Davíð,
Um að gera að ráðast inná þráðinn, hér ættu flestir að koma sínu á framfæri.
Það er svo sem ekkert að því að fá lýsingu þarna, en ljósastaurar út brautina eru óþarfir finnst mér persónulega.
--
Eins finnst mér að öryggisteymið ætti að fá góða þjálfun og það ætti að í raun líka að sýna þeim video af krössum erlendis til að sjá hvernig þar er brugðist við. Ef fer sem horfir verða fleiri enn einn 7 sek. bíll á brautinni næsta sumar, þegar svoleiðis græjur krassa þá gerist það hratt og mjög illa oft á tíðum og þá þarf að bregðast við 110%.
Ég sá sjálfur mjög slæmt krass á World Street Nationals keppninni og þeir voru snöggir að ganga í málin og gerðu það vel.