000gtvr4"
Þetta líst mér mjög vel á og ef þetta verður að veruleika þá kem ég til með að keppa í þessu flokk næsta sumar


Þú verður  búinn að sprengja allt draslið fyrir næsta sumar vinurinn :lol:  :lol:
Geir Harrysson #805

Offline 3000gtvr4

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 152
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #7 on: December 04, 2006, 16:59:44 »
Ekki vera of viss um það Geir minn verð nú að fá bílinn fyrst, gengur frekar hægt að fá hann, svo það er smá séns að þetta verði í lagi allvega fram á vor :lol:
Birgir Kristjánsson
Honda Integra Type-R Turbo
1/4Mile 12.360@111.93
Íslandsmeistari í RS flokk 2007

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #8 on: December 04, 2006, 19:45:01 »
auðvitað er ég til i þetta en þá bara ef þessar reglur eru eins og nuna
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #9 on: December 04, 2006, 19:47:44 »
Quote from: "Bc3"
auðvitað er ég til i þetta en þá bara ef þessar reglur eru eins og nuna

eins og hér fyrir ofan þá?
Quote

1. Vél
Verður að vera bílvél og 4 cyl. Tjúningar og breytingar leyfðar. T.d. túrbó og nítró.

2. Drif
2wd, fjórhjóladrifsbílar eru ekki leyfðir. Drif á 1-2 hjólum ok

3. Dekk
Eitthvað eru menn nú alltaf að væla um dekk í þessum klúbbi hehe, svo það er spurning hvort við sleppum ekki bara reglum um dekk í þessum flokki?

4. Öryggismál
Sama og í hinum flokkum bara, bogi undir vissum tíma og grind undir öðrum tíma
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #10 on: December 04, 2006, 20:33:14 »
Quote from: "3000gtvr4"
Ekki vera of viss um það Geir minn verð nú að fá bílinn fyrst, gengur frekar hægt að fá hann, svo það er smá séns að þetta verði í lagi allvega fram á vor :lol:


Haha verðum við ekki að vona það allavega  :lol:
Geir Harrysson #805

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #11 on: December 04, 2006, 20:58:10 »
Quote from: "ValliFudd"
Quote from: "Bc3"
auðvitað er ég til i þetta en þá bara ef þessar reglur eru eins og nuna

eins og hér fyrir ofan þá?
Quote

1. Vél
Verður að vera bílvél og 4 cyl. Tjúningar og breytingar leyfðar. T.d. túrbó og nítró.

2. Drif
2wd, fjórhjóladrifsbílar eru ekki leyfðir. Drif á 1-2 hjólum ok

3. Dekk
Eitthvað eru menn nú alltaf að væla um dekk í þessum klúbbi hehe, svo það er spurning hvort við sleppum ekki bara reglum um dekk í þessum flokki?

4. Öryggismál
Sama og í hinum flokkum bara, bogi undir vissum tíma og grind undir öðrum tíma


amm  :wink:
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #12 on: December 04, 2006, 21:03:10 »
Ég á amerískan bíl og finnst 4 cyl bara vera sorp     
 :lol:  :lol:  


GLATAÐIR :!:  :lol:
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline Geir-H

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 946
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #13 on: December 04, 2006, 21:09:02 »
Vera opinn fyrir öllu, ekki lokaður það er ekki cool
Geir Harrysson #805

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #14 on: December 04, 2006, 21:11:13 »
Quote from: "Bc3"
Ég á amerískan bíl og finnst 4 cyl bara vera sorp     
 :lol:  :lol:  


GLATAÐIR :!:  :lol:

Gunni er nú búinn að vera að baka þá á sínum 4 cyl golf  :lol:
þeir eru bara svekktir og öfundsjúkir  :wink:  :lol:
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Gunni gírlausi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 169
    • View Profile
Reglur....
« Reply #15 on: December 04, 2006, 21:53:14 »
Sko.

Einn power adder í RS og GT , allt klárt.

þarf ekki nýjan flokk.

Gírlaus
60ft............1.924
mid mph......93.75
660............8.006
mph...........115.68
ET..............12.287

Hoosier daddy....

VW Golf GTi-16VT

Offline Bc3

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 703
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #16 on: December 04, 2006, 22:54:28 »
ja gaman að vera á frammhjóla drifnu að keppa við 4wd i gt flokki emmm nei gunni það er ekki gaman  :lol:
Kveðja Alfreð F. Björnsson
ÍSLANDSMEISTARI RS     2009
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2007
ÍSLANDSMEISTARI 13,90 2006
Olís Götuspyrna fwd 2007
______________________________
11,4@127MPH  60" 1,98

Offline ElliOfur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 453
    • View Profile
    • http://www.123.is/elliofur/
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #17 on: December 04, 2006, 23:30:06 »
Im in.
kveðja, Elmar Snorrason
_________________

http://www.123.is/elliofur/ - heilmikið bílagrúsk

Offline Gunni gírlausi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 169
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #18 on: December 04, 2006, 23:34:31 »
Quote from: "Bc3"
ja gaman að vera á frammhjóla drifnu að keppa við 4wd i gt flokki emmm nei gunni það er ekki gaman  :lol:


Gaur! við hvað ertu hræddur? 4X4 búðinga? því að þeim gekk svo vel í sumar???

svona án gríns, þá getum við wrong wheel drive gaurarnir, með góðum slikkum og "prjóngrind", verið samhliða 4wd bílunum fyrstu 100 metrana. Eftir það hafa 2wd bílarnir vininginn.

Það sem mér finst mikilvægast er að leyfa nítró í RS og GT

Gírlaus
60ft............1.924
mid mph......93.75
660............8.006
mph...........115.68
ET..............12.287

Hoosier daddy....

VW Golf GTi-16VT

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
4 cyl opinn flokkur?
« Reply #19 on: December 05, 2006, 12:14:06 »
Quote from: "Bc3"
ja gaman að vera á frammhjóla drifnu að keppa við 4wd i gt flokki emmm nei gunni það er ekki gaman  :lol:


hvað haldið þið að gerist þegar 4 cyl opinn flokkur kemur? nú þá eru evo GT/Wrx og sti að grilla ykkur ;) , opinn flokkur er eitthvað sem allir mega koma í þaggi? , ætti frekar að heita Bannað 4x4 4cyl eða eindrifs 4cyl flokkur
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857