Sælir
Ég er að velta því fyrir mér að fá mér almennilegann tor á vélina hjá mér og er að pæla í 950-1000 Holley 4150 blöndung.
Mér finnst þeir bara kosta allt of mikið nýjir til að segja eins og er
Svo mig langar til að fá smá innlegg frá ykkur um hvað væri vænlegast að gera í stöðunni
Ef ég finn ekki einhvern hérna heima á skikkanlegu verði þá verð ég auðvitað bara að versla mér einn að utan.
Og ég ætla ekki í innspítingu svo það má alveg sleppa þeim umræðum
En ef þið eigið einhvað sniðugt handa mér
eða viljið benda mér á einhverja sem eru að gera góða hluti á þessum blöndungsmálum erlendis þá er það vel þegið.
Svo er ég líka að velta því fyrir mér hver munurinn sé á Down-leg og Annular Boosterum, sá spyr sem ekki veit
Aggi