Author Topic: Sjóvá að verða geggjaðir  (Read 3852 times)

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Sjóvá að verða geggjaðir
« on: November 13, 2006, 23:13:29 »
Quote

Sjóvá vill refsa ökuföntum            
 Sjóvá hefur sent samgönguráðherra og  
 lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins    
 bréf þar sem óskað er eftir því að    
 félagið fái aðgang að ökuferilsskrá    
 þeirra sem brotið hafa að sér í        
 umferðinni og einnig upplýsingar um þá
 sem hafa verið sviptir ökuréttindum.  
                                       
 Þór Sigfússon forstjóri segir að      
 félagið vilji geta neitað að tryggja  
 ökumann sem ítrekað er tekinn fyrir að
 aka á 170 kílómetra hraða. Þór segir að
 ef tryggingafélögin fengju upplýsingar
 um þá sem brjóta ítrekað af sér hefði  
 það mikið forvarnargildi því félögin  
 gætu þá sjálf gripið til aðgerða eins  
 og að hækka iðgjöldin til þeirra eða  
 óska eftir því að þeir fari á námskeið
 í forvörnum.          


Sendum Sturlu og Böðvari mótmæli..

Sendist á:
bb@lr.is
sturla@althingi.is


Ég undirritaður/uð mótmæli með bréfi þessu harðlega þeim óskum sem tryggingafélagið Sjóvá hefur sent til þín þess efnis að fyrirtækið fái heimild til að snuðra í skýrslum um mín mál.
Það yrði að teljast gróft brot á stjórnarskrárbundnum rétti allra íslendinga ef einkareknu fyrirtæki yrði gefið leyfi til að sekta einstaklinga landsins þegar sami einstaklingur hefur þegar tekið út sína refsingu eða/og greitt sínar sektir.

Ég óska þess að beiðni Sjóvá verði hafnað umsvifalaust.

Undirritað:
Atli Már Jóhannsson

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #1 on: November 13, 2006, 23:21:55 »
Er ekki alltí lagi?

Þetta er hið besta mál, það er algjört bull að tryggingar skuli hækka ár eftir ár fyrir hinn almenna bílamann - sem er að stórum hluta vegna ökuníðinga.

Ég sé ekkert athugavert við þetta og tel þetta vera hið bezta mál!!

Ef nota á mótmæli frá félaga samtökum sem þessum, eða áróður á einhvern hátt þá ætti að nota það í krafti uppbyggingar á mótorsporti en ekki til að "gúddera" einhvern fanta akstur í almennri umferð :evil:

kv
Björgvin

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #2 on: November 13, 2006, 23:28:34 »
bíddu ertu ekki í lagi maður?

Þetta rugl brýtur í bága við fullt af ákvæðum í stjórnarskrá þessa helvítis bananalýðveldis sem við köllum ísland.

og hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að tryggingafélögin stoppi við bara upplýsignar um umferðarlagabrot? hvað þegar þú ætlar að slysatryggja þig? eða líftryggja?  er þá ekki í fínu að athuga hvort þú hafir farið í meðferð? barið konuna þína? stolið úr búðum?  nú og er ekki eðlilegt að apótek fái sjúkraskýrslurnar þínar til að sjá hvort þú sért oft veikur?  væntanlega ættir þú þá að borga meira fyrir lyfin en þeir sem sjaldan verða veikir.

ég er ekkert að fara fram á að klúbburinn bakki neitt upp hérna, heldur eiga menn sem hafa eitthvað a milli eyrnanna að sjá það að þetta er algjör aðför að einkalífi landsmanna
Atli Már Jóhannsson

Offline Björgvin Ólafsson

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.159
    • View Profile
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #3 on: November 13, 2006, 23:31:08 »
Quote from: "AMJ"
bíddu ertu ekki í lagi maður?

Þetta rugl brýtur í bága við fullt af ákvæðum í stjórnarskrá þessa helvítis bananalýðveldis sem við köllum ísland.

og hvernig í ósköpunum dettur þér í hug að tryggingafélögin stoppi við bara upplýsignar um umferðarlagabrot? hvað þegar þú ætlar að slysatryggja þig? eða líftryggja?  er þá ekki í fínu að athuga hvort þú hafir farið í meðferð? barið konuna þína? stolið úr búðum?  nú og er ekki eðlilegt að apótek fái sjúkraskýrslurnar þínar til að sjá hvort þú sért oft veikur?  væntanlega ættir þú þá að borga meira fyrir lyfin en þeir sem sjaldan verða veikir.

ég er ekkert að fara fram á að klúbburinn bakki neitt upp hérna, heldur eiga menn sem hafa eitthvað a milli eyrnanna að sjá það að þetta er algjör aðför að einkalífi landsmanna


Hefur þú prófað að sækja um líf- eða sjúkdómatryggingu?

kv
Björgvin

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #4 on: November 13, 2006, 23:32:28 »
já, og þurfti ekki að skila inn sakaskrá.. þurftir þú þess?

og þar að auki þurfa tryggingafélögin þitt leyfi til að hnýsast í sjúkraskýrslur þínar.
Atli Már Jóhannsson

Offline Gísli Camaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 859
    • View Profile
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #5 on: November 13, 2006, 23:35:28 »
Sammála AMJ
Gísli Rúnar Kristinsson
S:895-6667

Offline 1965 Chevy II

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 8.089
  • Friðrik Daníelss.
    • View Profile
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #6 on: November 13, 2006, 23:41:49 »
Quote from: "Gísli Camaro"
Sammála AMJ

x2 Enda munu þeir ekki lækka tryggingar hjá venjulegum ökumanni heldur bara hækka þær enn meira hjá þeim sem aka hratt.

Við eigum að standa vörð um friðhelgi einkalífs,lögreglan á að sjá um löggæslu og ef fólk keyrir ýtrekað allt of hratt þá á bara að taka á því.

En þetta á alls ekki að vera í höndum tryggingafélaga,svo myndi þetta bitna á foreldrum sem myndu svo tryggja fyrir börnin vegna hárra iðgjalda.
.....and 500 pounds of torque......what ever that is.
1.30 60ft 5.78 @ 119.9mph 1/8 - 9.07 @ 148.2 mph N/A Pump gas

Offline firebird400

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.307
    • View Profile
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #7 on: November 14, 2006, 00:13:03 »
Burt séð hvort að maður sé með eða móti þessu þá þarf lagabreytingu til að þetta fari í gegn svo að við skulum ekkert vera að æsa okkur eða vona einhvað
Agnar Áskelsson
6969468

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #8 on: November 14, 2006, 01:54:17 »
Quote from: "firebird400"
Burt séð hvort að maður sé með eða móti þessu þá þarf lagabreytingu til að þetta fari í gegn svo að við skulum ekkert vera að æsa okkur eða vona einhvað

Það hefur nú sannað sig oft að þegar gera þarf lagabreytingar tekur það oftast mööööörg ár hehe..  Enda eru þessir plebbar alltaf í fríi  :lol:

Sumarfrí = hvað.. hálft ár?
Jólafrí = 1-2 mán
o.s.frv  :lol:
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline stigurh

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 513
    • View Profile
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #9 on: November 14, 2006, 09:42:20 »
Eins gott að loka fyrir svona dellu áður en þessir delar fá skotleyfi. Þetta er rétt, litli putti og svo allur þrællinn.
stigurh

Offline Boggi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 243
    • View Profile
Varðandi Sjóvá
« Reply #10 on: November 14, 2006, 09:57:59 »
,,Nú og er ekki eðlilegt að apótek fái sjúkraskýrslurnar þínar til að sjá hvort þú sért oft veikur? væntanlega ættir þú þá að borga meira fyrir lyfin en þeir sem sjaldan verða veikir. "  
AMJ, ertu að setja sjúklinga og svo einstaklinga sem aka vel á öðru eða þriðja hundraðinu í sama flokk? Ertu alveg hissa að Sjóvá vilji ekki tryggja þá einstaklinga ítrekað brjóta umferðalög?

Það er ekki sanngjarnt að síbrotamaður í umferðinni (sérstaklega þegar brotin eru ofsa- eða ölvunarakstur) sé að borga sömu upphæð trygginga og þeir sem aka eftir settum umferðarlögum.

,,Brýtur í bága við fullt af ákvæðum í stjórnarskrá".
Hvaða ákvæði áttu við?  Hefurðu í huga 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár?

71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.]1)

Það eru réttindi okkar að við séum eins örugg í umferðinni og unnt er. Þessi leið er ekki verri en aðrar, sennilega með þeim betri.

,,menn sem hafa eitthvað a milli eyrnanna að sjá það að þetta er algjör aðför að einkalífi landsmanna".
Þegar horft er til baka um nokkur ár koma í hugann allt of mörg slys sem rekja má til ölvunar- og hraðaksturs. Í sumum þessarra slysa hlaut fólk lífstíðar meiðsl og önnur voru banaslys.

Ég tel það ,,aðför" að einkalífi fólks þegar fjölskyldumeðlimir eða aðrir nákomnir láta lífið eða stórslasast í umferðinni vegna ofsaakstur, ölvunarakstur eða annars óþarfa.

Ég meðmæli.

Borgþór Stefánsson
Ford Galaxie Country Sedan 1967

Offline Gulag

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 512
    • View Profile
    • AMJ.is - Bremsuslöngur í mótorhjól
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #11 on: November 14, 2006, 10:41:20 »
Fengið af vefsíu Neytendasamtakana www.ns.is

14. nóvember 2006

Tryggingafélög eiga ekki að fá upplýsingar um umferðarlagabrot
Neytendasamtökin lýsa andstöðu sinni við hugmyndir sem fram hafa komið í fjölmiðlum um að tryggingafélög fái aðgang að upplýsingum hjá lögreglustjóraembættum um umferðarlagabrot einstaklinga. Samtökin benda á að hér er um persónuupplýsingar að ræða og telja raunar hæpið að slíkt myndi standast lagalega, að óbreyttu. Bent skal á að tryggingafélögin fá upplýsingar, eðli málsins samkvæmt, þegar ökumenn lenda í tjóni. Þær upplýsingar eiga að duga tryggingafélögunum. Neytendasamtökin leggja áherslu á að það er ekki hlutverk tryggingafélaga að refsa aðilum vegna brota á lögum, þar á meðal umferðarlögum. Minnt er á að samgönguráðherra hefur upplýst að til standi að herða viðurlög við umferðarlagabrotum og lýsa Neytendasamtökin yfir stuðningi við það. Það er hins vegar út í hött að fyrst refsi hið opinbera vegna slíkra brota og síðan refsi tryggingafélögin einnig fyrir sömu brot.
Atli Már Jóhannsson

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #12 on: November 14, 2006, 11:03:52 »
Nákvæmlega, þeir hafa upplýsingar um öll tjón sem verða þannig að þeir vita NÁKVÆMLEGA hver áhættan er. Þeir sem eru slysavaldar þeir eru nú þegar að borga meira.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Gísli Camaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 859
    • View Profile
Re: Varðandi Sjóvá
« Reply #13 on: November 14, 2006, 13:13:25 »
Quote from: "Boggi"
,,Nú og er ekki eðlilegt að apótek fái sjúkraskýrslurnar þínar til að sjá hvort þú sért oft veikur? væntanlega ættir þú þá að borga meira fyrir lyfin en þeir sem sjaldan verða veikir. "  
AMJ, ertu að setja sjúklinga og svo einstaklinga sem aka vel á öðru eða þriðja hundraðinu í sama flokk? Ertu alveg hissa að Sjóvá vilji ekki tryggja þá einstaklinga ítrekað brjóta umferðalög?

Það er ekki sanngjarnt að síbrotamaður í umferðinni (sérstaklega þegar brotin eru ofsa- eða ölvunarakstur) sé að borga sömu upphæð trygginga og þeir sem aka eftir settum umferðarlögum.

,,Brýtur í bága við fullt af ákvæðum í stjórnarskrá".
Hvaða ákvæði áttu við?  Hefurðu í huga 1. mgr. 71. gr. stjórnarskrár?

71. gr. [Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu.
Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sambærilega skerðingu á einkalífi manns.

Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.]1)

Það eru réttindi okkar að við séum eins örugg í umferðinni og unnt er. Þessi leið er ekki verri en aðrar, sennilega með þeim betri.

,,menn sem hafa eitthvað a milli eyrnanna að sjá það að þetta er algjör aðför að einkalífi landsmanna".
Þegar horft er til baka um nokkur ár koma í hugann allt of mörg slys sem rekja má til ölvunar- og hraðaksturs. Í sumum þessarra slysa hlaut fólk lífstíðar meiðsl og önnur voru banaslys.

Ég tel það ,,aðför" að einkalífi fólks þegar fjölskyldumeðlimir eða aðrir nákomnir láta lífið eða stórslasast í umferðinni vegna ofsaakstur, ölvunarakstur eða annars óþarfa.

Ég meðmæli.

Borgþór Stefánsson


ég veit nú ekki betur að maður sem veldur tjóni ölvaður eða í ofsaakstri sé nú tryggingalaus. tryggingafélögin fría sig alltaf frá svoleiðis tjónum og ef tjón verður á fólki þá er gerandinn sóttur til saka.

en að menn sem aka á 170 km hraða valda tjóni og eru að borga HÆRRI tryggingar. ætti þá ekki tryggingafélagið að borga tjónið vafalaust. ekki er ég að sjá það gerast.
Gísli Rúnar Kristinsson
S:895-6667

Offline Boggi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 243
    • View Profile
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #14 on: November 14, 2006, 13:39:04 »
Ég er alveg sammála Björgvini hér að ofan.

Það er hinn almenni borgari sem er að taka á sig hækkum tryggina sem er að hluta til vegna ökuníðinga í umferðinni.

Ég tel það óréttlátt að enginn munur á tryggingum sé á milli fólks sem ekki stundi glæfraakstur og síbrotamanna í umferðinni.

Þegar fólk leikur sér að því að auka líkur á alvarlegum slysum, er það ekki galin hugmynd að þeir einstaklingar borgi hærri tryggingar, og hinir lægri.

Borgþór Stefánsson
Ford Galaxie Country Sedan 1967

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #15 on: November 14, 2006, 17:39:12 »
Svo má nú líka horfa á fleiri hliðar á bílstjórum..

Það er til fólk sem keyrir hraðar en annað fólk.. en lendir ALDREI í tjóni...
Og einnig til fólk sem keyrir voða hægt og vel (að eigin mati) en er alltaf að keyra utan í eitthvað..

Má ekki líka setja fólk í akstursmat hjá tryggingarfélögum og hafa gjöld trygginga í samræmi við kunnáttu bílstjórans? :)

Ég viðurkenni það að ég keyri hraðar en margir aðrir, ekkert á 150 á sæbraut eða eitthvað svoleiðis rugl, en örlítið hraðar en aðrir... Það kemur væntanlega að árekstri hjá mér eins og mörgum öðrum, en enn sem komið, eftir tæp 8 ár með bílpróf, hef ég aldrei keyrt á nokkurn skapaðan hlut.  Og ég viðurkenni það einnig að ég keyrði eins og bavíani fyrstu árin.. fyrstu 5 árin allavega... tvöfaldaði oft hámarkshraða og fleira..
Er alls ekki stoltur af því, enda byrjaður að fikta við alls konar akstursíþróttir til að reyna að stunda svona fíflaskap löglega :)

En á meðan ég keyrði eins og hálfviti, átti ég vini sem keyrðu ekki eins og ég, en tjónuðu fleiri bíla en ég get talið... :roll:

Á þá ekki að fara að kynjaskipta tryggingagjöldum líka?

T.d. viðkvæmt umræðuefni er stelpur og gamalt fólk.
Það er ekki sanngjarnt að segja að þessir 2 hópar "kunni ekkert að keyra".  En það er nú í flestum tilfellum satt að þessir 2 hópar hafa í miklum meirihluta lítinn áhuga á akstri og bílum.  Og vilja í flestum tilfellum bara hafa einhvern annan undir stýri.  (ég er ekki að segja ALLIR, en stórhópur innan þessa 2ja hópa).

Og ef maður hefur ekki áhuga á hlutnum, er erfitt að vera góður í því.  (ég hef t.d. engan áhuga á fótbolta, en ég fer nú samt stundum í fótbolta, og viti menn... ég kann ekki skít í fótbolta:))
Eiga þessir 2 hópar þá ekki að borga meira líka?  :wink:

Allt pælingar... don't mind me, er ekki að reyna að ergja einhvern hehe, en það er svo miklu meira sem telur en eingöngu hraðakstur  :wink:

p.s. ég er alls ekki að réttlætahraðakstur, bara að benda á fleiri hliðar...  margir árekstrar verða t.d. þegar einhver fer útá aðalgötu og keyrir á 20-30 til að passa sig nú vel.. og svo er bombað aftan á þá...:)

Móðir mín var stoppuð fyrir að keyra of hægt fyrir 2-3 árum... true story..  og þeir sögðu henni að keyra hraðar! :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #16 on: November 14, 2006, 18:23:52 »
Nákvæmlega vallifudd. Það eru engin tengsl á milli þess að menn séu alltaf að brjóta af sér og að menn séu alltaf að klessa á. Tryggingafélögin vita hverjir eru alltaf að klessa á, það er líka allt sem þau þurfa að vita til þess að geta selt tryggingar.
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Gísli Camaro

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 859
    • View Profile
Sjóvá að verða geggjaðir
« Reply #17 on: November 14, 2006, 18:43:08 »
Quote from: "ValliFudd"
Svo má nú líka horfa á fleiri hliðar á bílstjórum..

Það er til fólk sem keyrir hraðar en annað fólk.. en lendir ALDREI í tjóni...
Og einnig til fólk sem keyrir voða hægt og vel (að eigin mati) en er alltaf að keyra utan í eitthvað..

Má ekki líka setja fólk í akstursmat hjá tryggingarfélögum og hafa gjöld trygginga í samræmi við kunnáttu bílstjórans? :)

Ég viðurkenni það að ég keyri hraðar en margir aðrir, ekkert á 150 á sæbraut eða eitthvað svoleiðis rugl, en örlítið hraðar en aðrir... Það kemur væntanlega að árekstri hjá mér eins og mörgum öðrum, en enn sem komið, eftir tæp 8 ár með bílpróf, hef ég aldrei keyrt á nokkurn skapaðan hlut.  Og ég viðurkenni það einnig að ég keyrði eins og bavíani fyrstu árin.. fyrstu 5 árin allavega... tvöfaldaði oft hámarkshraða og fleira..
Er alls ekki stoltur af því, enda byrjaður að fikta við alls konar akstursíþróttir til að reyna að stunda svona fíflaskap löglega :)

En á meðan ég keyrði eins og hálfviti, átti ég vini sem keyrðu ekki eins og ég, en tjónuðu fleiri bíla en ég get talið... :roll:

Á þá ekki að fara að kynjaskipta tryggingagjöldum líka?

T.d. viðkvæmt umræðuefni er stelpur og gamalt fólk.
Það er ekki sanngjarnt að segja að þessir 2 hópar "kunni ekkert að keyra".  En það er nú í flestum tilfellum satt að þessir 2 hópar hafa í miklum meirihluta lítinn áhuga á akstri og bílum.  Og vilja í flestum tilfellum bara hafa einhvern annan undir stýri.  (ég er ekki að segja ALLIR, en stórhópur innan þessa 2ja hópa).

Og ef maður hefur ekki áhuga á hlutnum, er erfitt að vera góður í því.  (ég hef t.d. engan áhuga á fótbolta, en ég fer nú samt stundum í fótbolta, og viti menn... ég kann ekki skít í fótbolta:))
Eiga þessir 2 hópar þá ekki að borga meira líka?  :wink:

Allt pælingar... don't mind me, er ekki að reyna að ergja einhvern hehe, en það er svo miklu meira sem telur en eingöngu hraðakstur  :wink:

p.s. ég er alls ekki að réttlætahraðakstur, bara að benda á fleiri hliðar...  margir árekstrar verða t.d. þegar einhver fer útá aðalgötu og keyrir á 20-30 til að passa sig nú vel.. og svo er bombað aftan á þá...:)

Móðir mín var stoppuð fyrir að keyra of hægt fyrir 2-3 árum... true story..  og þeir sögðu henni að keyra hraðar! :)


svo sammála
Gísli Rúnar Kristinsson
S:895-6667