ég var búin að vera krúsa kringlumýrarbrautina þegar ætlaði að hoppa inn á verkst í kóp, þegar ég stóð út þá tók ég eftir að það var nokkuð bank í mótornum, þegar ég poppaði upp húddinu fannst mér bankið koma nokkuð greinilega vinstramegin úr mótornum mjög framarlega,
knock sensorinn fann þetta greinilega því það kom gangtruflun með þessu, ef maður gaf honum inn þá hvarf bankið, ég athugaði strax með olíuna og olíuþrýsting og var bæði eins og á að vera,
ég var strax hræddur um að þetta væri stangalega, allavega á hljóðinu að dæma, en þar sem ég var fyrir utan verkstæði þá fékk ég nokkra bifvélavirkja út á stæði til að hlusta hjá mér, þeir voru ekki sammála því að þetta væri stangalega og dæmdu þetta sem undirlyftu, ég tók reyndar eftir því að bankið heyrðist mjög greinilega undir bílnum líka,
ég tók þá áhvörðun að keyra bílin til baka, vonandi að þeir hefðu rétt fyrir sér en ekki ég. bankið jókst töluvert á bakaleiðini, og þegar ég kom í vinnuna,
þá var bankið orðið mun greinilega, ef maður rétt tók í gjöfina þá jókst bankið töluvert en hvarf svo með aukinni inngjöf, svo ef maður slelpti gjöfini þá glamraði hann vel meðan mótorin minkaði snúningin,
þarna fannst mér engin vafi á að þetta væri stangalega, og fékk nokkra bifvélavirkja héðan þaðan sem e´g vinn til að vera sammála mér og við vorum allir sammála um að þetta væri farin stangalega, þá var drepið á bílnum og honum lagt,
ég hafði prufað að setja hann í gang og sá að hann glamraði ekkert kaldur,
svo núna um helgina þá var ég að brasa við að setja bílin á kerru og kom honum fyrir heima, og fékk hann því að ganga töluvert, hann náði ekki fullum hita en var komin langleiðina í það, hann byrjaði aldrie að glamra og þessa stuttu leið sem ég ók bílnum var ekkert óeðlilegt að finna..
ég væri búin að opna mótoriunn og kíkja á þetta ef ég hefði bara aðstöðuna í það.. sona áður en ég fer að leggja bílnum til einhvers tíma vegna þess og panta í hann