Öllum svona samanburði á að mínu áliti að taka með fyrirvara.
t.d. að vera á krappri braut með mikið af beygjum eru minni léttari hjólin mest notuð, einnig henta minni hjólin oft betur í innanbæjarakstur, en svo þegar á að ferðast eitthvað, eða hraðar lengri leiðir skilja 1000cc+ hjólin minni hjólin, 600+750cc hjólin alveg eftir,
þetta fer allt eftir þvi hvað þú ætlar að nota hjólið í, lítið vit fyrir segjum 100kg mann að vera að fá sér 600cc hjól með því hugarfari að hann sé að fara að "reisa".. einnig er að mínu áliti mun gáfulegra og skemmtilegra að fá sér stórt hjól ef þú ætlar að ferðast mikið, ekki endilega eitthvað touring eða hippahjól því stóru sport/race hjólin eru flest frábær ferðahjól.
ég á Hayabusa sjálfur og get fullyrt að það sé skemmtilegasta ferðahjól sem ég hef ekið. þó er ég yfir 190cm og rúm 100 kíló.
það sem ég er að reyna að segja er að þetta er svo gríðarlega persónubundið hvað hentar manni og hvað ekki,