Author Topic: Byjandahjól?  (Read 3577 times)

Offline AngryPirate

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 1
    • View Profile
Byjandahjól?
« on: November 22, 2006, 21:14:37 »
Ég hef verið að pæla i þó nokkurn tíma að fá mér hjól og ætla nú loks að láta verða af því og flytja eitt stykki til landsins. Ég hef aldrei átt götu hjól áður þannig að ég spyr hvað ég ætti að leita mér af ég er aðalega með augun á suzuki eða hondu racer enn langar ekki að gera mistök og kaupa eitthvað sem ég ræð ekki við þannig að hvað mynduð þið mæla með?

Offline Gísli Camaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 859
    • View Profile
Byjandahjól?
« Reply #1 on: November 23, 2006, 01:44:49 »
nýlegu GSX-R 600 hjóli. flottur kraftur sem u færð ekki leið á strax. þ.e.a.s. ca 2003 módel og uppúr eða svo
Gísli Rúnar Kristinsson
S:895-6667

Offline DaRKSTaR

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 7
    • View Profile
..
« Reply #2 on: November 23, 2006, 08:25:23 »
myndi segja að 600 hjól væri tilvalið til að byrja á, hinsvegar er ekki til mikið af þeim í ódýrari kantinum, ég var ekki alveg tilbúinn að fara að eiða 500þús+ í hjól.

ég fékk mér kawasaki zxr 750 '92 model í sumar, það er svona mitt byrjenda hjól.. fékk það á góðum prís hjá vinnufélaga, hugsa að aflið í þessu sé svona svipað og í nýlegu 600cc hjóli.. þannig að ég hafi ekkert verið að kaupa mér neitt of stórt hjól til að byrja með.

verður gaman að rúnta umm næsta vor.

ógurlega vígarlegt hjól í útliti.. hugsa að flestir hér kanniðst nú eitthvað við þetta hjól..



veit ekki hvað er með þetta gælunafn sem er búið að festa á því ´skepnan´ en flestir sem tölta inn í skúrinn hjá bróðir mínum og sjá það kalla það því nafni.. hehe
A Whisper from the darkness...

Offline SiggiSLP

  • In the pit
  • **
  • Posts: 68
    • View Profile
byrjanda hjól
« Reply #3 on: November 23, 2006, 09:32:03 »
Ég er sammála því að byrja á 600cc hjóli...

Ég byrjaði sjálfur á '89 1100cc ´Súkku sem var alltof þung og alltof kraftmikil, erfitt til að byrja á og fá hæfileika sem ökumaður. Síðast átti ég Hondu cbr 600 rr 2006 sem var æðisleg og svo nýja yamaha R6 2006.
Á einu sumri eignaði ég mér helmingi meiri hæfileika og skemmti mér miklu meir en ég nokkurn tíma gerði á gamla hjólinu í tvö ár...
það segir ýmislegt

En fyrir alla muni mæli ég með Hondunni sem byrjenda-hjóli, Hondan hefur það með sér að hún er auðveld í keyrslu, auðvelt að beita henni í beygjur og krafturinn er jafn miðað við 600-hjól. Það er ekki að ástæðulausu sem menn mæla langflestir með hondum sem byrjendahjóli, þau eru einfaldlega byrjenda-vænst. Súkkan myndi vera númer tvö hjá mér.

Það er samt skiljanlegt að flestir sjá ekki annað en 1000 cc hjól þegar þeir byrja í sportinu, en það er nauðsynlegt að ná sér í æfingu í þessu eins og svo mörgu öðru... Talaðu endilega við fleiri, þeir sem eru með viti segja þér það sama....

gangi þér vel að velja  :wink:

kv. Sigurþór
- Camaro Z-28 SLP 2001 árg. - SS package --
"Maroon red" interior, 3.73 drif, Hypertech
13,401 @ 108 mph - á orginal blöðrum

Offline nonni400

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 106
    • View Profile
Byjandahjól?
« Reply #4 on: November 23, 2006, 12:21:57 »
Ekki byrja of stórt, 600cc max.

Annars er hún soldið merkileg þessi 1000cc ástríða, það eru mjög fáir, jafnvel enginn á Íslandi sem getur tekið 100% út úr nýlegu 1000cc hjóli á braut td.

Ef þú fylgist með prófunum erlendra tímarita á mótorhjólum er td GSXR 750 yfirleitt fljótara á brautum með reyndum ökumönnum heldur en GSXR 1000 af þeirri einföldu ástæðu að það er auðveldara að nota 750 hjólið.

Hins vegar ef menn eru horfa til þess að keppa í kvartmílu eru kannski stærri hjólin líklegri til árangurs.

Mín ráðlegging mundi vera CBR 600, gangi þér vel og farðu varlega.

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Byjandahjól?
« Reply #5 on: November 23, 2006, 12:53:02 »
Öllum svona samanburði á að mínu áliti að taka með fyrirvara.

t.d. að vera á krappri braut með mikið af beygjum eru minni léttari hjólin mest notuð, einnig henta minni hjólin oft betur í innanbæjarakstur, en svo þegar á að ferðast eitthvað, eða hraðar lengri leiðir skilja 1000cc+ hjólin minni hjólin, 600+750cc hjólin alveg eftir,

þetta fer allt eftir þvi hvað þú ætlar að nota hjólið í, lítið vit fyrir segjum 100kg mann að vera að fá sér 600cc hjól með því hugarfari að hann sé að fara að "reisa".. einnig er að mínu áliti mun gáfulegra og skemmtilegra að fá sér stórt hjól ef þú ætlar að ferðast mikið, ekki endilega eitthvað touring eða hippahjól því stóru sport/race hjólin eru flest frábær ferðahjól.

ég á Hayabusa sjálfur og get fullyrt að það sé skemmtilegasta ferðahjól sem ég hef ekið.  þó er ég yfir 190cm og rúm 100 kíló.

það sem ég er að reyna að segja er að þetta er svo gríðarlega persónubundið hvað hentar manni og hvað ekki,
Atli Már Jóhannsson

Offline erling

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 25
    • View Profile
Byjandahjól?
« Reply #6 on: January 10, 2007, 13:53:03 »
Alveg samála að það sé gott að byrja á 600cc hjóli en það þarf líka að passa manni .
Sé ekki sjálvan mig á 600cc þar sem ég er 185+ og 130kg þanig að ég fékk mér CBR1100XX :twisted:
HONDA BLACKBIRD 1100XX 01
SUZUKI GSX-R1100 86